Segir erlenda fjárfesta hafa mikinn áhuga á Landsneti Eiður Þór Árnason skrifar 18. desember 2019 20:15 Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Vísir/Vilhelm Landsnet gaf á dögunum út óverðtryggð skuldabréf fyrir hundrað milljónir Bandaríkjadollara, eða sem nemur 12,3 milljörðum íslenskra króna. Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu skuldabréfaútboði í Bandaríkjunum og verða ekki skráð í Kauphöllina hér á landi. Bréfin eru á gjalddaga eftir tíu til tólf ár, er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti. Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti, segir þar að það sé ánægjulegt að sjá að enn sé mikill áhugi erlendra fjárfesta á félaginu. Hún segir rekstur félagsins vera stöðugan, fjárhagsstöðuna sterka og að mikill áhugi sé á innviðafyrirtækjum eins og Landsneti. „Í hópi þeirra fjárfesta sem tóku þátt í þessari skuldabréfaútgáfu eru bæði aðilar sem tóku þátt í síðustu skuldabréfaútgáfu félagsins á árinu 2016 sem og nýir fjárfestar. Áhugi þeirra var, eins og í fyrra útboði, mikill og bárust tilboð í rúmlega tvöfalda þá fjárhæð sem fyrirtækið leitaði eftir,“ er haft eftir Guðlaugu í tilkynningu. „Skuldabréfaútgáfan er á betri kjörum en síðasta skuldabréfaútgáfa félagsins sem endurspeglar aukið traust fjárfesta á okkur og Íslandi. Með þessari útgáfu höfum við aflað fjármagns til að endurgreiða stofnlán frá Landsvirkjun auk fjármögnunar á hluta af fjárfestingum félagsins á næsta ári,“ bætir hún við. Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Félagið annast annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa víða um land. Orkumál Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. 14. desember 2019 18:35 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Landsnet gaf á dögunum út óverðtryggð skuldabréf fyrir hundrað milljónir Bandaríkjadollara, eða sem nemur 12,3 milljörðum íslenskra króna. Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu skuldabréfaútboði í Bandaríkjunum og verða ekki skráð í Kauphöllina hér á landi. Bréfin eru á gjalddaga eftir tíu til tólf ár, er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti. Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti, segir þar að það sé ánægjulegt að sjá að enn sé mikill áhugi erlendra fjárfesta á félaginu. Hún segir rekstur félagsins vera stöðugan, fjárhagsstöðuna sterka og að mikill áhugi sé á innviðafyrirtækjum eins og Landsneti. „Í hópi þeirra fjárfesta sem tóku þátt í þessari skuldabréfaútgáfu eru bæði aðilar sem tóku þátt í síðustu skuldabréfaútgáfu félagsins á árinu 2016 sem og nýir fjárfestar. Áhugi þeirra var, eins og í fyrra útboði, mikill og bárust tilboð í rúmlega tvöfalda þá fjárhæð sem fyrirtækið leitaði eftir,“ er haft eftir Guðlaugu í tilkynningu. „Skuldabréfaútgáfan er á betri kjörum en síðasta skuldabréfaútgáfa félagsins sem endurspeglar aukið traust fjárfesta á okkur og Íslandi. Með þessari útgáfu höfum við aflað fjármagns til að endurgreiða stofnlán frá Landsvirkjun auk fjármögnunar á hluta af fjárfestingum félagsins á næsta ári,“ bætir hún við. Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Félagið annast annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa víða um land.
Orkumál Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. 14. desember 2019 18:35 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. 14. desember 2019 18:35
Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30