Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á Seltjarnarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 15:27 Óhætt er að segja að gusti um bæjarstjórnina á Seltjarnarnesi sem hefur gripið til töluverðs niðurskurðar undanfarið til viðbótar við önnur erfið mál á sviði barnaverndar og menntamála. Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. Þeim barst bréf í vikunni þar sem þeim er tilkynnt að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldranna. Í bréfinu er vístað til þessað fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2020 hafi verið samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 11. desember. Jafnhliða samþykktinni falli samþykkt um heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir daggæslu eða leikskólaplássi úr gildi. Greiðslur leggist af frá og með 1. janúar. Mánaðarleg heimgreiðsla til hjóna/sambúðarfólks með börn sem eru að bíða eftir plássi var samþykkt á Nesinu í mars 2018. Þær miðuðust við niðurgreiðslu sem annars færi til dagforeldris og námu 66 þúsundunum króna. Fyrirvarinn afar lítill Ljóst er af umræðum í hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi að tíðindin koma sem köld vatnsgusa í andlit foreldranna sem hafi í sumum tilfellum verið byrjaðir að skipuleggja fjárhag næsta árs. Þá sé fyrirvari upp á tvær vikur hlægilega lítill. Eitt foreldri lýsir því að hafa fengið umsókn um heimgreiðslu samþykkt fyrir nokkrum dögum og ekkert hafi verið minnst á fyrirhugaðar breytingar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sem er í minnihlutanum úti á Nesi, segir niðurstöðuna alveg óþolandi og hluta af niðurskurðaráætlun bæjarins fyrir næsta ár. „Það eru líka komin bréf til okkar sem eru með barn hjá dagforeldri um að mótframlög bæjarins eigi að lækka um tæpar 20 þúsund krónur á mánuði,“ segir Guðmundur Ari. Samræma viðbrögð „Foreldrar ungra barna sem eignuðust þau á „vitlausum“ tíma ársins og komast því ekki inn í leikskólann fyrr en ári seinna eru greinilega þau sem eiga að leggja harðast að sér til að borga fyrir taprekstur bæjarins.“ Kaldhæðnin í þessu sé líka sú að þessar aðgerðir komi frá Sjálfstæðisflokknum sem hafi lofað að byggja leikskóla fyrir öll börn á Nesinu frá 1 árs aldri og taka tvisvar á ári inn í skólann. Foreldrar barnanna virðast ætla að samræma viðbrögð í málinu og hafa stofnað Facebook-hóp til að ræða málin sín á milli. Börn og uppeldi Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. Þeim barst bréf í vikunni þar sem þeim er tilkynnt að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldranna. Í bréfinu er vístað til þessað fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2020 hafi verið samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 11. desember. Jafnhliða samþykktinni falli samþykkt um heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir daggæslu eða leikskólaplássi úr gildi. Greiðslur leggist af frá og með 1. janúar. Mánaðarleg heimgreiðsla til hjóna/sambúðarfólks með börn sem eru að bíða eftir plássi var samþykkt á Nesinu í mars 2018. Þær miðuðust við niðurgreiðslu sem annars færi til dagforeldris og námu 66 þúsundunum króna. Fyrirvarinn afar lítill Ljóst er af umræðum í hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi að tíðindin koma sem köld vatnsgusa í andlit foreldranna sem hafi í sumum tilfellum verið byrjaðir að skipuleggja fjárhag næsta árs. Þá sé fyrirvari upp á tvær vikur hlægilega lítill. Eitt foreldri lýsir því að hafa fengið umsókn um heimgreiðslu samþykkt fyrir nokkrum dögum og ekkert hafi verið minnst á fyrirhugaðar breytingar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sem er í minnihlutanum úti á Nesi, segir niðurstöðuna alveg óþolandi og hluta af niðurskurðaráætlun bæjarins fyrir næsta ár. „Það eru líka komin bréf til okkar sem eru með barn hjá dagforeldri um að mótframlög bæjarins eigi að lækka um tæpar 20 þúsund krónur á mánuði,“ segir Guðmundur Ari. Samræma viðbrögð „Foreldrar ungra barna sem eignuðust þau á „vitlausum“ tíma ársins og komast því ekki inn í leikskólann fyrr en ári seinna eru greinilega þau sem eiga að leggja harðast að sér til að borga fyrir taprekstur bæjarins.“ Kaldhæðnin í þessu sé líka sú að þessar aðgerðir komi frá Sjálfstæðisflokknum sem hafi lofað að byggja leikskóla fyrir öll börn á Nesinu frá 1 árs aldri og taka tvisvar á ári inn í skólann. Foreldrar barnanna virðast ætla að samræma viðbrögð í málinu og hafa stofnað Facebook-hóp til að ræða málin sín á milli.
Börn og uppeldi Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30
Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12