Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2019 16:15 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja segir að fyrirtækið hafi „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar Stefánssonar, uppljóstrara og fyrrverandi stjórnanda fyrirtækisins í Namibíu, frá árunum 2014-12016. Á þessum tímapunkti muni fyrirtækið þó hvorki tjá sig um efnisinnihald þeirra né hvort það hafi látið skoða póstana. Þetta kemur fram í svari Björgólfs við fyrirspurn fréttastofu vegna yfirlýsingar Samherja frá því fyrr í dag, þar sem fyrirtækið sakar Jóhannes um að „handvelja“ þá tölvupósta sem hann afhenti WikiLeaks. Jóhannes hætti störfum hjá Samherja í desember árið 2016. Samherja og Jóhannesi ber ekki saman um hvernig starfslokin bar að; Jóhannes kveðst hafa sagt upp en Samherji hefur haldið því fram að fyrirtækið hafi sagt honum upp fyrir að misfara með fé og hegða sér með óforsvaranlegum hætti. Eftir starfslokin ákvað Jóhannes að láta WikiLeaks fá þrjátíu þúsund gögn, sem varpa ljósi á það hvernig Samherji eigi að hafa beitt sér með ólöglegum og ólögmætum hætti til að sölsa undir sig gjöful fiskimið undan ströndum Namibíu.Hljóti að vekja upp spurningar Í yfirlýsingu sem Samherji sendi frá sér í dag er Jóhannes sakaður um að „handvelja“ þá tölvupósta sem hann afhenti WikiLeaks. Samherji hafi undanfarið látið kanna gögn WikiLeaks, sem aðallega eru tölvupóstar úr pósthólfi Jóhannesar. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að Jóhannes hafi haft að minnsta kosti 44.028 tölvupósta í pósthólfi sínu á árunum 2014 til 2016. Jóhannes hafi hins vegar aðeins afhent WikiLeaks 18.497 tölvupósta frá þessu tímabili. Þannig virðist sem Jóhannes hafi ekki afhent WikiLeaks neina tölvupósta frá árinu 2015, að undanskildum nokkrum tölvupóstum í janúar.Jóhannes Stefánsson leysti fyrst frá skjóðunni opinberlega í þættinum Kveiki í byrjun nóvember.Mynd/RÚVÞetta segir Samherji að hljóti að vekja upp spurningar. „Hvert var efni þeirra pósta sem ekki voru birtir? Hvers vegna voru þau tímabil sem um ræðir valin en ekki allt tímabilið? Er ósamræmi í þeim gögnum sem var sleppt og þeim sem hingað til hefur verið fjallað um?“ segir í yfirlýsingu Samherja. „Sú staðreynd að 58% af tölvupóstunum voru aldrei birt hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem telja að frásögn Jóhannesar Stefánssonar sé rétt og sannleikanum samkvæm. Þeir fjölmiðlar sem fjallað hafa um málið þurfa líka að velta fyrir sér hvort þeir hafi aðeins séð þau gögn sem styðja frásögn heimildarmannsins en ekki heildarmyndina.“ Ekki kemur fram í yfirlýsingunni hvort fyrirtækið hafi sjálft aðgang að póstum Jóhannesar á tímabilinu sem hér um ræðir. Ekki er heldur skýrt hvort fyrirtækið telji að eitthvað í tölvupóstum Jóhannesar frá 2015 kunni að skipta máli fyrir áðurnefnda „heildarmynd“.Tjá sig ekki um það hvort póstarnir hafi verið skoðaðir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að Samherji hafi „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar, enda séu þeir vistaðir á póstþjónum fyrirtækisins. „Þegar við sáum að Jóhannes hafði afhent Wikileaks tölvupósta frá umræddu tímabili létum við gera samanburð á þeim póstum sem eru inni á Wikileaks og þeim póstum sem eru inni á póstþjónum Samherja. Við getum séð magnið óháð því hvort póstarnir sjálfir séu opnaðir og lesnir.” Inntur eftir því hvort eitthvað sérstakt sé að finna í tölvupóstunum, sem félagið telji eða viti að gæti skipt máli í tengslum við málið segir Björgólfur að fyrirtækið tjái sig ekki um innihald þeirra að svo stöddu. Þá ítrekar hann það sem fram kemur í yfirlýsingunni frá því í dag. „Á þessum tímapunkti ætlum við ekki að tjá okkur um efnisinnihaldið eða hvort við höfum látið skoða þessa tölvupósta. En þetta er svona það sem við vildum varpa fram til umhugsunar fyrir þá sem fjallað hafa um málið. Hvers vegna er öllu þessu magni af tölvupóstum sleppt? Ef markmiðið er að segja satt og rétt frá atburðum, hvers vegna er 58% af tölvupóstunum sleppt? Að öðru leyti vísum við til þeirra atriða sem komu fram í tilkynningu á vef félagsins fyrr í dag.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Jóhannesi Stefánssyni í dag eða síðustu vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks hafði lítið að segja um tilkynningu Samherja þegar Vísir náði tali af honum í dag en benti blaðamanni á að spyrja Samherja „hvað í ósköpunum þeir væru að dylgja um“.Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji segir upp öllum skipverjum á stærsta línuveiðiskipinu Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. 3. desember 2019 10:27 Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri Samherja segir að fyrirtækið hafi „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar Stefánssonar, uppljóstrara og fyrrverandi stjórnanda fyrirtækisins í Namibíu, frá árunum 2014-12016. Á þessum tímapunkti muni fyrirtækið þó hvorki tjá sig um efnisinnihald þeirra né hvort það hafi látið skoða póstana. Þetta kemur fram í svari Björgólfs við fyrirspurn fréttastofu vegna yfirlýsingar Samherja frá því fyrr í dag, þar sem fyrirtækið sakar Jóhannes um að „handvelja“ þá tölvupósta sem hann afhenti WikiLeaks. Jóhannes hætti störfum hjá Samherja í desember árið 2016. Samherja og Jóhannesi ber ekki saman um hvernig starfslokin bar að; Jóhannes kveðst hafa sagt upp en Samherji hefur haldið því fram að fyrirtækið hafi sagt honum upp fyrir að misfara með fé og hegða sér með óforsvaranlegum hætti. Eftir starfslokin ákvað Jóhannes að láta WikiLeaks fá þrjátíu þúsund gögn, sem varpa ljósi á það hvernig Samherji eigi að hafa beitt sér með ólöglegum og ólögmætum hætti til að sölsa undir sig gjöful fiskimið undan ströndum Namibíu.Hljóti að vekja upp spurningar Í yfirlýsingu sem Samherji sendi frá sér í dag er Jóhannes sakaður um að „handvelja“ þá tölvupósta sem hann afhenti WikiLeaks. Samherji hafi undanfarið látið kanna gögn WikiLeaks, sem aðallega eru tölvupóstar úr pósthólfi Jóhannesar. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að Jóhannes hafi haft að minnsta kosti 44.028 tölvupósta í pósthólfi sínu á árunum 2014 til 2016. Jóhannes hafi hins vegar aðeins afhent WikiLeaks 18.497 tölvupósta frá þessu tímabili. Þannig virðist sem Jóhannes hafi ekki afhent WikiLeaks neina tölvupósta frá árinu 2015, að undanskildum nokkrum tölvupóstum í janúar.Jóhannes Stefánsson leysti fyrst frá skjóðunni opinberlega í þættinum Kveiki í byrjun nóvember.Mynd/RÚVÞetta segir Samherji að hljóti að vekja upp spurningar. „Hvert var efni þeirra pósta sem ekki voru birtir? Hvers vegna voru þau tímabil sem um ræðir valin en ekki allt tímabilið? Er ósamræmi í þeim gögnum sem var sleppt og þeim sem hingað til hefur verið fjallað um?“ segir í yfirlýsingu Samherja. „Sú staðreynd að 58% af tölvupóstunum voru aldrei birt hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem telja að frásögn Jóhannesar Stefánssonar sé rétt og sannleikanum samkvæm. Þeir fjölmiðlar sem fjallað hafa um málið þurfa líka að velta fyrir sér hvort þeir hafi aðeins séð þau gögn sem styðja frásögn heimildarmannsins en ekki heildarmyndina.“ Ekki kemur fram í yfirlýsingunni hvort fyrirtækið hafi sjálft aðgang að póstum Jóhannesar á tímabilinu sem hér um ræðir. Ekki er heldur skýrt hvort fyrirtækið telji að eitthvað í tölvupóstum Jóhannesar frá 2015 kunni að skipta máli fyrir áðurnefnda „heildarmynd“.Tjá sig ekki um það hvort póstarnir hafi verið skoðaðir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að Samherji hafi „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar, enda séu þeir vistaðir á póstþjónum fyrirtækisins. „Þegar við sáum að Jóhannes hafði afhent Wikileaks tölvupósta frá umræddu tímabili létum við gera samanburð á þeim póstum sem eru inni á Wikileaks og þeim póstum sem eru inni á póstþjónum Samherja. Við getum séð magnið óháð því hvort póstarnir sjálfir séu opnaðir og lesnir.” Inntur eftir því hvort eitthvað sérstakt sé að finna í tölvupóstunum, sem félagið telji eða viti að gæti skipt máli í tengslum við málið segir Björgólfur að fyrirtækið tjái sig ekki um innihald þeirra að svo stöddu. Þá ítrekar hann það sem fram kemur í yfirlýsingunni frá því í dag. „Á þessum tímapunkti ætlum við ekki að tjá okkur um efnisinnihaldið eða hvort við höfum látið skoða þessa tölvupósta. En þetta er svona það sem við vildum varpa fram til umhugsunar fyrir þá sem fjallað hafa um málið. Hvers vegna er öllu þessu magni af tölvupóstum sleppt? Ef markmiðið er að segja satt og rétt frá atburðum, hvers vegna er 58% af tölvupóstunum sleppt? Að öðru leyti vísum við til þeirra atriða sem komu fram í tilkynningu á vef félagsins fyrr í dag.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Jóhannesi Stefánssyni í dag eða síðustu vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks hafði lítið að segja um tilkynningu Samherja þegar Vísir náði tali af honum í dag en benti blaðamanni á að spyrja Samherja „hvað í ósköpunum þeir væru að dylgja um“.Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji segir upp öllum skipverjum á stærsta línuveiðiskipinu Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. 3. desember 2019 10:27 Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Samherji segir upp öllum skipverjum á stærsta línuveiðiskipinu Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. 3. desember 2019 10:27
Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45
Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu