Hátíðarkalkúnabringa með öllu tilheyrandi að hætti Jóhanns dansdómara Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 12:59 Jóhann Gunnar er mikill og góður matreiðslumaður. Dansdómarinn og sælkerinn Jóhann Gunnar Arnarsson sýndi Evu Laufey Kjaran í Íslandi í dag í skothelda aðferð við að elda kalkúnabringu með öllu tilheyrandi. Trönuberjasósa, sætar kartöflur bakaðar í ofni með kornflex krönsi og ómótsæðileg rjómalöguð kalkúnafylling. Fullkomið um hátíðarnar en hér að neðan má sjá uppskriftina og hvernig þetta er gert frá a-ö. Einnig má sjá innslagið í heild sinni. Kalkúnabringa að hætti Jóa Pækill, magnið í uppskriftinni miðast við heilan kalkún og ráðlagt að nota helminginn ef þið eruð með kalkúnabringu. 6 L vatn 1 pk Maldon salt (250 g ) 3 msk svört piparkorn 1 búnt rósmarín 1 búnt steinselja 6 lárviðarlauf 1 pk sellerí 1 búnt tímían 1 kanilstöng 6 neglunaglar 2 msk einiber 6 anísstjörnur 2 msk ljós sinnepsfræ 150 g flórsykur 2 laukar (skornir í fjóra bita) 1 góð engiferrót skorin í teninga 2 appelsínur (skornar í fjóra bita) 4 msk hlynsíróp 4 msk fljótandi hunangAðferð: Setjið vatn í ílát sem á að nota. Því næst fer allt hárefnið í uppskriftinni í ílátið og mikilvægt að kreista safann úr appelsínunni. Hrærið því næst vel í leginum og reynið að leysa upp saltið, sykurinn, sírópið og hunangið. Setjið kalkúninn eða kalkúnabringur ofan í löginn og bætið við meira af vatnið ef það hylur ekki alveg fuglinn. Geymið á köldum stað í 2-3 daga. Gott er að þerra fuglinn áður með viskastykkið áður en hann er eldaður. Notið ziplock pökkunaraðferð, en hún gengur þannig fyrir sig að hráefnið er lagt í poka og pokanum er síðan dýft rólega ofan í vatn þannig að opið snúi upp. Það má ekkert vatn fara í pokann. Þrýstið létt á pokann en með þessari aðferð þá þrýstist loftið út og pokinn lofttæmist. Lokið pokanum og setjið í stórt fat með sous vide græjunni og átið liggja í 64 gráðu heitu vatnsbaði í 3 klukkustundir.Gljáinn 75 g smjör 3 msk hlynsírópAðferð: Bræðið smjör á pönnu og steikið kalkúnabringuna svolítið þannig að hún brúnist á öllum hliðum, setjið hlynsírópið út á pönnuna og baðið kalkúnabringuna upp úr smjörsírópsblöndunni. Leyfið kalkúnabringunni að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið hana fram.Kalkúnafylling 2 pk heslihnetur 2 pk pekanhnetur 1 pk kasjúhnetur 1 pk valhnetur ½ poki sveskjur ½ poki þurrkuð epli ½ poki þurrkaðar aprikósur 500 ml rjómiAðferð: Setjið hneturnar í matvinnsluvél og maukið fremur fínt, því næst blandið þið saman öllum hráefnum og setjið í eldfast mót. Hellið rjómanum út á og bakið í ofni við 180°C í 40-45 mínútur.Sætar kartöflur með kornflexmulningi 4 stórar sætar kartöflur (bakaðar í ofni í 50 - 60 mínútur, þar til mjúkar í gegn) 1 bolli púðursykur 1 ½ tsk lyftiduft ¼ tsk salt 3 egg 1 ½ tsk vanilludropar ½ bolli smjörKornflex mulningur 3 msk smjör ¼ bolli púðursykur 1 ½ bolli kornflexAðferð: Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og hellið í eldfast mót. Bakið við 180°C í 20 mínútur og þá er það tekið út og kornflex mulningur settur ofan á. Blandið smjöri, púðursykri og kornflexi saman og myljið vel. Sáldrið yfir kartöflugratínið og setjið aftur inn í ofn í 20 mínútur. Berið strax fram. Jól Jólamatur Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Dansdómarinn og sælkerinn Jóhann Gunnar Arnarsson sýndi Evu Laufey Kjaran í Íslandi í dag í skothelda aðferð við að elda kalkúnabringu með öllu tilheyrandi. Trönuberjasósa, sætar kartöflur bakaðar í ofni með kornflex krönsi og ómótsæðileg rjómalöguð kalkúnafylling. Fullkomið um hátíðarnar en hér að neðan má sjá uppskriftina og hvernig þetta er gert frá a-ö. Einnig má sjá innslagið í heild sinni. Kalkúnabringa að hætti Jóa Pækill, magnið í uppskriftinni miðast við heilan kalkún og ráðlagt að nota helminginn ef þið eruð með kalkúnabringu. 6 L vatn 1 pk Maldon salt (250 g ) 3 msk svört piparkorn 1 búnt rósmarín 1 búnt steinselja 6 lárviðarlauf 1 pk sellerí 1 búnt tímían 1 kanilstöng 6 neglunaglar 2 msk einiber 6 anísstjörnur 2 msk ljós sinnepsfræ 150 g flórsykur 2 laukar (skornir í fjóra bita) 1 góð engiferrót skorin í teninga 2 appelsínur (skornar í fjóra bita) 4 msk hlynsíróp 4 msk fljótandi hunangAðferð: Setjið vatn í ílát sem á að nota. Því næst fer allt hárefnið í uppskriftinni í ílátið og mikilvægt að kreista safann úr appelsínunni. Hrærið því næst vel í leginum og reynið að leysa upp saltið, sykurinn, sírópið og hunangið. Setjið kalkúninn eða kalkúnabringur ofan í löginn og bætið við meira af vatnið ef það hylur ekki alveg fuglinn. Geymið á köldum stað í 2-3 daga. Gott er að þerra fuglinn áður með viskastykkið áður en hann er eldaður. Notið ziplock pökkunaraðferð, en hún gengur þannig fyrir sig að hráefnið er lagt í poka og pokanum er síðan dýft rólega ofan í vatn þannig að opið snúi upp. Það má ekkert vatn fara í pokann. Þrýstið létt á pokann en með þessari aðferð þá þrýstist loftið út og pokinn lofttæmist. Lokið pokanum og setjið í stórt fat með sous vide græjunni og átið liggja í 64 gráðu heitu vatnsbaði í 3 klukkustundir.Gljáinn 75 g smjör 3 msk hlynsírópAðferð: Bræðið smjör á pönnu og steikið kalkúnabringuna svolítið þannig að hún brúnist á öllum hliðum, setjið hlynsírópið út á pönnuna og baðið kalkúnabringuna upp úr smjörsírópsblöndunni. Leyfið kalkúnabringunni að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið hana fram.Kalkúnafylling 2 pk heslihnetur 2 pk pekanhnetur 1 pk kasjúhnetur 1 pk valhnetur ½ poki sveskjur ½ poki þurrkuð epli ½ poki þurrkaðar aprikósur 500 ml rjómiAðferð: Setjið hneturnar í matvinnsluvél og maukið fremur fínt, því næst blandið þið saman öllum hráefnum og setjið í eldfast mót. Hellið rjómanum út á og bakið í ofni við 180°C í 40-45 mínútur.Sætar kartöflur með kornflexmulningi 4 stórar sætar kartöflur (bakaðar í ofni í 50 - 60 mínútur, þar til mjúkar í gegn) 1 bolli púðursykur 1 ½ tsk lyftiduft ¼ tsk salt 3 egg 1 ½ tsk vanilludropar ½ bolli smjörKornflex mulningur 3 msk smjör ¼ bolli púðursykur 1 ½ bolli kornflexAðferð: Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og hellið í eldfast mót. Bakið við 180°C í 20 mínútur og þá er það tekið út og kornflex mulningur settur ofan á. Blandið smjöri, púðursykri og kornflexi saman og myljið vel. Sáldrið yfir kartöflugratínið og setjið aftur inn í ofn í 20 mínútur. Berið strax fram.
Jól Jólamatur Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira