Fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 09:00 Liverpool er búið að vinna einn titil á þessu tímabili en þeir geta enn orðið fimm talsins. Hér er Sadio Mane með Ofurbikar Evrópu. Getty/Mike Kireev Liverpool hefur í kvöld leik í heimsmeistarakeppni félagasliða í Katar sem hefur aukið álagið talsvert á topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er samt mikilvæg keppni fyrir Liverpool en aðeins sigurvegarar Meistaradeildarinnar fá að taka þar þátt af liðunum frá Evrópu. Liverpool leikur við Monterrey frá Mexíkó og er komið út til Katar með alla sína bestu menn sem sást best á því krakkaliði sem félagið stillti upp á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Breska ríkisútvarpið fann fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Katar. In less than 20 hours time, Liverpool will be in action again. Watch their Club World Cup semi-final live on @BBCTwo Here's everything you need to know https://t.co/lKUTkrvzBwpic.twitter.com/KgagQamlGt— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Sögulegt titlatímabil? Liverpool getur enn unnið fimm titla á þessu tímabili en liðið missti af þeim sjötta með tapinu á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Engu ensku liði hefur tekist það að vinna fleiri en fjóra titla á einu tímabili. Liverpool átti reyndar möguleika á að vinna sjö en tapaði leiknum um Samfélasskjöldinn í ágúst.Fyrir Klopp? Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vill vinna þennan titil. „Eina ástæðan fyrir okkur að fara alla þessa leið er til þess að reyna að vinna þennan titil og við ætlum að reyna allt til þess,“ sagði Klopp. Klopp var búinn að tapa sex úrslitaleikjum í röð þegar Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní en með sigri í þessari keppni getur hann stigið skref í að breyta ímynd sinni sem silfurstjórinn.Generalprufa fyrir HM Fullt af leikmönnum Liverpool eiga möguleika á að keppa á HM landsliða í Katar sem fer fram í árslok 2022. Á heimsmeistarakeppni félagsliða í ár fá þeir tækifæri til að kynnast aðeins aðstæðunum í Katar en allir útsláttarleikirnir á HM 2022 í Katar fara einmitt fram í desembermánuði.Peningar, peningar, peningar Liverpool vann sér inn mikinn pening með sigri sínum í Meistaradeildinni en það líka gaf félaginu tækifæri að vinna átta milljónir punda í viðbót eða 1296 milljónir íslenskra króna. Ef við tökum mið af kaupum Liverpool undanfarin ár er það jafnmikið og einn Andy Robertson eða tvö stykki af Joe Gomez. Liverpool fékk fjórar milljónir punda fyrir sigurinn í Ofurbikar UEFA og aðrar fjórar milljónir punda eru í boði fyrir sigur í HM félagsliða. The December day when the rising sons of Flamengo outshone Liverpool | By @JoshuaMLawhttps://t.co/ggk39x7vSn— The Guardian (@guardian) December 16, 2019 Fyrsti HM-titillinn og hefnd fyrir 1981 Liverpool tapaði 3-0 fyrir brasilíska félaginu Flemengo í Álfubikar félagsliða árið 1981 sem var forveri HM félagsliða. Liverpool hefur aldrei unnið heimsmeistarakeppni félagsliða en fær annað tækifæri á móti Flemengo komist Liverpool liðið í úrslitaleikinn. Leikmenn Liverpool töpuðu 1-0 á móti Sao Paulo þegar þeir mættu síðast í þessa keppni árið 2005. Á þeim 38 árum sem eru liðin frá tapinu á móti Flamengo í Tókýó árið 1981 hefur Liverpool unnið sex enska meistaratitla og orðið þrisvar sinnum Evrópumeistari en félagið bíður enn eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Sjá meira
Liverpool hefur í kvöld leik í heimsmeistarakeppni félagasliða í Katar sem hefur aukið álagið talsvert á topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er samt mikilvæg keppni fyrir Liverpool en aðeins sigurvegarar Meistaradeildarinnar fá að taka þar þátt af liðunum frá Evrópu. Liverpool leikur við Monterrey frá Mexíkó og er komið út til Katar með alla sína bestu menn sem sást best á því krakkaliði sem félagið stillti upp á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Breska ríkisútvarpið fann fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Katar. In less than 20 hours time, Liverpool will be in action again. Watch their Club World Cup semi-final live on @BBCTwo Here's everything you need to know https://t.co/lKUTkrvzBwpic.twitter.com/KgagQamlGt— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Sögulegt titlatímabil? Liverpool getur enn unnið fimm titla á þessu tímabili en liðið missti af þeim sjötta með tapinu á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Engu ensku liði hefur tekist það að vinna fleiri en fjóra titla á einu tímabili. Liverpool átti reyndar möguleika á að vinna sjö en tapaði leiknum um Samfélasskjöldinn í ágúst.Fyrir Klopp? Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vill vinna þennan titil. „Eina ástæðan fyrir okkur að fara alla þessa leið er til þess að reyna að vinna þennan titil og við ætlum að reyna allt til þess,“ sagði Klopp. Klopp var búinn að tapa sex úrslitaleikjum í röð þegar Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní en með sigri í þessari keppni getur hann stigið skref í að breyta ímynd sinni sem silfurstjórinn.Generalprufa fyrir HM Fullt af leikmönnum Liverpool eiga möguleika á að keppa á HM landsliða í Katar sem fer fram í árslok 2022. Á heimsmeistarakeppni félagsliða í ár fá þeir tækifæri til að kynnast aðeins aðstæðunum í Katar en allir útsláttarleikirnir á HM 2022 í Katar fara einmitt fram í desembermánuði.Peningar, peningar, peningar Liverpool vann sér inn mikinn pening með sigri sínum í Meistaradeildinni en það líka gaf félaginu tækifæri að vinna átta milljónir punda í viðbót eða 1296 milljónir íslenskra króna. Ef við tökum mið af kaupum Liverpool undanfarin ár er það jafnmikið og einn Andy Robertson eða tvö stykki af Joe Gomez. Liverpool fékk fjórar milljónir punda fyrir sigurinn í Ofurbikar UEFA og aðrar fjórar milljónir punda eru í boði fyrir sigur í HM félagsliða. The December day when the rising sons of Flamengo outshone Liverpool | By @JoshuaMLawhttps://t.co/ggk39x7vSn— The Guardian (@guardian) December 16, 2019 Fyrsti HM-titillinn og hefnd fyrir 1981 Liverpool tapaði 3-0 fyrir brasilíska félaginu Flemengo í Álfubikar félagsliða árið 1981 sem var forveri HM félagsliða. Liverpool hefur aldrei unnið heimsmeistarakeppni félagsliða en fær annað tækifæri á móti Flemengo komist Liverpool liðið í úrslitaleikinn. Leikmenn Liverpool töpuðu 1-0 á móti Sao Paulo þegar þeir mættu síðast í þessa keppni árið 2005. Á þeim 38 árum sem eru liðin frá tapinu á móti Flamengo í Tókýó árið 1981 hefur Liverpool unnið sex enska meistaratitla og orðið þrisvar sinnum Evrópumeistari en félagið bíður enn eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Sjá meira