Vill fá tólf milljarða frá Russell Westbrook og Utah Jazz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 13:00 Russell Westbrook lenti saman við stuðningsmann Utah Jazz í mars. Getty/ J Pat Carter Stuðningsmaður Utah Jazz sem var sendur í ævilangt bann frá íþróttahöll félagsins hefur ákveðið að lögsækja bæði Utah Jazz og NBA-leikmanninn Russell Westbrook. Atvikið gerðist á NBA leik í mars og stuðningsmaðurinn var sakaður um að hafa verið með kynþáttaníð gagnvart Russell Westbrook. Utah Jazz sýndi honum enga miskunn og dæmdi hann í ævilangt bann frá leikjum félagsins. Stuðningsmaðurinn telur hins vegar á sér brotið og ætlar með málið fyrir dómara. Jazz fan banned for life for taunting Russell Westbrook turns around and sues for $100Mhttps://t.co/sgra6hw1KKpic.twitter.com/zk28KTEM12— NY Daily News Sports (@NYDNSports) December 17, 2019 Maðurinn er 45 ára gamall og heitir Shane Keisel. Hann vill nú ekki bara afsökunarbeiðni heldur einnig bætur fyrir sig og kærustu sína upp á heilar hundrað milljónir dollara eða um tólf milljarða íslenskra króna. Shane Keisel segist hafa misst vinnuna vegna þessa máls og að hann hafi einnig mátt þola hótanir á netinu. Shane Keisel segist vissulega hafa verið að kalla á Russell Westbrook en að þar hafi ekki verið um neina kynþáttafordóma að ræða. Keisel sakaði Westbrook um að hóta kærustu sinni sem var með honum á leiknum. Westbrook fékk 25 þúsund dollara sekt fyrir að hafa kallað „I’ll f--k you up“ til Keisel og kærustu hans. Russell Westbrook var þarna leikmaður Oklahoma City Thunder en hann leikur nú með Houston Rockets. NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Stuðningsmaður Utah Jazz sem var sendur í ævilangt bann frá íþróttahöll félagsins hefur ákveðið að lögsækja bæði Utah Jazz og NBA-leikmanninn Russell Westbrook. Atvikið gerðist á NBA leik í mars og stuðningsmaðurinn var sakaður um að hafa verið með kynþáttaníð gagnvart Russell Westbrook. Utah Jazz sýndi honum enga miskunn og dæmdi hann í ævilangt bann frá leikjum félagsins. Stuðningsmaðurinn telur hins vegar á sér brotið og ætlar með málið fyrir dómara. Jazz fan banned for life for taunting Russell Westbrook turns around and sues for $100Mhttps://t.co/sgra6hw1KKpic.twitter.com/zk28KTEM12— NY Daily News Sports (@NYDNSports) December 17, 2019 Maðurinn er 45 ára gamall og heitir Shane Keisel. Hann vill nú ekki bara afsökunarbeiðni heldur einnig bætur fyrir sig og kærustu sína upp á heilar hundrað milljónir dollara eða um tólf milljarða íslenskra króna. Shane Keisel segist hafa misst vinnuna vegna þessa máls og að hann hafi einnig mátt þola hótanir á netinu. Shane Keisel segist vissulega hafa verið að kalla á Russell Westbrook en að þar hafi ekki verið um neina kynþáttafordóma að ræða. Keisel sakaði Westbrook um að hóta kærustu sinni sem var með honum á leiknum. Westbrook fékk 25 þúsund dollara sekt fyrir að hafa kallað „I’ll f--k you up“ til Keisel og kærustu hans. Russell Westbrook var þarna leikmaður Oklahoma City Thunder en hann leikur nú með Houston Rockets.
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira