Sportpakkinn: Enska vonarstjarnan Jadon Sancho skoraði í sjöunda leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 15:45 Jadon Sancho fagnar marki sínu með Dortmund í gær. Getty/Lars Baron Arnar Björnsson skoaði leik Dortmund og Leipzig í þýsku Bundesligunni í gærkvöldi en hann var frábær skemmtun. Liðin eru bæði í toppbaráttunni og buðu upp á markaleik þar sem Dortmund gætur tvö töpuð stig. Julian Weigl kom Dortmund yfir þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Markið var kærkomið fyrir hann, þetta var fyrsta mark hans í 447 daga. Ellefu mínútum eftir markið var staðan orðin 2-0. Eftir glæsilega sókn skoraði Julian Brandt, Jadon Sancho lagði upp markið, 23. stoðsending hans frá byrjun síðustu leiktíðar. Dortmund var 2-0 yfir í hálfleik. Roman Burki í marki Dortmund gerði sig sekan um slæm mistök í byrjun seinni hálfleiks og Timo Werner nýtti sér þau og hann minnkaði muninn. Leipzig og Dortmund eru þau lið í Bundesligunni sem hafa skorað flest mörkin á leiktíðinni. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Leipzig eftir mikinn klaufagang hjá Dortmund. Julian Brandt ætlaði að senda boltann á Burki í markinu en Timo Werner lúrði í rangstöðunni og þar sem sendingin kom frá mótherja var ekkert að markinu, 2-2 eftir 53 mínútur. Werner jafnaði við Robert Lewandowski en þeir hafa skorað 18 mörk á leiktíðinni, Werner hefur lagt upp 6 mörk, fjórum fleiri en Pólverjinn Lewandowski. Staðan var aðeins jöfn í tvær mínútur Marco Reus komst upp að endamörkum, sendi á Jadon Sanco sem kom Dortmund yfir. Sanco, sem verður tvítugur í mars á næsta ári er þá búinn að skora 22 mörk í Bundesligunni og er sá yngsti til að ná þeim áfanga. Horst Koppel var tveimur dögum eldri þegar hann skoraði fyrir Stuttgart 1968. Patrick Schik jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok, 3-3 urðu úrslitin. Leipzig er með þriggja stiga forystu í 1. sætinu en Borussia Mönchengladbach getur náð Leipzig að stigum með sigri á neðsta liðinu, Paderborn í kvöld. Dortmund er í 3. sæti með 30 stig, fjórum stigum á eftir Leipzig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar og mörkin úr leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sex marka toppslagur Dortmund og Leipzig Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Arnar Björnsson skoaði leik Dortmund og Leipzig í þýsku Bundesligunni í gærkvöldi en hann var frábær skemmtun. Liðin eru bæði í toppbaráttunni og buðu upp á markaleik þar sem Dortmund gætur tvö töpuð stig. Julian Weigl kom Dortmund yfir þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Markið var kærkomið fyrir hann, þetta var fyrsta mark hans í 447 daga. Ellefu mínútum eftir markið var staðan orðin 2-0. Eftir glæsilega sókn skoraði Julian Brandt, Jadon Sancho lagði upp markið, 23. stoðsending hans frá byrjun síðustu leiktíðar. Dortmund var 2-0 yfir í hálfleik. Roman Burki í marki Dortmund gerði sig sekan um slæm mistök í byrjun seinni hálfleiks og Timo Werner nýtti sér þau og hann minnkaði muninn. Leipzig og Dortmund eru þau lið í Bundesligunni sem hafa skorað flest mörkin á leiktíðinni. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Leipzig eftir mikinn klaufagang hjá Dortmund. Julian Brandt ætlaði að senda boltann á Burki í markinu en Timo Werner lúrði í rangstöðunni og þar sem sendingin kom frá mótherja var ekkert að markinu, 2-2 eftir 53 mínútur. Werner jafnaði við Robert Lewandowski en þeir hafa skorað 18 mörk á leiktíðinni, Werner hefur lagt upp 6 mörk, fjórum fleiri en Pólverjinn Lewandowski. Staðan var aðeins jöfn í tvær mínútur Marco Reus komst upp að endamörkum, sendi á Jadon Sanco sem kom Dortmund yfir. Sanco, sem verður tvítugur í mars á næsta ári er þá búinn að skora 22 mörk í Bundesligunni og er sá yngsti til að ná þeim áfanga. Horst Koppel var tveimur dögum eldri þegar hann skoraði fyrir Stuttgart 1968. Patrick Schik jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok, 3-3 urðu úrslitin. Leipzig er með þriggja stiga forystu í 1. sætinu en Borussia Mönchengladbach getur náð Leipzig að stigum með sigri á neðsta liðinu, Paderborn í kvöld. Dortmund er í 3. sæti með 30 stig, fjórum stigum á eftir Leipzig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar og mörkin úr leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sex marka toppslagur Dortmund og Leipzig
Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira