Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Lögfræðifyrirtækið Wikborg Rein, sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu, vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við foreldra Rúnars Árna, tveggja ára gamals íslensks drengs, sem berst nú fyrir lífi sínu á barnaspítala í Svíþjóð. Til að lifa af þarf Rúnar Árni að fá nýtt hjarta og vonast foreldrar hans eftir jólakraftaverki.

Í kvöldfréttunum förum við líka yfir stöðu mála í Bandaríkjunum, þar sem fulltrúadeild þingsins samþykkir væntanlega í kvöld að ákæra Donald Trump til embættismissis og kynnum okkur ellefu milljarða króna samning sem Ístak skrifaði undir á Grænlandi í dag.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×