Nemendur hlaupa mílu á hverjum degi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2019 08:00 Alþjóðaheilbrigðisstofnun birti nýlega niðurstöður rannsóknar sem unnin var úr gögnum um 1,6 milljón barna víða um heim. Niðurstaðan er skýr: Mikill meirihluti barna á aldrinum 11-17 ára hreyfir sig ekki nóg og stefnir þannig heilsu sinni hættu. Mælt er með klukkustundar hreyfingu daglega fyrir börn á þessum aldri en samkvæmt rannsókninni ná 85% stúlkna og 78% drengja ekki því markmiði. Dagleg hreyfing er sérstaklega mikilvæg á mótunarárum, fyrir utan líkamlegan styrk og þol þá hefur hreyfing jákvæð áhrif á þroska barna, félagsfærni og þeim líður hreinlega betur andlega. Ferskir og hressir krakkar Það vita krakkarnir í Skarðshlíðarskóla sem hlaupa eina mílu á hverjum einasta skóladegi og hafa gert í heilt ár. „Við ákváðum að taka upp míluna sem er að skoskri fyrirmynd sem heitir Daily mile. Krakkarnir fara út að ganga, hlaupa eða skokka á hverjum degi, eina mílu sem er 1,6 kílómetri,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla. Ingibjörg Magnúsdóttir er skólastjóri Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, sem fór í nýtt húsnæði fyrir rúmu ári síðan. Skólinn opnaði í nýju húsnæði í Hafnarfirði fyrir rúmu ári og síðan þá hefur verið hlaupið. Fjórum sinnum í viku fara nemendur með umsjónarkennara míluna en einu sinni í viku fer allur skólinn saman. Gerð var ánægjukönnun síðasta vor og hún kom aldeilis vel út. „Við teljum að þetta skili miklum árangri, krakkarnir koma ferskir og hressir tilbaka. Kennararnir eru duglegir að fara míluna áður en nemendurnir fara í próf og þá eru allir mjög hressir þegar þeir setjast niður. Krakkarnir fá tækifæri til að eyða auka orku og það er gott fyrir alla að fá auka hreyfingu, sem veitir ekki af í dag að allir fái aukahreyfingu,“ segir Ingibjörg. Krakkarnir í Skarðshlíðarskóla voru eldhressir þegar fréttamaður spjallaði við þá að loknu hlaupi dagsins „Þetta er dásamlegt,“ segir Guðrún Elva Sverrisdóttir, kennari sem var að klára míluna í snjókomu og hálku en kennararnir hlaupa að sjálfsögðu með. „Það er æðislegt að fara út og hreyfa sig, fá smá loft í lungun.“ Guðrún Elva segist sjá mikinn mun á börnunum. „Og ég sé að hreyfifærnin hefur batnað hjá mörgum. Sumir gátu varla gengið fyrst en eru nú farnir að hlaupa.“ Við ræddum líka við nokkra krakka sem sögðu míluna vera skemmtilega, þau verði aldrei þreytt á því. Nema stundum kannski, en þau fari samt. „Það er gott að hreyfa sig, maður hleypur hraðar og það er bara hollt fyrir mann,“ segja þessir hressu krakkar í viðtalinu sem má sjá hér að ofan. Krakkarnir hlaupa ákveðna leið að steini nokkrum sem er 800 metra löng, og svo tilbaka. Samtals 1,6 kílómetri eða ein míla Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilsa Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnun birti nýlega niðurstöður rannsóknar sem unnin var úr gögnum um 1,6 milljón barna víða um heim. Niðurstaðan er skýr: Mikill meirihluti barna á aldrinum 11-17 ára hreyfir sig ekki nóg og stefnir þannig heilsu sinni hættu. Mælt er með klukkustundar hreyfingu daglega fyrir börn á þessum aldri en samkvæmt rannsókninni ná 85% stúlkna og 78% drengja ekki því markmiði. Dagleg hreyfing er sérstaklega mikilvæg á mótunarárum, fyrir utan líkamlegan styrk og þol þá hefur hreyfing jákvæð áhrif á þroska barna, félagsfærni og þeim líður hreinlega betur andlega. Ferskir og hressir krakkar Það vita krakkarnir í Skarðshlíðarskóla sem hlaupa eina mílu á hverjum einasta skóladegi og hafa gert í heilt ár. „Við ákváðum að taka upp míluna sem er að skoskri fyrirmynd sem heitir Daily mile. Krakkarnir fara út að ganga, hlaupa eða skokka á hverjum degi, eina mílu sem er 1,6 kílómetri,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla. Ingibjörg Magnúsdóttir er skólastjóri Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, sem fór í nýtt húsnæði fyrir rúmu ári síðan. Skólinn opnaði í nýju húsnæði í Hafnarfirði fyrir rúmu ári og síðan þá hefur verið hlaupið. Fjórum sinnum í viku fara nemendur með umsjónarkennara míluna en einu sinni í viku fer allur skólinn saman. Gerð var ánægjukönnun síðasta vor og hún kom aldeilis vel út. „Við teljum að þetta skili miklum árangri, krakkarnir koma ferskir og hressir tilbaka. Kennararnir eru duglegir að fara míluna áður en nemendurnir fara í próf og þá eru allir mjög hressir þegar þeir setjast niður. Krakkarnir fá tækifæri til að eyða auka orku og það er gott fyrir alla að fá auka hreyfingu, sem veitir ekki af í dag að allir fái aukahreyfingu,“ segir Ingibjörg. Krakkarnir í Skarðshlíðarskóla voru eldhressir þegar fréttamaður spjallaði við þá að loknu hlaupi dagsins „Þetta er dásamlegt,“ segir Guðrún Elva Sverrisdóttir, kennari sem var að klára míluna í snjókomu og hálku en kennararnir hlaupa að sjálfsögðu með. „Það er æðislegt að fara út og hreyfa sig, fá smá loft í lungun.“ Guðrún Elva segist sjá mikinn mun á börnunum. „Og ég sé að hreyfifærnin hefur batnað hjá mörgum. Sumir gátu varla gengið fyrst en eru nú farnir að hlaupa.“ Við ræddum líka við nokkra krakka sem sögðu míluna vera skemmtilega, þau verði aldrei þreytt á því. Nema stundum kannski, en þau fari samt. „Það er gott að hreyfa sig, maður hleypur hraðar og það er bara hollt fyrir mann,“ segja þessir hressu krakkar í viðtalinu sem má sjá hér að ofan. Krakkarnir hlaupa ákveðna leið að steini nokkrum sem er 800 metra löng, og svo tilbaka. Samtals 1,6 kílómetri eða ein míla
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilsa Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent