Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2019 19:15 Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót og hægt verður að leita til hans næstu fimmtán mánuði þar á eftir en að þeim loknum fer hann á biðlaun í sex mánuði. Í bréfi sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri sendi starfsfólki embættisins í dag segir hann að eðli málsins samkvæmt gusti um þann sem gegni þessu starfi og hann hafi ekki farið varhluta af því. Nýleg gagnrýni hans á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hafi ekki verið öllum að skapi.Sjá einnig: Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Sjálfur telji hann eðlilegt að í fámennu samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. En hann stígi sáttur frá borði eftir 22 ár í embættinu.Bréf fráfarandi ríkislögreglustjóra til starfsmanna.Grafík/Stöð 2Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að sameina ekki embætti að þessu sinni eins og var ein af þeim hugmyndum sem hún var að skoða.Var lykillinn að málinu að ríkislögreglustjóri lætur af störfum?„Hann ákvað það og ég er sammála því mati hans að það sé rétt að hann stígi til hliðar núna og láti öðrum eftir embætti ríkislögreglustjóra,” segir Áslaug Arna. Hún greindi frá því í dag að stofnað verði lögregluráð sem í eigi sæti allir lögreglustjórar landsins undir formennsku ríkislögreglustjóra.Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra um áramótin en það verður auglýst laust til umsóknar bráðlega. Kjartan segist ekki ætla að sækja um embættið og hann reikni ekki með að hann taki stefnumótandi ákvarðanir á meðan hann verður ríkislögreglustjóri. Hann muni undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra. Ráðherra segir að efla verði samráð og samvinnu allra lögreglustjóra landsins. Haraldur komi í ráðuneytið eftir áramót í sérstök verkefni í þrjá mánuði. „Að þeim loknum tekur svo við starfslokasamningur þar sem hægt er að leita til hans til ráðgjafar í ráðuneytinu í fimmtán mánuði. Síðan taka við biðlaun samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í sex mánuði,” segir Áslaug Arna. Haraldur Johannessen verður því á launum hjá ríkinu í 24 mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramótin. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót og hægt verður að leita til hans næstu fimmtán mánuði þar á eftir en að þeim loknum fer hann á biðlaun í sex mánuði. Í bréfi sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri sendi starfsfólki embættisins í dag segir hann að eðli málsins samkvæmt gusti um þann sem gegni þessu starfi og hann hafi ekki farið varhluta af því. Nýleg gagnrýni hans á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hafi ekki verið öllum að skapi.Sjá einnig: Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Sjálfur telji hann eðlilegt að í fámennu samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. En hann stígi sáttur frá borði eftir 22 ár í embættinu.Bréf fráfarandi ríkislögreglustjóra til starfsmanna.Grafík/Stöð 2Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að sameina ekki embætti að þessu sinni eins og var ein af þeim hugmyndum sem hún var að skoða.Var lykillinn að málinu að ríkislögreglustjóri lætur af störfum?„Hann ákvað það og ég er sammála því mati hans að það sé rétt að hann stígi til hliðar núna og láti öðrum eftir embætti ríkislögreglustjóra,” segir Áslaug Arna. Hún greindi frá því í dag að stofnað verði lögregluráð sem í eigi sæti allir lögreglustjórar landsins undir formennsku ríkislögreglustjóra.Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra um áramótin en það verður auglýst laust til umsóknar bráðlega. Kjartan segist ekki ætla að sækja um embættið og hann reikni ekki með að hann taki stefnumótandi ákvarðanir á meðan hann verður ríkislögreglustjóri. Hann muni undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra. Ráðherra segir að efla verði samráð og samvinnu allra lögreglustjóra landsins. Haraldur komi í ráðuneytið eftir áramót í sérstök verkefni í þrjá mánuði. „Að þeim loknum tekur svo við starfslokasamningur þar sem hægt er að leita til hans til ráðgjafar í ráðuneytinu í fimmtán mánuði. Síðan taka við biðlaun samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í sex mánuði,” segir Áslaug Arna. Haraldur Johannessen verður því á launum hjá ríkinu í 24 mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramótin.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira