Landsvirkjun stefnir á kolefnishlutleysi árið 2025 Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2019 12:15 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. vísir/vilhelm Forstjóri Landsvirkjunar segir mikilvægt að fyrirtæki landsins komi kröftuglega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landsvirkjun kynnir í dag áætlun um kolefnisjöfnun á árinu 2025. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið nálgast þetta markmið á breiðum grunni og á sem flestum sviðum í rekstri fyrirtækisins. „En stærsti hlutinn tengist því að við ætlum að hreinsa útblástur frá Kröflustöð. Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á okkar losun,“ segir Hörður. Landsvirkjun búi að því að hafa gert miklar rannsóknir í vel á annan áratug. „Ef við skoðum frá árinu 2005 sem er viðmiðunardagsetning parísarsáttmálans þá vorum við að losa um 45 þúsund tonn. Við erum núna komin niður í rúm 20 þúsund tonn og stefnum síðan að því að fara niður í núllið árið 2025,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Aðgerðirnar séu umfangsmiklar og kosti sitt en það kosti líka að losa gróðurhúsalofttegundirnar. Landsvirkjun hafi tekið upp innra kolefnisverð og meti kostnaðinn við hvert tonn í losun á 30 dollara. „Þetta er lóð á vogarskálarnar og vonandi líka gott fordæmi fyrir hvað önnur fyrirtæki þurfa að gera. Það er ljóst að Ísland nær ekki þessum árangri sem við þurfum að ná nema fyrirtækin komi mjög öflug inn í þessa vegferð,“ segir Hörður. Tæknin sem Landsvirkjun ætli að nota við að binda kolefni frá Kröfluvirkjun sé ekki ólík því sem Orkuveitan hafi gert á Hellisheiði. „En þetta eru öðruvísi aðstæður hjá okkur. En þetta verður svo vonandi útflutningsvara sem verkfræðistofur og aðrir geta nýtt í öðrum löndum,“ segir Hörður Arnarson. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir mikilvægt að fyrirtæki landsins komi kröftuglega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landsvirkjun kynnir í dag áætlun um kolefnisjöfnun á árinu 2025. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið nálgast þetta markmið á breiðum grunni og á sem flestum sviðum í rekstri fyrirtækisins. „En stærsti hlutinn tengist því að við ætlum að hreinsa útblástur frá Kröflustöð. Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á okkar losun,“ segir Hörður. Landsvirkjun búi að því að hafa gert miklar rannsóknir í vel á annan áratug. „Ef við skoðum frá árinu 2005 sem er viðmiðunardagsetning parísarsáttmálans þá vorum við að losa um 45 þúsund tonn. Við erum núna komin niður í rúm 20 þúsund tonn og stefnum síðan að því að fara niður í núllið árið 2025,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Aðgerðirnar séu umfangsmiklar og kosti sitt en það kosti líka að losa gróðurhúsalofttegundirnar. Landsvirkjun hafi tekið upp innra kolefnisverð og meti kostnaðinn við hvert tonn í losun á 30 dollara. „Þetta er lóð á vogarskálarnar og vonandi líka gott fordæmi fyrir hvað önnur fyrirtæki þurfa að gera. Það er ljóst að Ísland nær ekki þessum árangri sem við þurfum að ná nema fyrirtækin komi mjög öflug inn í þessa vegferð,“ segir Hörður. Tæknin sem Landsvirkjun ætli að nota við að binda kolefni frá Kröfluvirkjun sé ekki ólík því sem Orkuveitan hafi gert á Hellisheiði. „En þetta eru öðruvísi aðstæður hjá okkur. En þetta verður svo vonandi útflutningsvara sem verkfræðistofur og aðrir geta nýtt í öðrum löndum,“ segir Hörður Arnarson.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira