Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 13:19 Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóra á Suðurlandi tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur því við af Haraldi Johannessen sem tillkynnti afsögn sína í dag og hverfur frá störfum um áramótin. Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. Þetta kom fram á blaðamannafundi dómsmálaráðherra um lögreglumál sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegi. Áslaug sagði á fundinum að þau Haraldur hefðu verið sammála um að hleypa nýju starfsfólki að hjá embættinu. Hún hefði samþykkt afsögn hans. Þá tók hún sérstaklega fram að starfslok Haraldar væru gerð í góðri sátt. Fyrst um sinn mun i Haraldur sinna verkefnum í ráðuneytinu en hann hefur lýst yfir áhuga á því að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála. Áslaug þakkaði Haraldi fyrir áralöng störf í þágu lögreglu. Þá tilkynnti Áslaug að hún hefði skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi í embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki sækja um stöðuna. Nýju lögregluráði komið á fót Áslaug kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar á lögreglumálum í landinu á fundinum. Hún taldi ekki tímabært að svo stöddu að sameina lögregluembætti. Áður hefur komið fram að til standi meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Einhver bið verður á því. Þá boðaði Áslaug stofnun nýs lögregluráðs, þar sem eiga sæti allir lögreglustjórar á landinu auk ríkislögreglustjóra. Nánari samvinna á landsvísu geri lögreglunni til dæmis betur kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Sterkt lögregluráð leiði til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla. Þannig verði lögreglan í vaxandi mæli rekin sem ein heild. Ráðið mun funda mánaðarlega og ríkislögreglustjóra ber að hafa samráð við lögregluráð um allar veigamiklar ákvarðanir. Ráðið tekur til starfa 1. janúar 2020.Upptöku af blaðamannafundi ráðherra í Ráðherrabústaðnum má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mikið hefur mætt á Áslaugu Örnu síðan hún tók við embætti dómsmálaráðherra í september, einkum vegna ólgu innan lögreglunnar. Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Þá lýstu átta af níu lögreglustjórum á landinu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra 2020 Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóra á Suðurlandi tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur því við af Haraldi Johannessen sem tillkynnti afsögn sína í dag og hverfur frá störfum um áramótin. Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. Þetta kom fram á blaðamannafundi dómsmálaráðherra um lögreglumál sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegi. Áslaug sagði á fundinum að þau Haraldur hefðu verið sammála um að hleypa nýju starfsfólki að hjá embættinu. Hún hefði samþykkt afsögn hans. Þá tók hún sérstaklega fram að starfslok Haraldar væru gerð í góðri sátt. Fyrst um sinn mun i Haraldur sinna verkefnum í ráðuneytinu en hann hefur lýst yfir áhuga á því að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála. Áslaug þakkaði Haraldi fyrir áralöng störf í þágu lögreglu. Þá tilkynnti Áslaug að hún hefði skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi í embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki sækja um stöðuna. Nýju lögregluráði komið á fót Áslaug kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar á lögreglumálum í landinu á fundinum. Hún taldi ekki tímabært að svo stöddu að sameina lögregluembætti. Áður hefur komið fram að til standi meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Einhver bið verður á því. Þá boðaði Áslaug stofnun nýs lögregluráðs, þar sem eiga sæti allir lögreglustjórar á landinu auk ríkislögreglustjóra. Nánari samvinna á landsvísu geri lögreglunni til dæmis betur kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Sterkt lögregluráð leiði til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla. Þannig verði lögreglan í vaxandi mæli rekin sem ein heild. Ráðið mun funda mánaðarlega og ríkislögreglustjóra ber að hafa samráð við lögregluráð um allar veigamiklar ákvarðanir. Ráðið tekur til starfa 1. janúar 2020.Upptöku af blaðamannafundi ráðherra í Ráðherrabústaðnum má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mikið hefur mætt á Áslaugu Örnu síðan hún tók við embætti dómsmálaráðherra í september, einkum vegna ólgu innan lögreglunnar. Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Þá lýstu átta af níu lögreglustjórum á landinu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra 2020 Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira