Giannis og félagar unnu þrettánda leikinn í röð í NBA í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 08:00 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í leik með Milwaukee Bucks. Getty/Stacy Revere Milwaukee Bucks hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og bæði lið Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks halda áfram að gera góða hluti í Vesturdeildinni. Boston Celtics vann sinn leik og Golden State Warriors liðið tapaði einn einum leiknum.13 STRAIGHT WINS!@Giannis_An34 (35 PTS, 9 REB, 4 3PM) leads the way for the @Bucks. pic.twitter.com/Y48JAJusqF — NBA (@NBA) December 5, 2019 Giannis Antetokounmpo skoraði 35 stig þegar Milwaukee Bucks vann 127-103 útisigur á Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bucks liðsins í röð. Leikmenn Detroit Pistons spiluðu fast og reyndu að ná Giannis Antetokounmpo upp en hann hélt ró sinni. „Þeir vilja láta finna fyrir sér og spila fast. Þeir eru að reyna að ná þér út úr þínum leik og það er það sem maður býst við þegar maður kemur til Detroit. Það eru fleiri lið sem reyna að taka fast á mér en ég þarf bara að halda ró minni,“ sagði Giannis Antetokounmpo en litlu munaði að honum og Blake Griffin lenti saman. Milwaukee Bucks hefur ekki unnið svo marga leiki í röð síðan liðið var með Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson og árið var 1973. Þá vann liðið sextán leiki í röð.26 PTS (9-11 FGM) from @AntDavis23 pushes the @Lakers to their 10th-straight road W! #LakeShowpic.twitter.com/SL7fdVKYYY — NBA (@NBA) December 5, 2019Anthony Davis skoraði 26 stig og LeBron James var með 20 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers burstaði Utah Jazz á útivelli, 121-96. Rajon Rondo var síðan nálægt þrenunni með 14 stig, 12 stoðsendingar og 9 stoðsendingar. Lakers vann Utah liðið 32-5 í hraðaupphlaupsstigum og skoraði 21 stig eftir tapaða bolta Utah manna. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Utah en liðið tapaði þarna í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum.@DwightPowell33 has a PERFECT night from the floor as the @dallasmavs move to 15-6! #MFFL 24 PTS | 9-9 FGM | 2-2 3PM pic.twitter.com/eDrrGQLuhn — NBA (@NBA) December 5, 2019Dallas Mavericks þurfti ekki stórleik frá Slóvenanum Luka Doncic til að vinna í níunda skiptið í síðustu tíu leikjum. Dwight Powell skoraði 24 stig og hitti úr öllum níu skotum sínum þegar Dallas Mavericks vann 121-114 sigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic lét sér nægja 22 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk líka tæknivillu í þriðja leikhluta. Hann sat á bekknum þegar Dallas Mavericks liðið lagði grunninn að sigrinum. Karl-Anthony Towns og Andrew Wiggins skoruðu báðir 26 stig fyrir Minnesota.59 PTS combined! @FCHWPO (31 PTS, 5 3PM) and @KembaWalker (28 PTS, 6 3PM) lead the @celtics to 8-0 at home! pic.twitter.com/IcUVTByzZd — NBA (@NBA) December 5, 2019Jaylen Brown skoraði 31 stig og Kemba Walker var með 28 stig þegar Boston Celtics vann 112-93 sigur á Miami Heat sem þýðir að Boston liðið hefur unnið alla átta heimaleiki sína á þessu tímabili. Jimmy Butler var með 37 stig fyrir Miami.Golden State Warriors tapaði enn einum leiknum nú 106-91 á móti Charlotte Hornets á útivelli. Devonte Graham skoraði tíu þrista í leiknum fyrir Charlotte og endaði með 33 stig. D'Angelo Russell sneri aftur hjá Golden State eftir níu leikja fjarveru og skoraði 18 stig.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 127-116 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 96-121 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 106-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 100-107 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 118-130 Boston Celtics - Miami Heat 112-93 Charlotte Hornets - Golden State Warriors 106-91 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 103-127 Orlando Magic - Phoenix Suns 128-114 NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
Milwaukee Bucks hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og bæði lið Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks halda áfram að gera góða hluti í Vesturdeildinni. Boston Celtics vann sinn leik og Golden State Warriors liðið tapaði einn einum leiknum.13 STRAIGHT WINS!@Giannis_An34 (35 PTS, 9 REB, 4 3PM) leads the way for the @Bucks. pic.twitter.com/Y48JAJusqF — NBA (@NBA) December 5, 2019 Giannis Antetokounmpo skoraði 35 stig þegar Milwaukee Bucks vann 127-103 útisigur á Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bucks liðsins í röð. Leikmenn Detroit Pistons spiluðu fast og reyndu að ná Giannis Antetokounmpo upp en hann hélt ró sinni. „Þeir vilja láta finna fyrir sér og spila fast. Þeir eru að reyna að ná þér út úr þínum leik og það er það sem maður býst við þegar maður kemur til Detroit. Það eru fleiri lið sem reyna að taka fast á mér en ég þarf bara að halda ró minni,“ sagði Giannis Antetokounmpo en litlu munaði að honum og Blake Griffin lenti saman. Milwaukee Bucks hefur ekki unnið svo marga leiki í röð síðan liðið var með Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson og árið var 1973. Þá vann liðið sextán leiki í röð.26 PTS (9-11 FGM) from @AntDavis23 pushes the @Lakers to their 10th-straight road W! #LakeShowpic.twitter.com/SL7fdVKYYY — NBA (@NBA) December 5, 2019Anthony Davis skoraði 26 stig og LeBron James var með 20 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers burstaði Utah Jazz á útivelli, 121-96. Rajon Rondo var síðan nálægt þrenunni með 14 stig, 12 stoðsendingar og 9 stoðsendingar. Lakers vann Utah liðið 32-5 í hraðaupphlaupsstigum og skoraði 21 stig eftir tapaða bolta Utah manna. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Utah en liðið tapaði þarna í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum.@DwightPowell33 has a PERFECT night from the floor as the @dallasmavs move to 15-6! #MFFL 24 PTS | 9-9 FGM | 2-2 3PM pic.twitter.com/eDrrGQLuhn — NBA (@NBA) December 5, 2019Dallas Mavericks þurfti ekki stórleik frá Slóvenanum Luka Doncic til að vinna í níunda skiptið í síðustu tíu leikjum. Dwight Powell skoraði 24 stig og hitti úr öllum níu skotum sínum þegar Dallas Mavericks vann 121-114 sigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic lét sér nægja 22 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk líka tæknivillu í þriðja leikhluta. Hann sat á bekknum þegar Dallas Mavericks liðið lagði grunninn að sigrinum. Karl-Anthony Towns og Andrew Wiggins skoruðu báðir 26 stig fyrir Minnesota.59 PTS combined! @FCHWPO (31 PTS, 5 3PM) and @KembaWalker (28 PTS, 6 3PM) lead the @celtics to 8-0 at home! pic.twitter.com/IcUVTByzZd — NBA (@NBA) December 5, 2019Jaylen Brown skoraði 31 stig og Kemba Walker var með 28 stig þegar Boston Celtics vann 112-93 sigur á Miami Heat sem þýðir að Boston liðið hefur unnið alla átta heimaleiki sína á þessu tímabili. Jimmy Butler var með 37 stig fyrir Miami.Golden State Warriors tapaði enn einum leiknum nú 106-91 á móti Charlotte Hornets á útivelli. Devonte Graham skoraði tíu þrista í leiknum fyrir Charlotte og endaði með 33 stig. D'Angelo Russell sneri aftur hjá Golden State eftir níu leikja fjarveru og skoraði 18 stig.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 127-116 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 96-121 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 106-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 100-107 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 118-130 Boston Celtics - Miami Heat 112-93 Charlotte Hornets - Golden State Warriors 106-91 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 103-127 Orlando Magic - Phoenix Suns 128-114
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira