Volkswagen ætlar að kynna 34 nýja bíla á næsta ári Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. desember 2019 07:00 Volkswagen setur stefnuna hátt í framtíðarplönum sínum. Vísir/Volkswagen Þýski framleiðandinn ætlar sér að kynna 34 nýja bíla á næsta ári, þar af eru tvær nýjar viðbætur í ID raf-línuna ásamt sex öðrum rafbílum. Ætlunin er að kynna ID 3 á sumarmánuðum ársins 2020. Þar skömmu síðar verður ID Next kynntur til sögunnar, sem á að vera miðlungs stór jepplingur. Hann var kynntur sem ID Crozz á hugmyndastigi. Hann byggir væntanlega á ID 4 grunninum og á að hefja innreið á markaði í Evrópu, Kína og Norður-Ameríku. Aðrir rafbílar sem kynna skal á næsta ári eru t.d. nýr Golf GTE sem á að fara í sölu í sumarbyrjun. Enn hafa ekki verið gerð skil öllum 34 bílunum sem á að setja á markað á næsta ári. Þó hefur Volkswagen sagt að 12 þeirra verði jeppar eða jepplingar. Hér að neðan má sjá myndband af ID 3. Lokatölur eru ekki komnar í hús en Volkswagen reiknar með að vera að skila met hagnaði í ár. Þrátt fyrir að sala hafi dalað undanfarið. Volkswagen hefur aukið hlutdeild sína á minnkandi bílamarkaði í heiminum. Ralf Brandstatter, rekstrarstjóri Volkswagen segir að 2019 „verði mjög gott ár“ hjá framleiðandanum. Brandstatter bætti svo við að „áframhaldandi endurskipulagning á kjarnastarfsemi fyrirtækisins, þar með talin breytt áhersla út í framtíðina og gríðarlegur árangur jepplinga sé lykilatriði í þessum góða árangri.“ Hann vísar þar meðal annars til þess að Volkswagen ætlar að leggja mikla áherslu á rafbíla á næstu árum. Bílar Þýskaland Tengdar fréttir Nýr Golf kynntur Áttunda kynslóðin af Volkswagen Golf mun koma á göturnar á næsta ári. Hann verður einungis í boði í fimm dyra útgáfu og verður þónokkuð uppfærður frá því sem áður hefur sést. 25. október 2019 16:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Þýski framleiðandinn ætlar sér að kynna 34 nýja bíla á næsta ári, þar af eru tvær nýjar viðbætur í ID raf-línuna ásamt sex öðrum rafbílum. Ætlunin er að kynna ID 3 á sumarmánuðum ársins 2020. Þar skömmu síðar verður ID Next kynntur til sögunnar, sem á að vera miðlungs stór jepplingur. Hann var kynntur sem ID Crozz á hugmyndastigi. Hann byggir væntanlega á ID 4 grunninum og á að hefja innreið á markaði í Evrópu, Kína og Norður-Ameríku. Aðrir rafbílar sem kynna skal á næsta ári eru t.d. nýr Golf GTE sem á að fara í sölu í sumarbyrjun. Enn hafa ekki verið gerð skil öllum 34 bílunum sem á að setja á markað á næsta ári. Þó hefur Volkswagen sagt að 12 þeirra verði jeppar eða jepplingar. Hér að neðan má sjá myndband af ID 3. Lokatölur eru ekki komnar í hús en Volkswagen reiknar með að vera að skila met hagnaði í ár. Þrátt fyrir að sala hafi dalað undanfarið. Volkswagen hefur aukið hlutdeild sína á minnkandi bílamarkaði í heiminum. Ralf Brandstatter, rekstrarstjóri Volkswagen segir að 2019 „verði mjög gott ár“ hjá framleiðandanum. Brandstatter bætti svo við að „áframhaldandi endurskipulagning á kjarnastarfsemi fyrirtækisins, þar með talin breytt áhersla út í framtíðina og gríðarlegur árangur jepplinga sé lykilatriði í þessum góða árangri.“ Hann vísar þar meðal annars til þess að Volkswagen ætlar að leggja mikla áherslu á rafbíla á næstu árum.
Bílar Þýskaland Tengdar fréttir Nýr Golf kynntur Áttunda kynslóðin af Volkswagen Golf mun koma á göturnar á næsta ári. Hann verður einungis í boði í fimm dyra útgáfu og verður þónokkuð uppfærður frá því sem áður hefur sést. 25. október 2019 16:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Nýr Golf kynntur Áttunda kynslóðin af Volkswagen Golf mun koma á göturnar á næsta ári. Hann verður einungis í boði í fimm dyra útgáfu og verður þónokkuð uppfærður frá því sem áður hefur sést. 25. október 2019 16:00