Hannes sem reiður hani á Facebook-vegg Øygards Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 14:50 Hannes bombar inn hverri athugasemdinni á fætur annarrar inn á vegg norska hagfræðingsins. Hinn norski Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, gaf út bók, Í víglínu íslenskra fjármála, sem fjallar um þá upplifun að vera settur bankastjóri tímabundið með lögum sem samþykkt voru í febrúar 2009. Þetta var eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, þá forsætisráðherra, lét reka Davíð Oddsson úr bankanum sem hluta af því að taka til hér eftir hrun. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var bankaráðsmaður í Seðlabankanum um tíma og þótti ýmsum það skondið þegar Hannes tók sig svo til og skrifaði gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu, hvar téður Davíð er nú ritstjóri. Hannesi þykir lítið til bókarinnar koma og gaf henni tvær stjörnur, fyrir viðleitni. Menn hafa efast um hæfi Hannesar til að fjalla um bókina, meðal annarra Svein Harald sjálfur sem segir á Facebook-síðu sinni að það sé svipað og ef kalkúnn skrifaði gagnrýni um þakkargjörðarhátíðina.Meðal þeirra sem hafði húmor fyrir gagnrýni Hannesar er Viðar Eggertsson leikhúsmaður.Hannes er ekki maður sem lætur neinn eiga neitt inni hjá sér og hann hefur nú ritað harðorð svör á Facebooksíðu hins norska hagfræðings. Þar er hann ekki eins og kalkúnn leiddur til slátrunar heldur miklu fremur sem reiður hani og herskár í hörku hanaati. Hannes hefur nú þegar ritað fjóra pistla þar sem hann veður í Norðmanninn. „Mjög upplýsandi að Øygard skuli líkja mér og nokkrum félaga minna við kalkúna sem leiddir eru til slátrunar svo halda megi veislu. En, við neituðum að láta slátra okkur og stóðum vörð um rétt okkar til að svara gagnrýni. Það sem ég hef einkum við bók Øygard að athuga er að hann les allt of mikið í fund sem haldinn var í ráðherrabústaðnum í mars 2006: Ég hef talað við alla sem viðstaddir voru og þeir hafna allir útgáfu Øygards.“ Þarna er Hannes rétt að hita upp en áhugamenn um ritdeilur gagnrýnandans Hannesar og Øygards höfundar bókarinnar um bankahrunið ættu ekki að láta þessar ritdeilur fram hjá sér fara. Øygard hefur reyndar ekki svarað Hannesi þrátt fyrir fjölmargar athugasemdir Hannesar en það hlýtur að koma að því. Bókmenntir Samfélagsmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Hinn norski Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, gaf út bók, Í víglínu íslenskra fjármála, sem fjallar um þá upplifun að vera settur bankastjóri tímabundið með lögum sem samþykkt voru í febrúar 2009. Þetta var eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, þá forsætisráðherra, lét reka Davíð Oddsson úr bankanum sem hluta af því að taka til hér eftir hrun. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var bankaráðsmaður í Seðlabankanum um tíma og þótti ýmsum það skondið þegar Hannes tók sig svo til og skrifaði gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu, hvar téður Davíð er nú ritstjóri. Hannesi þykir lítið til bókarinnar koma og gaf henni tvær stjörnur, fyrir viðleitni. Menn hafa efast um hæfi Hannesar til að fjalla um bókina, meðal annarra Svein Harald sjálfur sem segir á Facebook-síðu sinni að það sé svipað og ef kalkúnn skrifaði gagnrýni um þakkargjörðarhátíðina.Meðal þeirra sem hafði húmor fyrir gagnrýni Hannesar er Viðar Eggertsson leikhúsmaður.Hannes er ekki maður sem lætur neinn eiga neitt inni hjá sér og hann hefur nú ritað harðorð svör á Facebooksíðu hins norska hagfræðings. Þar er hann ekki eins og kalkúnn leiddur til slátrunar heldur miklu fremur sem reiður hani og herskár í hörku hanaati. Hannes hefur nú þegar ritað fjóra pistla þar sem hann veður í Norðmanninn. „Mjög upplýsandi að Øygard skuli líkja mér og nokkrum félaga minna við kalkúna sem leiddir eru til slátrunar svo halda megi veislu. En, við neituðum að láta slátra okkur og stóðum vörð um rétt okkar til að svara gagnrýni. Það sem ég hef einkum við bók Øygard að athuga er að hann les allt of mikið í fund sem haldinn var í ráðherrabústaðnum í mars 2006: Ég hef talað við alla sem viðstaddir voru og þeir hafna allir útgáfu Øygards.“ Þarna er Hannes rétt að hita upp en áhugamenn um ritdeilur gagnrýnandans Hannesar og Øygards höfundar bókarinnar um bankahrunið ættu ekki að láta þessar ritdeilur fram hjá sér fara. Øygard hefur reyndar ekki svarað Hannesi þrátt fyrir fjölmargar athugasemdir Hannesar en það hlýtur að koma að því.
Bókmenntir Samfélagsmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira