Bíl ekið inn í snjóflóð í Ljósavatnsskarði Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. desember 2019 22:45 Engin slys urðu á fólki. Mynd er úr safni. lögreglan á norðurlandi eystra Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað veginum um Ljósavatnsskarð eftir að snjóflóð féll yfir veginn um klukkan tíu í kvöld. Bifreið var ekið inn í flóðið en til allrar mildi urðu engin slys. Þetta staðfestir Jón Valdimarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir jafnframt að eitt til tvö flóð til viðbótar hafi fallið í fjallinu. Haft var samband við alla bændur og íbúa sem búa á þessum slóðum og opnuð fjöldahjálparstöð Rauða krossins að Stóru-Tjörnum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þar um fimmtán manns. Jón segir að litlar líkur séu á því að vegurinn verði opnaður í nótt. Mikil snjósöfnun hefur verið í fjallshlíðum fyrir norðan í dag og undanfarna daga og því snjóflóðahætta víða. Kolvitlaust veður og ófærð Þá var opnuð aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík vegna snjóflóðanna. Hjálmar Bogi Hafliðason, sem á sæti í aðgerðarstjórninni, segir að þrjár björgunarsveitir hafi verið kallaðar út. Björgunarsveitin Þingey, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Garðar á Húsavík. Á annan tug björgunarsveitarmanna eru að störfum á fimm bílum og tveimur vélsleðum. Hjálmar segir sleðamennina hafa ekið yfir flóðið til þess að tryggja að enginn hafi lent undir því. Það sé stærra en áður var talið, eða um 500 metra breitt. Á staðnum sé kolvitlaust veður og mikil ófærð. Flóðið sem féll kom úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir Þjóðveg 1 við Ljósavatn. Hjálmar segir að um fimmtán ökumenn sem hafi verið á ferðinni hafi leitað náða í heimavistarskólanum á Stóru- Tjörnum og að þar muni hugsanlega einhverjir gista í nótt. Hjálmar segir að þekkt sé að flóð falli á þessum slóðum en svæðið er ekki vaktað sérstaklega af snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvass vindur er nú á landinu og einnig ofankoma norðan- og austantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi þangað til í fyrramálið. Þá var vegum víða lokað síðdegis í dag og fleiri lokanir tóku gildi í kvöld. Þegar þetta er ritað hefur verið lokað fyrir umferð um Siglufjarðarveg, Ljósavatnsskarð, Öxnadalsheiði, Möðrudalsöræfi, Mývatnsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Öræfasveit. Hægt er að fylgjast með vegalokunum á vef Vegagerðarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Veður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað veginum um Ljósavatnsskarð eftir að snjóflóð féll yfir veginn um klukkan tíu í kvöld. Bifreið var ekið inn í flóðið en til allrar mildi urðu engin slys. Þetta staðfestir Jón Valdimarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir jafnframt að eitt til tvö flóð til viðbótar hafi fallið í fjallinu. Haft var samband við alla bændur og íbúa sem búa á þessum slóðum og opnuð fjöldahjálparstöð Rauða krossins að Stóru-Tjörnum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þar um fimmtán manns. Jón segir að litlar líkur séu á því að vegurinn verði opnaður í nótt. Mikil snjósöfnun hefur verið í fjallshlíðum fyrir norðan í dag og undanfarna daga og því snjóflóðahætta víða. Kolvitlaust veður og ófærð Þá var opnuð aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík vegna snjóflóðanna. Hjálmar Bogi Hafliðason, sem á sæti í aðgerðarstjórninni, segir að þrjár björgunarsveitir hafi verið kallaðar út. Björgunarsveitin Þingey, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Garðar á Húsavík. Á annan tug björgunarsveitarmanna eru að störfum á fimm bílum og tveimur vélsleðum. Hjálmar segir sleðamennina hafa ekið yfir flóðið til þess að tryggja að enginn hafi lent undir því. Það sé stærra en áður var talið, eða um 500 metra breitt. Á staðnum sé kolvitlaust veður og mikil ófærð. Flóðið sem féll kom úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir Þjóðveg 1 við Ljósavatn. Hjálmar segir að um fimmtán ökumenn sem hafi verið á ferðinni hafi leitað náða í heimavistarskólanum á Stóru- Tjörnum og að þar muni hugsanlega einhverjir gista í nótt. Hjálmar segir að þekkt sé að flóð falli á þessum slóðum en svæðið er ekki vaktað sérstaklega af snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvass vindur er nú á landinu og einnig ofankoma norðan- og austantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi þangað til í fyrramálið. Þá var vegum víða lokað síðdegis í dag og fleiri lokanir tóku gildi í kvöld. Þegar þetta er ritað hefur verið lokað fyrir umferð um Siglufjarðarveg, Ljósavatnsskarð, Öxnadalsheiði, Möðrudalsöræfi, Mývatnsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Öræfasveit. Hægt er að fylgjast með vegalokunum á vef Vegagerðarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Veður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00
Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46
„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30