Spænsk kona tekin með kókaín í Leifsstöð: „Þetta er algjör sprenging“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2019 19:15 Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins. Embættið hefur aldrei lagt hald á eins mikið af sterkum efnum og í ár, eða 63 kíló. Mikið álag hefur verið á lögreglunni á Suðurnesjum undanfarna mánuði enda hafa umfansgmikil fíkniefnamál aldrei verið fleiri. Í desember hafa fjögur aðskilin mál komið upp þar sem lögregla hefur lagt hald á um tvö kíló af kókaíni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum „Tollgæslan hefur stöðvað fjóra einstaklinga sem voru ýmist með innvortis eða með í farangri sínum. Þetta eru karlmenn á sextugsaldri, kona á fertugsaldri, ungur maður á tvítugsaldri,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá eru þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi grunaðir um fíkniefnainnflutning. Síðasta málið kom upp síðastliðinn laugardag en þá var spænsk kona tekin með 700 grömm af kókaíni. Árið 2017 haldlagði lögreglan á Suðurnesjum 46 kíló af hörðum fíkniefnum en aðeins fjórtán kíló í fyrra. Mest er um kókaín og amfetamín. „En svo núna virðist þetta vera algjör sprenging og það sem af er ári erum við að tala um 63 kíló af hörðum fíkniefnum,“ segir Jón Halldór. Hann segir að málin séu ekki fleiri heldur að meira sé flutt inn í einu af hættulegri efnum. Augljóst sé að eftirspurnin sé meiri en áður. „Efnin sem við erum að haldleggja eru sterkari en þau sem við höfum verið að leggja hald á í gegn um tíðina. Við erum að sjá yngri og yngri neytendur og það er bara komin tími til að íslensk stjórnvöld og kerfið allt saman myndi sér skoðun og stefnu í því hvernig við ætlum að vinna á þessu,“ segir Jón Halldór. Fíkniefnavandinn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15 Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira
Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins. Embættið hefur aldrei lagt hald á eins mikið af sterkum efnum og í ár, eða 63 kíló. Mikið álag hefur verið á lögreglunni á Suðurnesjum undanfarna mánuði enda hafa umfansgmikil fíkniefnamál aldrei verið fleiri. Í desember hafa fjögur aðskilin mál komið upp þar sem lögregla hefur lagt hald á um tvö kíló af kókaíni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum „Tollgæslan hefur stöðvað fjóra einstaklinga sem voru ýmist með innvortis eða með í farangri sínum. Þetta eru karlmenn á sextugsaldri, kona á fertugsaldri, ungur maður á tvítugsaldri,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá eru þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi grunaðir um fíkniefnainnflutning. Síðasta málið kom upp síðastliðinn laugardag en þá var spænsk kona tekin með 700 grömm af kókaíni. Árið 2017 haldlagði lögreglan á Suðurnesjum 46 kíló af hörðum fíkniefnum en aðeins fjórtán kíló í fyrra. Mest er um kókaín og amfetamín. „En svo núna virðist þetta vera algjör sprenging og það sem af er ári erum við að tala um 63 kíló af hörðum fíkniefnum,“ segir Jón Halldór. Hann segir að málin séu ekki fleiri heldur að meira sé flutt inn í einu af hættulegri efnum. Augljóst sé að eftirspurnin sé meiri en áður. „Efnin sem við erum að haldleggja eru sterkari en þau sem við höfum verið að leggja hald á í gegn um tíðina. Við erum að sjá yngri og yngri neytendur og það er bara komin tími til að íslensk stjórnvöld og kerfið allt saman myndi sér skoðun og stefnu í því hvernig við ætlum að vinna á þessu,“ segir Jón Halldór.
Fíkniefnavandinn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15 Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira
Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15
Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00