Jóladagatal Vísis: Skyndipróf Svínasúpunnar í stafsetningu Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 19. desember 2019 08:00 Hálfundarlega jólatengingu má finna í þessu atriði úr Svínasúpunni. Upp er runninn 19. desember og aðeins fimm dagar til jóla. Nú fer hver að verða síðastur að komast í jólaskap. Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni. Það er óhefðbundinn jólabragur í þessum skets Svínasúpunnar, þar sem Sigurjón Kjartansson leikur íslenskukennara með miklum glæsibrag. Í stafsetningartexta sem hann les upp kemur nefnilega leikskólastjóri nokkur fyrir, sem var „blindfullur og bólufreðinn öll jólin og gubbaði margoft á jólatréð.“ Atriðið er úr fyrstu þáttaröð Svínasúpunnar, sem sýnd var á Stöð 2 árið 2004. Fleiri atriði úr Svínasúpunni má finna á sjónvarpsvef Vísis. Þar á meðal þetta hér, þar sem vörubílstjóri biður kollega sinn sakleysislega um að skrifa í minningabókina sína. Grín og gaman Jóladagatal Vísis 2019 Jóladagatal Vísis Mest lesið Skrúfum fyrir kranann Jól Jól í gamla daga: Bauð góða nótt þegar ég kvaddi Jól Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Bakað með konu jólasveinsins Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ekki víst að Grýla og Leppalúði séu í áhættuhóp Jól
Upp er runninn 19. desember og aðeins fimm dagar til jóla. Nú fer hver að verða síðastur að komast í jólaskap. Vísir ætlar að gleðja lesendur sína með jóladagatali þar sem leitað verður í gullkistuna á sjónvarps- og útvarpsvefnum. Óhætt er að segja að þar sé hægt að gleyma sér við áhorf á gamalt og gott efni. Það er óhefðbundinn jólabragur í þessum skets Svínasúpunnar, þar sem Sigurjón Kjartansson leikur íslenskukennara með miklum glæsibrag. Í stafsetningartexta sem hann les upp kemur nefnilega leikskólastjóri nokkur fyrir, sem var „blindfullur og bólufreðinn öll jólin og gubbaði margoft á jólatréð.“ Atriðið er úr fyrstu þáttaröð Svínasúpunnar, sem sýnd var á Stöð 2 árið 2004. Fleiri atriði úr Svínasúpunni má finna á sjónvarpsvef Vísis. Þar á meðal þetta hér, þar sem vörubílstjóri biður kollega sinn sakleysislega um að skrifa í minningabókina sína.
Grín og gaman Jóladagatal Vísis 2019 Jóladagatal Vísis Mest lesið Skrúfum fyrir kranann Jól Jól í gamla daga: Bauð góða nótt þegar ég kvaddi Jól Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Bakað með konu jólasveinsins Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Flugtímar, frændur, framtíðarheimili, fiðursængur og að fara á fjalirnar Jól Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ekki víst að Grýla og Leppalúði séu í áhættuhóp Jól