Mýsnar leika sér meðan jólakötturinn Vigdís er höfð í fríi Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2019 15:49 Nú blasir við að borgarfulltrúar eru að fara í mánaðarlangt jólafrí. Vigdísi þykir það heldur vel í lagt. visir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, furðar sig á löngu hléi sem gert er á borgarstjórnarfundum nú yfir hátíðarnar. „Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi,“ segir Vigdís á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin eins og þau horfa við henni. Hún furðar sig á því hversu langt frí það er sem blasir við borgarfulltrúum. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir jól hefst nú á eftir kl. 14:00,“ segir Vigdís og bætir því við að enn þverskallist meirihlutinn við því að hefja fundina að morgni til að spara útgjöld. Það eru engin tíðindi þegar þessi borgarstjórnarmeirihluti er annars vegar. Nema: „Borgin er skrúfuð niður í heilan mánuð í kringum jólin sem gerir okkur í minnihlutanum áhrifalaus – því: Síðasti borgarráðsfundur var haldinn 5. desember. Búið er að fella niður tvo borgarráðsfundi í desember – en þeir áttu að vera 12. og 19. des. Næsti fundur borgarráðs verður fyrst 9. janúar 2020.“ Vigdís segir jafnframt að nú standi til að fella niður borgarstjórnarfund sem vera átti 7. janúar 2020 og verður fyrsti fundur á nýju ári 21. janúar. Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Það er ansi merkilegt að Vigdís Hauksdóttir líti á það sem frí þó nefndir og ráð fari í eðlilegan rythma í kringum jól og áramót. Hún talar þá bara fyrir sig og kann greinilega ekki að reikna því enn standa yfir fundir hjá ráðum og nefndum fram til Þorláksmessu og hefjast fundir aftur strax í byrjun árs sem getur varla talist mánaðar frí.Staðreyndin er sú að í upphafi árs kynnti ég fundadagatal borgarráð sem var samþykkt.Ég lagði fram nýtt fundadagatal í nóvember með einni breytingu sem var að fundi borgarráðs 12 des væri felldur niður annað er óbreytt.Sem formaður borgarráðs hef ég reynt að stuðla að fjölskylduvænu starfsumhverfi fyrir alla borgarstarfsmenn. Með það að markmiði hef ég viljað draga úr álagi á borgarkerfið í kringum almenn leyfi borgarstarfsmanna, svo sem páskafrí og jólafrí.Því hef ég ekki viljað skipuleggja fundi á þessum tímum nema nauðsyn beri til, enda fer mikil vinna starfsmanna frá öllum sviðum borgarinnar til að undirbúa þessa fundi. En áfram verður unnið í stýrihópum og annarri vinnu borgarráðsfulltrúa.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, furðar sig á löngu hléi sem gert er á borgarstjórnarfundum nú yfir hátíðarnar. „Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi,“ segir Vigdís á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin eins og þau horfa við henni. Hún furðar sig á því hversu langt frí það er sem blasir við borgarfulltrúum. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir jól hefst nú á eftir kl. 14:00,“ segir Vigdís og bætir því við að enn þverskallist meirihlutinn við því að hefja fundina að morgni til að spara útgjöld. Það eru engin tíðindi þegar þessi borgarstjórnarmeirihluti er annars vegar. Nema: „Borgin er skrúfuð niður í heilan mánuð í kringum jólin sem gerir okkur í minnihlutanum áhrifalaus – því: Síðasti borgarráðsfundur var haldinn 5. desember. Búið er að fella niður tvo borgarráðsfundi í desember – en þeir áttu að vera 12. og 19. des. Næsti fundur borgarráðs verður fyrst 9. janúar 2020.“ Vigdís segir jafnframt að nú standi til að fella niður borgarstjórnarfund sem vera átti 7. janúar 2020 og verður fyrsti fundur á nýju ári 21. janúar. Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Það er ansi merkilegt að Vigdís Hauksdóttir líti á það sem frí þó nefndir og ráð fari í eðlilegan rythma í kringum jól og áramót. Hún talar þá bara fyrir sig og kann greinilega ekki að reikna því enn standa yfir fundir hjá ráðum og nefndum fram til Þorláksmessu og hefjast fundir aftur strax í byrjun árs sem getur varla talist mánaðar frí.Staðreyndin er sú að í upphafi árs kynnti ég fundadagatal borgarráð sem var samþykkt.Ég lagði fram nýtt fundadagatal í nóvember með einni breytingu sem var að fundi borgarráðs 12 des væri felldur niður annað er óbreytt.Sem formaður borgarráðs hef ég reynt að stuðla að fjölskylduvænu starfsumhverfi fyrir alla borgarstarfsmenn. Með það að markmiði hef ég viljað draga úr álagi á borgarkerfið í kringum almenn leyfi borgarstarfsmanna, svo sem páskafrí og jólafrí.Því hef ég ekki viljað skipuleggja fundi á þessum tímum nema nauðsyn beri til, enda fer mikil vinna starfsmanna frá öllum sviðum borgarinnar til að undirbúa þessa fundi. En áfram verður unnið í stýrihópum og annarri vinnu borgarráðsfulltrúa.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira