Tabú, Einhverfusamtökin og „Fegurð í mannlegri sambúð“ fengu Múrbrjótinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:00 Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu. vísir/sigurjón Landssamtökin Þroskahjálp veittu í gær viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Múrbrjóturinn eru veittur þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti verðlaunin en í ár hlutu þrjú verkefni viðurkenninguna, það eru Tabú – femínísk fötlunarhreyfing, Einhverfusamtökin og þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð.“ Svo segir um þessi þrjú verkefni í tilkynningu vegna verðlaunanna:Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.Í Hæstarétti klæddist hópur kvenna úr Tabú áberandi, bleikum bolum sem á stóð „Ég er fötluð mamma“ og sýndu þannig stuðning bæði í dómssal og með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.Með þessari aðferð og hvatningu vöktu þær með mjög kröftugum hætti athygli á því hve stór og fjölbreyttur hópur fatlaðra mæðra er, en of oft hefur umræðan verið lituð af fordómumum um að fatlað fólk geti ekki og eigi ekki að sinna foreldrahlutverkinu.Staðreyndin er hins vegar sú að margt fatlað fólk er foreldrar og sinnir hlutverki sínu af stakri prýði.Einhverfusamtökin voru á meðal þeirra sem hlutu Múrbrjótinn í ár.Einhverfusamtökin hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna.Myndin var unnin í samstarfi við kvikmyndargerðarmennina Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Kristján Kristjánsson og varpar ljósi á líf og reynslu einhverfa kvenna.Konurnar sautján sem fram koma í myndinni sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja sögur sínar og fer myndin með þetta viðkvæma efni af mikilli virðingu. Með framtakinu hafa augu margra opnast fyrir þeirri stöðu sem einhverfar stúlkur og konur eru í, og verður það vonandi til þess að auka skilning og bæta þjónustu við hópinn.Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.vísir/sigurjónÞá hlutu þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.Verkið var unnið í náinni samvinnu við flytjendur þess, sem allir eru ungt fatlað fólk. Í verkinu fóru ungmennin sem leiðsögumenn um Reykjavík og fylgdu áhorfendum um staði sem þeim eru kærir og var ætlunin að skoða borgina með augum annarra, skoða hvað fólk á sameiginlegt og um leið hvernig við upplifum hluti og staði ólíkt.Með verkinu gefa höfundar fötluðum ungmennum rödd og vettvang til þess að lýsa upplifun sinni af umhverfi sínu, deila reynslu sinni, minningum og draumum. Fatlað fólk er hluti af fjölbreytileika samfélagsins, en hópurinn fær ekki nógu oft tækifæri til þess að sýna sig og reynsluheim sinn í jákvæðu ljósi. Félagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp veittu í gær viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Múrbrjóturinn eru veittur þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti verðlaunin en í ár hlutu þrjú verkefni viðurkenninguna, það eru Tabú – femínísk fötlunarhreyfing, Einhverfusamtökin og þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð.“ Svo segir um þessi þrjú verkefni í tilkynningu vegna verðlaunanna:Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.Í Hæstarétti klæddist hópur kvenna úr Tabú áberandi, bleikum bolum sem á stóð „Ég er fötluð mamma“ og sýndu þannig stuðning bæði í dómssal og með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.Með þessari aðferð og hvatningu vöktu þær með mjög kröftugum hætti athygli á því hve stór og fjölbreyttur hópur fatlaðra mæðra er, en of oft hefur umræðan verið lituð af fordómumum um að fatlað fólk geti ekki og eigi ekki að sinna foreldrahlutverkinu.Staðreyndin er hins vegar sú að margt fatlað fólk er foreldrar og sinnir hlutverki sínu af stakri prýði.Einhverfusamtökin voru á meðal þeirra sem hlutu Múrbrjótinn í ár.Einhverfusamtökin hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna.Myndin var unnin í samstarfi við kvikmyndargerðarmennina Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Kristján Kristjánsson og varpar ljósi á líf og reynslu einhverfa kvenna.Konurnar sautján sem fram koma í myndinni sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja sögur sínar og fer myndin með þetta viðkvæma efni af mikilli virðingu. Með framtakinu hafa augu margra opnast fyrir þeirri stöðu sem einhverfar stúlkur og konur eru í, og verður það vonandi til þess að auka skilning og bæta þjónustu við hópinn.Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.vísir/sigurjónÞá hlutu þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.Verkið var unnið í náinni samvinnu við flytjendur þess, sem allir eru ungt fatlað fólk. Í verkinu fóru ungmennin sem leiðsögumenn um Reykjavík og fylgdu áhorfendum um staði sem þeim eru kærir og var ætlunin að skoða borgina með augum annarra, skoða hvað fólk á sameiginlegt og um leið hvernig við upplifum hluti og staði ólíkt.Með verkinu gefa höfundar fötluðum ungmennum rödd og vettvang til þess að lýsa upplifun sinni af umhverfi sínu, deila reynslu sinni, minningum og draumum. Fatlað fólk er hluti af fjölbreytileika samfélagsins, en hópurinn fær ekki nógu oft tækifæri til þess að sýna sig og reynsluheim sinn í jákvæðu ljósi.
Félagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira