Hannes sem reiður hani á Facebook-vegg Øygards Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 14:50 Hannes bombar inn hverri athugasemdinni á fætur annarrar inn á vegg norska hagfræðingsins. Hinn norski Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, gaf út bók, Í víglínu íslenskra fjármála, sem fjallar um þá upplifun að vera settur bankastjóri tímabundið með lögum sem samþykkt voru í febrúar 2009. Þetta var eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, þá forsætisráðherra, lét reka Davíð Oddsson úr bankanum sem hluta af því að taka til hér eftir hrun. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var bankaráðsmaður í Seðlabankanum um tíma og þótti ýmsum það skondið þegar Hannes tók sig svo til og skrifaði gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu, hvar téður Davíð er nú ritstjóri. Hannesi þykir lítið til bókarinnar koma og gaf henni tvær stjörnur, fyrir viðleitni. Menn hafa efast um hæfi Hannesar til að fjalla um bókina, meðal annarra Svein Harald sjálfur sem segir á Facebook-síðu sinni að það sé svipað og ef kalkúnn skrifaði gagnrýni um þakkargjörðarhátíðina.Meðal þeirra sem hafði húmor fyrir gagnrýni Hannesar er Viðar Eggertsson leikhúsmaður.Hannes er ekki maður sem lætur neinn eiga neitt inni hjá sér og hann hefur nú ritað harðorð svör á Facebooksíðu hins norska hagfræðings. Þar er hann ekki eins og kalkúnn leiddur til slátrunar heldur miklu fremur sem reiður hani og herskár í hörku hanaati. Hannes hefur nú þegar ritað fjóra pistla þar sem hann veður í Norðmanninn. „Mjög upplýsandi að Øygard skuli líkja mér og nokkrum félaga minna við kalkúna sem leiddir eru til slátrunar svo halda megi veislu. En, við neituðum að láta slátra okkur og stóðum vörð um rétt okkar til að svara gagnrýni. Það sem ég hef einkum við bók Øygard að athuga er að hann les allt of mikið í fund sem haldinn var í ráðherrabústaðnum í mars 2006: Ég hef talað við alla sem viðstaddir voru og þeir hafna allir útgáfu Øygards.“ Þarna er Hannes rétt að hita upp en áhugamenn um ritdeilur gagnrýnandans Hannesar og Øygards höfundar bókarinnar um bankahrunið ættu ekki að láta þessar ritdeilur fram hjá sér fara. Øygard hefur reyndar ekki svarað Hannesi þrátt fyrir fjölmargar athugasemdir Hannesar en það hlýtur að koma að því. Bókmenntir Samfélagsmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hinn norski Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, gaf út bók, Í víglínu íslenskra fjármála, sem fjallar um þá upplifun að vera settur bankastjóri tímabundið með lögum sem samþykkt voru í febrúar 2009. Þetta var eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, þá forsætisráðherra, lét reka Davíð Oddsson úr bankanum sem hluta af því að taka til hér eftir hrun. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var bankaráðsmaður í Seðlabankanum um tíma og þótti ýmsum það skondið þegar Hannes tók sig svo til og skrifaði gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu, hvar téður Davíð er nú ritstjóri. Hannesi þykir lítið til bókarinnar koma og gaf henni tvær stjörnur, fyrir viðleitni. Menn hafa efast um hæfi Hannesar til að fjalla um bókina, meðal annarra Svein Harald sjálfur sem segir á Facebook-síðu sinni að það sé svipað og ef kalkúnn skrifaði gagnrýni um þakkargjörðarhátíðina.Meðal þeirra sem hafði húmor fyrir gagnrýni Hannesar er Viðar Eggertsson leikhúsmaður.Hannes er ekki maður sem lætur neinn eiga neitt inni hjá sér og hann hefur nú ritað harðorð svör á Facebooksíðu hins norska hagfræðings. Þar er hann ekki eins og kalkúnn leiddur til slátrunar heldur miklu fremur sem reiður hani og herskár í hörku hanaati. Hannes hefur nú þegar ritað fjóra pistla þar sem hann veður í Norðmanninn. „Mjög upplýsandi að Øygard skuli líkja mér og nokkrum félaga minna við kalkúna sem leiddir eru til slátrunar svo halda megi veislu. En, við neituðum að láta slátra okkur og stóðum vörð um rétt okkar til að svara gagnrýni. Það sem ég hef einkum við bók Øygard að athuga er að hann les allt of mikið í fund sem haldinn var í ráðherrabústaðnum í mars 2006: Ég hef talað við alla sem viðstaddir voru og þeir hafna allir útgáfu Øygards.“ Þarna er Hannes rétt að hita upp en áhugamenn um ritdeilur gagnrýnandans Hannesar og Øygards höfundar bókarinnar um bankahrunið ættu ekki að láta þessar ritdeilur fram hjá sér fara. Øygard hefur reyndar ekki svarað Hannesi þrátt fyrir fjölmargar athugasemdir Hannesar en það hlýtur að koma að því.
Bókmenntir Samfélagsmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira