Alexander: Mikil áskorun að spila aftur fyrir landsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2019 11:30 Alexander eftir leik á ÓL í Peking árið 2008. Hann vill spila með Íslandi á ÓL í Japan árið 2020. vísir/vilhelm Alexander Petersson segist hafa fengið aftur löngunina til þess að spila fyrir landsliðið er hann ræddi við son sinn sem var að spila fyrir U-17 ára landsliðið í fótbolta fyrr á árinu. „Hann var að spila sína fyrstu leiki fyrir landsliðið og ég spurði hann hvernig það hefði verið? Hann sagði að það hefði verið geggjað og hann hefði fengið gæsahúð í þjóðsöngnum og svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman þetta var og þá kom löngunin aftur,“ sagði Alexander við Vísi í morgun en hann var þá á leið á aukaæfingu enda frí í dag þar sem lið hans, Rhein-Neckar Löwen, spilaði í gær. „Smá aukaæfing fyrir landsliðið. Ég ætla að mæta í frábæru standi,“ sagði Alexander léttur.Alexander fagnar sigri í þýsku bikarkeppninni.vísir/gettyÞað eru rúm þrjú ár síðan hann hætti að spila fyrir landsliðið. Þá var hann búinn á því. Bæði á líkama og sál. „Ég gat bara ekki meir er ég hætti. Þetta var ekki gaman lengur. Endalausir leikir og ég spilaði mikið. Ég varð að minnka álagið sem hafði áhrif bæði á hausinn og líkamann,“ segir Alexander sem spilaði líka mikið meiddur og var ansi mikið lagt á hann í mörg ár. Hann er nú orðinn 39 ára gamall og hlutirnir hafa breyst.Vil finna að ég sé mikilvægur „Það er ekki eins mikið álag á mér núna og áður. Við spilum ekki eins marga leiki enda ekki í Meistaradeildinni. Svo skipti ég mikið við hina örvhentu skyttuna þannig að þetta er mikið betra í dag,“ segir Alexander en honum finnst hann líka vanta áskorun. „Ég er aðeins kominn á aldur og það eru ekki sömu væntingar gerðar til mín. Ég vil setja pressu á sjálfan mig og vil finna aftur tilfinninguna að ég sé mikilvægur. Ég lít á það sem mikla áskorun að reyna að komast aftur í landsliðið og standa mig þar. Kannski geri ég bara í buxurnar en ég reyndi þó og lagði mig allan fram í verkefnið,“ segir skyttan og hlær.Alexander vill ólmur fá að klæðast landsliðstreyjunni aftur.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ræddi við Alexander um að koma aftur í landsliðið er hann var ráðinn síðast en þá var leikmaðurinn ekki tilbúinn. Guðmundur ræddi svo aftur við hann í haust.Ætlar að komast á ÓL „Gummi sagði að ég ætti möguleika og mér leist vel á það. Ég vil fá góðu tilfinninguna aftur í handboltanum og finna ánægjuna. Ég vil ekki bara hverfa hægt og rólega af sjónarsviðinu. Ég vil vakna, æfa og hafa stór markmið. Ég hlakka mikið til að koma heim og berjast fyrir sæti mínu í hópnum,“ segir landsliðsmaðurinn ákveðinn og bætir við að skrokkurinn sé í fínu standi. Hann er búinn að setja sér háleit markmið fyrir næsta ár. „Fyrsta markmið er að komast í landsliðið og spila svo vel á EM. Stóri draumurinn er svo að komast á ÓL í ágúst með landsliðinu. Ég er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir landsliðið svo þessi draumur geti ræst.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Alexander Petersson segist hafa fengið aftur löngunina til þess að spila fyrir landsliðið er hann ræddi við son sinn sem var að spila fyrir U-17 ára landsliðið í fótbolta fyrr á árinu. „Hann var að spila sína fyrstu leiki fyrir landsliðið og ég spurði hann hvernig það hefði verið? Hann sagði að það hefði verið geggjað og hann hefði fengið gæsahúð í þjóðsöngnum og svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman þetta var og þá kom löngunin aftur,“ sagði Alexander við Vísi í morgun en hann var þá á leið á aukaæfingu enda frí í dag þar sem lið hans, Rhein-Neckar Löwen, spilaði í gær. „Smá aukaæfing fyrir landsliðið. Ég ætla að mæta í frábæru standi,“ sagði Alexander léttur.Alexander fagnar sigri í þýsku bikarkeppninni.vísir/gettyÞað eru rúm þrjú ár síðan hann hætti að spila fyrir landsliðið. Þá var hann búinn á því. Bæði á líkama og sál. „Ég gat bara ekki meir er ég hætti. Þetta var ekki gaman lengur. Endalausir leikir og ég spilaði mikið. Ég varð að minnka álagið sem hafði áhrif bæði á hausinn og líkamann,“ segir Alexander sem spilaði líka mikið meiddur og var ansi mikið lagt á hann í mörg ár. Hann er nú orðinn 39 ára gamall og hlutirnir hafa breyst.Vil finna að ég sé mikilvægur „Það er ekki eins mikið álag á mér núna og áður. Við spilum ekki eins marga leiki enda ekki í Meistaradeildinni. Svo skipti ég mikið við hina örvhentu skyttuna þannig að þetta er mikið betra í dag,“ segir Alexander en honum finnst hann líka vanta áskorun. „Ég er aðeins kominn á aldur og það eru ekki sömu væntingar gerðar til mín. Ég vil setja pressu á sjálfan mig og vil finna aftur tilfinninguna að ég sé mikilvægur. Ég lít á það sem mikla áskorun að reyna að komast aftur í landsliðið og standa mig þar. Kannski geri ég bara í buxurnar en ég reyndi þó og lagði mig allan fram í verkefnið,“ segir skyttan og hlær.Alexander vill ólmur fá að klæðast landsliðstreyjunni aftur.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ræddi við Alexander um að koma aftur í landsliðið er hann var ráðinn síðast en þá var leikmaðurinn ekki tilbúinn. Guðmundur ræddi svo aftur við hann í haust.Ætlar að komast á ÓL „Gummi sagði að ég ætti möguleika og mér leist vel á það. Ég vil fá góðu tilfinninguna aftur í handboltanum og finna ánægjuna. Ég vil ekki bara hverfa hægt og rólega af sjónarsviðinu. Ég vil vakna, æfa og hafa stór markmið. Ég hlakka mikið til að koma heim og berjast fyrir sæti mínu í hópnum,“ segir landsliðsmaðurinn ákveðinn og bætir við að skrokkurinn sé í fínu standi. Hann er búinn að setja sér háleit markmið fyrir næsta ár. „Fyrsta markmið er að komast í landsliðið og spila svo vel á EM. Stóri draumurinn er svo að komast á ÓL í ágúst með landsliðinu. Ég er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir landsliðið svo þessi draumur geti ræst.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Alexander Petersson gefur aftur kost á sér í íslenska landsliðið: Þessir 28 mega spila á EM Alexander Petersson verður væntanlega með á Evrópumótinu í handbolta í janúar því hann hefur gefið aftur kost á sér í íslenska landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina á EM í janúar. 4. desember 2019 14:53