Þýskaland

Fréttamynd

Gripnir glóðvolgir með ís­lensk lundaegg í Hollandi

Starfsfólki dýragarðins Blijdorp í Rotterdam hefur tekist að bjarga meirihluta lunda­eggja sem fundust í farangri þriggja Þjóðverja á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í júní. Eggin voru alls 51 og með snörum handtökum klöktust út 42 ungar.

Innlent
Fréttamynd

Hljóp undir fölsku nafni

Enski söngvarinn og lagasmiðurinn Harry Styles hljóp Berlínarmaraþonið sem fram fór á sunnudag á undir þremur klukkustundum.

Lífið
Fréttamynd

Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir

Það vakti mikla athygli þegar íslenska samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, kastaði brjóstahaldara upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín um helgina. Rapparinn endurbirti myndband frá henni á Instagram sem leiddi til þess að henni var boðið í eftirpartý með honum.

Lífið
Fréttamynd

Drake fékk brjósta­haldarann frá Guggu í fangið

Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát á Instagram, kastaði brjóstahaldara sínum upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín í Þýskalandi í gær. Drake var hæstánægður með uppátækið.

Lífið
Fréttamynd

Bretar, Kanada­menn, Suður-Kóreubúar og Þjóð­verji meðal látinna í Lissabon

Þriggja ára drengur er meðal þeirra sem komst lífs af úr toglestarslysinu sem varð í Lissabon í gær. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í kjölfar slyssins en toglestin fór af sporinu og skall utan í byggingu. Að minnsta kosti átján slösuðust og sextán eru látin. Þau látnu eru frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Kanada, Þýskalandi og Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjöru­tíu ára ferli

Samband Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnarmála hefur aldrei verið þéttara að sögn yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður þýska hersins segir öryggisógnina sem steðji að Evrópu nú vera þá mestu á sínum fjörutíu ára ferli í hernum.

Innlent
Fréttamynd

Þýskur her­foringi í heim­sókn á Ís­landi

Yfirmaður þýska hersins er staddur á Íslandi en tilgangur heimsóknarinnar er að efla tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Þýskalands. Hann segir rússneska ógn steðja að Evrópu og sjaldan hafi verið mikilvægara að styrkja samstarf bandalagsríkja á sviði varnarmála.

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs.

Innlent
Fréttamynd

Habeck hættir á þingi

Þýski þingmaðurinn Robert Habeck hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér þingmennsku. Habeck er þingmaður Græningja og var efnahags- og orkumálaráðherra í ríkisstjórn Olaf Scholz, auk þess að vera varakanslari á árunum 2021 til 2025.

Erlent
Fréttamynd

Þýska vel­ferðar­ríkið standi ekki lengur undir sér

Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna

Lögregluþjónar á Ítalíu eru sagðir hafa handtekið úkraínskan mann sem grunaður er um að hafa komið að skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunum. Maðurinn, sem sagður er heita Serhij K., var handtekinn í gærkvöldi en hann er talinn hafa verið um borð í snekkjunni sem úkraínskir sérsveitarmenn eru taldir hafa notað til að koma sprengjum fyrir á gasleiðslunum.

Erlent
Fréttamynd

Mega neita þeim að­gengi sem bera keffiyeh

Dómstóll í Þýringalandi í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Buchenwald útrýmingarbúðunum sé heimilt að neita þeim inngöngu sem bera svokallaðan keffiyeh klút.

Erlent
Fréttamynd

Fundað í hverju horni fyrir Alaska­hitting Trump og Pútín

Stíf fundarhöld í aðdraganda fundar forseta Bandaríkjanna og Rússlands í Alaska eru á dagskrá í dag. Forseti Úkraínu er í Berlín til að ræða við evrópska ráðamenn sem eiga einnig stefnumót við Bandaríkjaforseta gegnum fjarfundarbúnað.

Erlent
Fréttamynd

Öf­ga­hægri­flokkur mælist stærstur í Þýska­landi

Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara.

Erlent
Fréttamynd

Sagður slaka á kröfum og úti­loka ekki landsvæðaskipti

Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. 

Erlent
Fréttamynd

Frank Mill er látinn

Þýski fótboltaheimurinn syrgir nú einn af leikmönnum sem færðu Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn fyrir 35 árum síðan.

Fótbolti