Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 18:23 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. Þann 15. janúar 2022 fær Haraldur svo greitt orlof sem hann hefur unnið sér inn á því tímabili sem nefnt er hér að ofan. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Haraldar. Frá 1. janúar til 31. mars á næsta ári, tekur Haraldur að sér sérstaka ráðgjöf við dómsmálaráðherra. Sú ráðgjöf mun lúta að framtíðarskipulagi löggæslunnar og mögulegri tilfærslu verkefna á milli löggæslustofnana. Ráðherra getur þar að auki falið Haraldi önnur verkefni á tímabilinu. Frá apríl 2020 til júní 2021 verður Haraldur á launum, án fastrar og reglubundinnar viðveru. Ráðherra getur þó óskað þess að Haraldur taki að sér að vinna tiltekin verkefni. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði. Hann mun vera á fullum launum í átján mánuði en það samsvarar 31,5 milljón króna í laun. Við það bætast svo biðlaun og orlof. Haraldur hefur verið í embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Undanfarna mánuði hefur þó hitnað undir honum í embættinu.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriMannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. Þann 15. janúar 2022 fær Haraldur svo greitt orlof sem hann hefur unnið sér inn á því tímabili sem nefnt er hér að ofan. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Haraldar. Frá 1. janúar til 31. mars á næsta ári, tekur Haraldur að sér sérstaka ráðgjöf við dómsmálaráðherra. Sú ráðgjöf mun lúta að framtíðarskipulagi löggæslunnar og mögulegri tilfærslu verkefna á milli löggæslustofnana. Ráðherra getur þar að auki falið Haraldi önnur verkefni á tímabilinu. Frá apríl 2020 til júní 2021 verður Haraldur á launum, án fastrar og reglubundinnar viðveru. Ráðherra getur þó óskað þess að Haraldur taki að sér að vinna tiltekin verkefni. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði. Hann mun vera á fullum launum í átján mánuði en það samsvarar 31,5 milljón króna í laun. Við það bætast svo biðlaun og orlof. Haraldur hefur verið í embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Undanfarna mánuði hefur þó hitnað undir honum í embættinu.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriMannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01
Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59
Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30