Röð út úr dyrum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2019 18:30 Röð var út úr dyrum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þegar byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð. Erlendum ríkisborgurum, sem eru nýlega komnir til landsins, hefur fjölgað ört í hópi þeirra sem sækja um. Líkt og fyrri ár aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar efnalitlar fjölskyldur við að halda jólin hátíðleg. Fólk fær meðal annars inneignarkort fyrir matvörum, jólaföt og jólagjafir. Byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð í gær og er hægt að sækja um út morgundaginn.Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.Þegar hefur fjöldi umsókna borist. Í gær og í dag mættu margir til að sækja um og um tíma náði röðin út á götu. „Það er sem sagt fjölgun í þessum innflytjendahópi, í hópi flóttafólks, og það eru fjölskyldur fyrst og fremst. Af því við erum líka fyrst og fremst að aðstoða fjölskyldur. Þetta er hópur náttúrulega sem kemur með oft litla menntun, litla getu bæði í íslensku og ensku og er á einmitt annað hvort lágmarkslaunum og eða lágmarksframfærslu og er að borga mjög háa leigu á almennum markaði. Þá bara ná endar ekki saman,“ segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Í fyrra fengu um þrjú þúsund og fjögur hundruð manns aðstoð fyrir jólin. Þeir sem sækja um þurfa að skila inn göngum sem sýna tekjur og útgjöld frá síðustu mánaðarmótum. Margir sjálfboðaliðar taka þátt í undirbúa jólaastoðina og þá eru margir tilbúnir að gefa bæði peninga og hluti sem nýtast. „Við náttúrulega erum á fullu núna bara að taka á móti og gefa eins og jólafatnað fyrir börn og fullorðna og þannig að við þiggjum það alltaf og eins jólagjafir. Það kemur sér vel og auðvitað alltaf útifatnaður á börn. Það er eitthvað sem þarf alltaf,“ Sædís. Hjálparstarf Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Röð var út úr dyrum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þegar byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð. Erlendum ríkisborgurum, sem eru nýlega komnir til landsins, hefur fjölgað ört í hópi þeirra sem sækja um. Líkt og fyrri ár aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar efnalitlar fjölskyldur við að halda jólin hátíðleg. Fólk fær meðal annars inneignarkort fyrir matvörum, jólaföt og jólagjafir. Byrjað var að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð í gær og er hægt að sækja um út morgundaginn.Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.Þegar hefur fjöldi umsókna borist. Í gær og í dag mættu margir til að sækja um og um tíma náði röðin út á götu. „Það er sem sagt fjölgun í þessum innflytjendahópi, í hópi flóttafólks, og það eru fjölskyldur fyrst og fremst. Af því við erum líka fyrst og fremst að aðstoða fjölskyldur. Þetta er hópur náttúrulega sem kemur með oft litla menntun, litla getu bæði í íslensku og ensku og er á einmitt annað hvort lágmarkslaunum og eða lágmarksframfærslu og er að borga mjög háa leigu á almennum markaði. Þá bara ná endar ekki saman,“ segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Í fyrra fengu um þrjú þúsund og fjögur hundruð manns aðstoð fyrir jólin. Þeir sem sækja um þurfa að skila inn göngum sem sýna tekjur og útgjöld frá síðustu mánaðarmótum. Margir sjálfboðaliðar taka þátt í undirbúa jólaastoðina og þá eru margir tilbúnir að gefa bæði peninga og hluti sem nýtast. „Við náttúrulega erum á fullu núna bara að taka á móti og gefa eins og jólafatnað fyrir börn og fullorðna og þannig að við þiggjum það alltaf og eins jólagjafir. Það kemur sér vel og auðvitað alltaf útifatnaður á börn. Það er eitthvað sem þarf alltaf,“ Sædís.
Hjálparstarf Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira