Vill útlendinga að borðinu í Brimi Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2019 15:45 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brim og aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, vill að stjórn síðarnefnda félagsins auki möguleika útlendinga til að fjárfesta í Brimi. Útgerðarfélagið vill að beiðni þess efnis verði tekin fyrir á hluthafafundi Brims þann 12. desember næstkomandi og leggur sjálft til þrjár leiðir svo að fá megi útlendinga að borðinu - til að mynda að skrá Brim í norsku Kauphöllina. Í greinargerð með tillögu Útgerðarfélagsins, sem send var á Kauphöllina nú síðdegis, segir að í ljósi þess að Brim er sjávarútvegsfyrirtæki þá lúti það takmörkunum þegar kemur að fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þannig megi útlendingar ekki fjárfesta með beinum hætti í íslensku fyrirtæki sem stundar fiskveiðar eða vinnslu sjávarafurða.Skýringarmynd Brims.Aftur á móti sé útlendingum heimilt að eiga með óbeinum hætti eignarhlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Það geti þeir gert með því að eiga hlut í íslensku félagi - sem síðan á sjávarútvegsfyrirtæki. Hlutur útlendinga í slíku félagi má ekki vera meira en fjórðungur, eða 33 prósent eftir atvikum. Löggjafarvaldið telji skynsamlegt að heimila slíka óbeina fjárfestingu að mati Útgerðarfélagsins, sem vísar til greinargerðar með lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.„Að mati Útgerðarfélags Reykjavíkur er áhugi hjá erlendum aðilum að fjárfesta óbeint í sjávarútvegi á Íslandi. Slík viðskipti yrðu til hagsbóta fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og gætu aukið verulega getu þeirra til fjárfestinga, eflt rekstur og skapað aukin verðmæti,“ segir í greinargerð Útgerðarfélagsins og bætt við að viðskipti útlendinga með hlutabréf í félaginu yrðu eins og þegar Íslendingar versla með bréfin í Kauphöllinni: Gagnsæ. Af þessum sökum leggur útgerðarfélagið til að hluthafafundur Brims um miðjan desember feli stjórn félagsins að „kanna og eftir atvikum leggia til leiðir“ til að hleypa útlendingum að fjárfestingaborðinu. Stjórnin þurfi síðan að leggja fram tillögurnar á aðalfundi Brims á næsta ári. Útgerðarfélagið leggur sjálft til þrjár leiðir að þessu markmiði, sem stjórn Brims getur metið út frá hagkvæmni.Úr tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir hluthafafund Brims. Sjávarútvegur Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Útgerðarfélag Reykjavíkur, félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, vill að stjórn síðarnefnda félagsins auki möguleika útlendinga til að fjárfesta í Brimi. Útgerðarfélagið vill að beiðni þess efnis verði tekin fyrir á hluthafafundi Brims þann 12. desember næstkomandi og leggur sjálft til þrjár leiðir svo að fá megi útlendinga að borðinu - til að mynda að skrá Brim í norsku Kauphöllina. Í greinargerð með tillögu Útgerðarfélagsins, sem send var á Kauphöllina nú síðdegis, segir að í ljósi þess að Brim er sjávarútvegsfyrirtæki þá lúti það takmörkunum þegar kemur að fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þannig megi útlendingar ekki fjárfesta með beinum hætti í íslensku fyrirtæki sem stundar fiskveiðar eða vinnslu sjávarafurða.Skýringarmynd Brims.Aftur á móti sé útlendingum heimilt að eiga með óbeinum hætti eignarhlut í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Það geti þeir gert með því að eiga hlut í íslensku félagi - sem síðan á sjávarútvegsfyrirtæki. Hlutur útlendinga í slíku félagi má ekki vera meira en fjórðungur, eða 33 prósent eftir atvikum. Löggjafarvaldið telji skynsamlegt að heimila slíka óbeina fjárfestingu að mati Útgerðarfélagsins, sem vísar til greinargerðar með lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.„Að mati Útgerðarfélags Reykjavíkur er áhugi hjá erlendum aðilum að fjárfesta óbeint í sjávarútvegi á Íslandi. Slík viðskipti yrðu til hagsbóta fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og gætu aukið verulega getu þeirra til fjárfestinga, eflt rekstur og skapað aukin verðmæti,“ segir í greinargerð Útgerðarfélagsins og bætt við að viðskipti útlendinga með hlutabréf í félaginu yrðu eins og þegar Íslendingar versla með bréfin í Kauphöllinni: Gagnsæ. Af þessum sökum leggur útgerðarfélagið til að hluthafafundur Brims um miðjan desember feli stjórn félagsins að „kanna og eftir atvikum leggia til leiðir“ til að hleypa útlendingum að fjárfestingaborðinu. Stjórnin þurfi síðan að leggja fram tillögurnar á aðalfundi Brims á næsta ári. Útgerðarfélagið leggur sjálft til þrjár leiðir að þessu markmiði, sem stjórn Brims getur metið út frá hagkvæmni.Úr tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir hluthafafund Brims.
Sjávarútvegur Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira