Kátt í höllinni þegar Katrín hitti Elísabetu, Karl og Melaniu Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 11:00 Katrín heilsar hér drottningunni en við hlið Elísabetar stendur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Það má segja að kátt hafi verið í höllinni í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti til móttöku í Buckingham-höll í gær ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO). Leiðtogafundur NATO hófst í gær í London og heldur áfram í dag. Myndavélarnar fylgdust vel með móttökunni í höllinni þar sem Katrín ræddi meðal annars við Elísabetu II og Karl prins af Wales þegar þau tóku á móti henni. Þá var Katrín í hópi kvenleiðtoga sem spjölluðu við drottninguna þegar inn í móttökusalinn var komið. Með henni í hópnum voru meðal annars Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd af Katrínu í Buckingham-höll í gær. Fyrst sést hún mæta í höllina og ganga rauða dregilinn sem lagður var fyrir leiðtogana. Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins taka á móti Katrínu. Á myndbandinu sést Katrín spjalla í góða stund við þau mæðgin en ekki heyrist vel hvað þeim fer á milli. Þó virðist sem Karl rifji upp veiðiferð til Íslands en hann hefur rennt fyrir laxi hér, meðal annars í Hofsá í Vopnafirði. Katrín spjallar við Elísabetu ásamt öðrum kvenleiðtogum. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, spyr drottninguna hversu margir forsætisráðherrar hafi verið í Bretlandi í valdatíð hennar og svarar Elísabet því til að þeir hafi verið þrettán. Katrín svarar þá létt í bragði að forsætisráðherrar komi og fari. Þess má geta að forsætisráðherrarnir hafa verið alls fjórtán frá því að Elísabet varð drottning árið 1952 en þá var Winston Churchill búinn að vera forsætisráðherra í fjóra mánuði. Sjálf hefur hún því alls veitt þrettán umboð til að mynda ríkisstjórn, þar af einum tvisvar, Howard Wilson. Annað af Katrínu ásamt kvenleiðtogunum að ræða við drottninguna. Það er ekki með hljóði. Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45 Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Það má segja að kátt hafi verið í höllinni í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti til móttöku í Buckingham-höll í gær ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO). Leiðtogafundur NATO hófst í gær í London og heldur áfram í dag. Myndavélarnar fylgdust vel með móttökunni í höllinni þar sem Katrín ræddi meðal annars við Elísabetu II og Karl prins af Wales þegar þau tóku á móti henni. Þá var Katrín í hópi kvenleiðtoga sem spjölluðu við drottninguna þegar inn í móttökusalinn var komið. Með henni í hópnum voru meðal annars Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd af Katrínu í Buckingham-höll í gær. Fyrst sést hún mæta í höllina og ganga rauða dregilinn sem lagður var fyrir leiðtogana. Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins taka á móti Katrínu. Á myndbandinu sést Katrín spjalla í góða stund við þau mæðgin en ekki heyrist vel hvað þeim fer á milli. Þó virðist sem Karl rifji upp veiðiferð til Íslands en hann hefur rennt fyrir laxi hér, meðal annars í Hofsá í Vopnafirði. Katrín spjallar við Elísabetu ásamt öðrum kvenleiðtogum. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, spyr drottninguna hversu margir forsætisráðherrar hafi verið í Bretlandi í valdatíð hennar og svarar Elísabet því til að þeir hafi verið þrettán. Katrín svarar þá létt í bragði að forsætisráðherrar komi og fari. Þess má geta að forsætisráðherrarnir hafa verið alls fjórtán frá því að Elísabet varð drottning árið 1952 en þá var Winston Churchill búinn að vera forsætisráðherra í fjóra mánuði. Sjálf hefur hún því alls veitt þrettán umboð til að mynda ríkisstjórn, þar af einum tvisvar, Howard Wilson. Annað af Katrínu ásamt kvenleiðtogunum að ræða við drottninguna. Það er ekki með hljóði.
Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45 Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45
Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03
Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00