Samtök kvenna í íþróttum gagnrýna ÍSÍ, SA, og fleiri vegna máls Emilíu Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 20:39 Skautakonan Emilía Rós sagði sögu sína af kynferðislegri áreitni þjálfara. SKÍÍ/Getty/Alexander Hassenstein Samtök kvenna í íþróttum hvetja ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag og Skautasamband Íslands til þess að leita úrlausna og bregðast við máli skautakonunnar Emilíu Rósar Ómarsdóttur sem steig fram og sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið. Þá gagnrýna samtökin félögin fyrir viðbrögð sín við málinu. Þá sagði Emilía Rós að enginn hafi beðið hana afsökunar eftir umfjöllunina í öðru viðtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Þetta er aldrei í lagi Samtök kvenna í íþróttum hafa alvarlegar áhyggjur af stöðu mála og birtust í dag athugasemdir samtakanna í færslu á Facebook síðu þeirra. „Ef einhvern lærdóm mátti draga af #metoo byltingu íþróttakvenna, er það sá að þolendur vantaði skilgreindan farveg fyrir tilkynningar, úrvinnslu mála var ábótavant og í sumum tilfellum var úrræðaleysið algjört.“ „Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið þegar svara er leitað og Emilía stendur enn í baráttunni um réttlæti án baklands íþróttahreyfingarinnar? Öll benda á hvert annað þegar hún leitast við að fá aðstoð við að vinna málið og að auki þarf hún að bíða í óeðlilega langan tíma til að fá svör, svör sem sum hver hafa enn ekki borist, mörgum mánuðum síðar?“ segir í færslunni.Hvers vegna er brugðist seint og illa við? Emilía greindi frá því að hún hafi flutt frá heimabæ sínum, Akureyri, til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar. Emilía fékk ekki stuðning frá SA sem lýsti yfir stuðningi við þjálfarann í yfirlýsingu þar sem greint var frá því að engar sannanir væru um að þjálfarinn hafi brotið siðareglur. „Hvers vegna hafa ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Skautasamband Íslands brugðist seint og illa við ítrekuðum óskum Emilíu um aðstoð við úrlausn málsins? “Hvernig er hægt að ætlast til þess að félög og sérsambönd vinni ofbeldis og áreitnismál faglega þegar æðsta stofnun íþrótta á Íslandi gerir það takmarkað/ekki sjálf?„ segir í færslu samtakanna sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Akureyri MeToo Skautaíþróttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Samtök kvenna í íþróttum hvetja ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag og Skautasamband Íslands til þess að leita úrlausna og bregðast við máli skautakonunnar Emilíu Rósar Ómarsdóttur sem steig fram og sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið. Þá gagnrýna samtökin félögin fyrir viðbrögð sín við málinu. Þá sagði Emilía Rós að enginn hafi beðið hana afsökunar eftir umfjöllunina í öðru viðtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Þetta er aldrei í lagi Samtök kvenna í íþróttum hafa alvarlegar áhyggjur af stöðu mála og birtust í dag athugasemdir samtakanna í færslu á Facebook síðu þeirra. „Ef einhvern lærdóm mátti draga af #metoo byltingu íþróttakvenna, er það sá að þolendur vantaði skilgreindan farveg fyrir tilkynningar, úrvinnslu mála var ábótavant og í sumum tilfellum var úrræðaleysið algjört.“ „Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið þegar svara er leitað og Emilía stendur enn í baráttunni um réttlæti án baklands íþróttahreyfingarinnar? Öll benda á hvert annað þegar hún leitast við að fá aðstoð við að vinna málið og að auki þarf hún að bíða í óeðlilega langan tíma til að fá svör, svör sem sum hver hafa enn ekki borist, mörgum mánuðum síðar?“ segir í færslunni.Hvers vegna er brugðist seint og illa við? Emilía greindi frá því að hún hafi flutt frá heimabæ sínum, Akureyri, til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar. Emilía fékk ekki stuðning frá SA sem lýsti yfir stuðningi við þjálfarann í yfirlýsingu þar sem greint var frá því að engar sannanir væru um að þjálfarinn hafi brotið siðareglur. „Hvers vegna hafa ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Skautasamband Íslands brugðist seint og illa við ítrekuðum óskum Emilíu um aðstoð við úrlausn málsins? “Hvernig er hægt að ætlast til þess að félög og sérsambönd vinni ofbeldis og áreitnismál faglega þegar æðsta stofnun íþrótta á Íslandi gerir það takmarkað/ekki sjálf?„ segir í færslu samtakanna sem má sjá í heild sinni hér að neðan.
Akureyri MeToo Skautaíþróttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira