Bíl ekið inn í snjóflóð í Ljósavatnsskarði Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. desember 2019 22:45 Engin slys urðu á fólki. Mynd er úr safni. lögreglan á norðurlandi eystra Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað veginum um Ljósavatnsskarð eftir að snjóflóð féll yfir veginn um klukkan tíu í kvöld. Bifreið var ekið inn í flóðið en til allrar mildi urðu engin slys. Þetta staðfestir Jón Valdimarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir jafnframt að eitt til tvö flóð til viðbótar hafi fallið í fjallinu. Haft var samband við alla bændur og íbúa sem búa á þessum slóðum og opnuð fjöldahjálparstöð Rauða krossins að Stóru-Tjörnum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þar um fimmtán manns. Jón segir að litlar líkur séu á því að vegurinn verði opnaður í nótt. Mikil snjósöfnun hefur verið í fjallshlíðum fyrir norðan í dag og undanfarna daga og því snjóflóðahætta víða. Kolvitlaust veður og ófærð Þá var opnuð aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík vegna snjóflóðanna. Hjálmar Bogi Hafliðason, sem á sæti í aðgerðarstjórninni, segir að þrjár björgunarsveitir hafi verið kallaðar út. Björgunarsveitin Þingey, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Garðar á Húsavík. Á annan tug björgunarsveitarmanna eru að störfum á fimm bílum og tveimur vélsleðum. Hjálmar segir sleðamennina hafa ekið yfir flóðið til þess að tryggja að enginn hafi lent undir því. Það sé stærra en áður var talið, eða um 500 metra breitt. Á staðnum sé kolvitlaust veður og mikil ófærð. Flóðið sem féll kom úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir Þjóðveg 1 við Ljósavatn. Hjálmar segir að um fimmtán ökumenn sem hafi verið á ferðinni hafi leitað náða í heimavistarskólanum á Stóru- Tjörnum og að þar muni hugsanlega einhverjir gista í nótt. Hjálmar segir að þekkt sé að flóð falli á þessum slóðum en svæðið er ekki vaktað sérstaklega af snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvass vindur er nú á landinu og einnig ofankoma norðan- og austantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi þangað til í fyrramálið. Þá var vegum víða lokað síðdegis í dag og fleiri lokanir tóku gildi í kvöld. Þegar þetta er ritað hefur verið lokað fyrir umferð um Siglufjarðarveg, Ljósavatnsskarð, Öxnadalsheiði, Möðrudalsöræfi, Mývatnsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Öræfasveit. Hægt er að fylgjast með vegalokunum á vef Vegagerðarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Veður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað veginum um Ljósavatnsskarð eftir að snjóflóð féll yfir veginn um klukkan tíu í kvöld. Bifreið var ekið inn í flóðið en til allrar mildi urðu engin slys. Þetta staðfestir Jón Valdimarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir jafnframt að eitt til tvö flóð til viðbótar hafi fallið í fjallinu. Haft var samband við alla bændur og íbúa sem búa á þessum slóðum og opnuð fjöldahjálparstöð Rauða krossins að Stóru-Tjörnum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þar um fimmtán manns. Jón segir að litlar líkur séu á því að vegurinn verði opnaður í nótt. Mikil snjósöfnun hefur verið í fjallshlíðum fyrir norðan í dag og undanfarna daga og því snjóflóðahætta víða. Kolvitlaust veður og ófærð Þá var opnuð aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík vegna snjóflóðanna. Hjálmar Bogi Hafliðason, sem á sæti í aðgerðarstjórninni, segir að þrjár björgunarsveitir hafi verið kallaðar út. Björgunarsveitin Þingey, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Garðar á Húsavík. Á annan tug björgunarsveitarmanna eru að störfum á fimm bílum og tveimur vélsleðum. Hjálmar segir sleðamennina hafa ekið yfir flóðið til þess að tryggja að enginn hafi lent undir því. Það sé stærra en áður var talið, eða um 500 metra breitt. Á staðnum sé kolvitlaust veður og mikil ófærð. Flóðið sem féll kom úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir Þjóðveg 1 við Ljósavatn. Hjálmar segir að um fimmtán ökumenn sem hafi verið á ferðinni hafi leitað náða í heimavistarskólanum á Stóru- Tjörnum og að þar muni hugsanlega einhverjir gista í nótt. Hjálmar segir að þekkt sé að flóð falli á þessum slóðum en svæðið er ekki vaktað sérstaklega af snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvass vindur er nú á landinu og einnig ofankoma norðan- og austantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi þangað til í fyrramálið. Þá var vegum víða lokað síðdegis í dag og fleiri lokanir tóku gildi í kvöld. Þegar þetta er ritað hefur verið lokað fyrir umferð um Siglufjarðarveg, Ljósavatnsskarð, Öxnadalsheiði, Möðrudalsöræfi, Mývatnsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Öræfasveit. Hægt er að fylgjast með vegalokunum á vef Vegagerðarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Veður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00
Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46
„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum