Fullnægingarleikþáttur Trumps var kornið sem fyllti mælinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 08:12 Lisa Page mætir hér á fund þingnefndar vegna skilaboðanna í júlí árið 2018. Vísir/getty Fyrrverandi starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á sunnudag um ófrægingarherferð Bandaríkjaforseta gegn henni, sem náði hápunkti með „fullnægingarleikþætti“ í október síðastliðnum. Forsetinn sakar hana jafnframt um að hafa reynt, ásamt fyrrverandi yfirmanni hjá alríkislögreglunni, að grafa undan setu hans í embætti. Umræddur starfsmaður heitir Lisa Page og starfaði sem lögfræðingur hjá FBI. Hún vann að rannsókn alríkslögreglunnar á tölvupóstum Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda, sem og Rússarannsókn Roberts Muellers.Sjá einnig: Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Page átti í ástarsambandi við Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmann gagnnjósna hjá FBI, en þeim var báðum gert að hætta störfum við rannsókn Muellers þegar upp komst um einkaskilaboð sem fóru þeirra á milli á rannsóknartímanum. Í skilaboðunum lýstu þau bæði yfir andúð sinni á Donald Trump, sem þá var forsetaframbjóðandi. Þannig kallaði Page hann „fyrirlitlega manneskju“ og Strzok sagði hann „fávita“. Þá kvaðst Page vona að Clinton yrði forseti og Strzok svaraði um hæl að Trump yrði aldrei kjörinn. „Við munum stöðva hann“. Trump hefur síðan ítrekað reynt að koma höggi á „FBI-elskendurna“ og notað skilaboð þeirra til að sýna fram á fjandsamlegt viðhorf alríkislögreglunnar, sem skipuð var í tíð Baracks Obama, í sinn garð. Trump gerði sér síðast mat úr málinu á kosningafundi í Minnesota í október. Þar brá hann sér í hlutverk Page og Strzok, ýjaði að því að þau væru í miðjum ástaratlotum, og hóf hálfgerðan leiklestur á hluta skilaboðanna sem þeim fór á milli. Þá virðist sem Trump hafi leikið eftir „fullnægingu“ með því að endurtaka ítrekað nafn Lisu.Myndband af ræðunni má sjá hér að neðan.Sú síðastnefnda túlkar leikþátt forsetans í það minnsta á þann veg. Hún segir í viðtali við Daily Beast sem birtist á sunnudag að henni hafi „orðið óglatt“ við ummæli forsetans. Það hafi einmitt verið umræddur fullnægingarleikþáttur sem knúði hana til að stíga loks fram og segja frá sinni hlið á málinu, sem hún hefur ekki gert opinberlega áður. „Þessi niðurlægjandi gervifullnæging var dropinn sem fyllti mælinn, hreinskilnislega. […] Ég hafði ekki sagt neitt árum saman í von um að þetta fjaraði út en þetta versnaði bara,“ segir Page í viðtalinu. „Þetta er eins og að vera kýld í magann. Ég er alltaf með hjartað í buxunum þegar ég verð þess vör að hann hefur tíst um mig.“ Þá þvertekur Page fyrir það að hafa gerst brotleg við reglur með því að skiptast á umræddum skilaboðum við Strzok. Viðtalið við Page í Daily Beast má lesa í heild hér. Skýrsla Roberts Muellers um ásakanir Donalds Trumps þess efnis að FBI hafi njósnað um kosningabaráttu hans í aðdraganda kosninganna árið 2016 er væntanleg innan tíðar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á sunnudag um ófrægingarherferð Bandaríkjaforseta gegn henni, sem náði hápunkti með „fullnægingarleikþætti“ í október síðastliðnum. Forsetinn sakar hana jafnframt um að hafa reynt, ásamt fyrrverandi yfirmanni hjá alríkislögreglunni, að grafa undan setu hans í embætti. Umræddur starfsmaður heitir Lisa Page og starfaði sem lögfræðingur hjá FBI. Hún vann að rannsókn alríkslögreglunnar á tölvupóstum Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda, sem og Rússarannsókn Roberts Muellers.Sjá einnig: Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Page átti í ástarsambandi við Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmann gagnnjósna hjá FBI, en þeim var báðum gert að hætta störfum við rannsókn Muellers þegar upp komst um einkaskilaboð sem fóru þeirra á milli á rannsóknartímanum. Í skilaboðunum lýstu þau bæði yfir andúð sinni á Donald Trump, sem þá var forsetaframbjóðandi. Þannig kallaði Page hann „fyrirlitlega manneskju“ og Strzok sagði hann „fávita“. Þá kvaðst Page vona að Clinton yrði forseti og Strzok svaraði um hæl að Trump yrði aldrei kjörinn. „Við munum stöðva hann“. Trump hefur síðan ítrekað reynt að koma höggi á „FBI-elskendurna“ og notað skilaboð þeirra til að sýna fram á fjandsamlegt viðhorf alríkislögreglunnar, sem skipuð var í tíð Baracks Obama, í sinn garð. Trump gerði sér síðast mat úr málinu á kosningafundi í Minnesota í október. Þar brá hann sér í hlutverk Page og Strzok, ýjaði að því að þau væru í miðjum ástaratlotum, og hóf hálfgerðan leiklestur á hluta skilaboðanna sem þeim fór á milli. Þá virðist sem Trump hafi leikið eftir „fullnægingu“ með því að endurtaka ítrekað nafn Lisu.Myndband af ræðunni má sjá hér að neðan.Sú síðastnefnda túlkar leikþátt forsetans í það minnsta á þann veg. Hún segir í viðtali við Daily Beast sem birtist á sunnudag að henni hafi „orðið óglatt“ við ummæli forsetans. Það hafi einmitt verið umræddur fullnægingarleikþáttur sem knúði hana til að stíga loks fram og segja frá sinni hlið á málinu, sem hún hefur ekki gert opinberlega áður. „Þessi niðurlægjandi gervifullnæging var dropinn sem fyllti mælinn, hreinskilnislega. […] Ég hafði ekki sagt neitt árum saman í von um að þetta fjaraði út en þetta versnaði bara,“ segir Page í viðtalinu. „Þetta er eins og að vera kýld í magann. Ég er alltaf með hjartað í buxunum þegar ég verð þess vör að hann hefur tíst um mig.“ Þá þvertekur Page fyrir það að hafa gerst brotleg við reglur með því að skiptast á umræddum skilaboðum við Strzok. Viðtalið við Page í Daily Beast má lesa í heild hér. Skýrsla Roberts Muellers um ásakanir Donalds Trumps þess efnis að FBI hafi njósnað um kosningabaráttu hans í aðdraganda kosninganna árið 2016 er væntanleg innan tíðar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49
Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48
FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22