8,4% atvinnuleysi á Suðurnesjum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 07:45 Tvöfalt meira atvinnuleysi er á Suðurnesjum en á landsvísu. vísir/hafsteinn Skráð atvinnuleysi á öllu landinu í nóvember mældist 4,1% með ríflega 7.600 manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið er lang mest á Suðunesjum og hækkaði um meira en eitt prósentustig frá því í nóvember. Það er núna 8,4% og yfir tólf hundruð manns á atvinnuleysisskrá. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir ekki sérlega gott hljóð í fólki. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir fyrst og fremst ungt fólk og útlendinga vera í hópi atvinnulausra.vísir/egill „Þarna á meðal er fólk sem er búið að vera lengi á sama stað en er nú að missa vinnuna. Það finnur að það hleypur ekki í önnur störf. Auðvitað er þungt hljóðið,“ segir hún. Fleiri karlar eru atvinnulausir á Suðurnesjum en konur, tæplega sextíu prósent eru útlendingar, mikill meirihluti atvinnulausra er með litla menntun og að mestu leyti er þetta ungt fólk, mjög margir undir þrítugu og nær allir undir fimmtugu. Það er fyrst og fremst ungt fólk sem er atvinnulaust á Suðurnesjum.visir/hafsteinn Aukið atvinnuleysi tengist falli WOW í mars, minni starfsemi á flugvellinum og í afleiddum störfum vegna flugsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bendir á að ef öll starfsemi er tekin saman sé flugvöllurinn stærsti vinnustaður landsins. „Atvinnuleysi fór í 15% þegar herinn fór og við erum vön svona sveiflum. Það eru vissulega önnur tækifæri í atvinnulífinu en þau vega svo lítið í samanburði við flugvöllinn.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vonar að ástandið lagist á næstu misserumvísir/erla Vonast er til að störfum fjölgi á næstu misserum. Hildur bendir á að samkvæmt þjóðarhagspá ætti staðan að breytast um mitt ár „Ferðaþjónustan byrjar aftur á fullu um mars og við vonum að fólk komist í vinnu þá,“ segir hún. Kjartan segir einhver misseri í að þetta verði eins og þegar best lét, þegar störfum fjölgaði ört á flugvellinum. „Ég held að það verði ekki alveg strax en vonandi innan tíðar.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skráð atvinnuleysi á öllu landinu í nóvember mældist 4,1% með ríflega 7.600 manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið er lang mest á Suðunesjum og hækkaði um meira en eitt prósentustig frá því í nóvember. Það er núna 8,4% og yfir tólf hundruð manns á atvinnuleysisskrá. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir ekki sérlega gott hljóð í fólki. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir fyrst og fremst ungt fólk og útlendinga vera í hópi atvinnulausra.vísir/egill „Þarna á meðal er fólk sem er búið að vera lengi á sama stað en er nú að missa vinnuna. Það finnur að það hleypur ekki í önnur störf. Auðvitað er þungt hljóðið,“ segir hún. Fleiri karlar eru atvinnulausir á Suðurnesjum en konur, tæplega sextíu prósent eru útlendingar, mikill meirihluti atvinnulausra er með litla menntun og að mestu leyti er þetta ungt fólk, mjög margir undir þrítugu og nær allir undir fimmtugu. Það er fyrst og fremst ungt fólk sem er atvinnulaust á Suðurnesjum.visir/hafsteinn Aukið atvinnuleysi tengist falli WOW í mars, minni starfsemi á flugvellinum og í afleiddum störfum vegna flugsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bendir á að ef öll starfsemi er tekin saman sé flugvöllurinn stærsti vinnustaður landsins. „Atvinnuleysi fór í 15% þegar herinn fór og við erum vön svona sveiflum. Það eru vissulega önnur tækifæri í atvinnulífinu en þau vega svo lítið í samanburði við flugvöllinn.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vonar að ástandið lagist á næstu misserumvísir/erla Vonast er til að störfum fjölgi á næstu misserum. Hildur bendir á að samkvæmt þjóðarhagspá ætti staðan að breytast um mitt ár „Ferðaþjónustan byrjar aftur á fullu um mars og við vonum að fólk komist í vinnu þá,“ segir hún. Kjartan segir einhver misseri í að þetta verði eins og þegar best lét, þegar störfum fjölgaði ört á flugvellinum. „Ég held að það verði ekki alveg strax en vonandi innan tíðar.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira