Áhyggjulaus John Snorri hættur eftir átta ferðir af fjórtán Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 15:37 John Snorri var brattur áður en haldið var af stað. Aðsend mynd John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur ákvað rétt í þessu að láta staðar numið í Esju maraþon göngunni sinni eftir 8 ferðir. Hann hóf gönguna klukkan 18 í gærkvöldi. „Ég fann orðið til í hægra hné þegar ég var á áttundu ferðinni upp Esjuna og verkirnir jukust jafnt og þétt. Það væri í sjálfu sér ekkert tiltökumál en þar sem það eru bara tvær vikur í brottför til Pakistan þá fannst mér ekki skynsamlegt að leggja í neina óþarfa áhættu. Þessir sprettir upp Esjuna í gær og í dag voru fyrst og fremst hugsaðir sem æfing og fjáröflun til að vekja athygli á verkefninu en ekki til að stefna því í hættu,“ segir John Snorri í tilkynningu til fjölmiðla. View this post on Instagram A post shared by John Snorri (@john.snorri) on Dec 17, 2019 at 6:19am PST En telur hann sig þá geta tekist á við K2 strax í janúar. „Já ég hef engar efasemdir um það, þetta sem er að hrjá mig núna er hraðaálag. Ferðin upp K2 er allt annars eðlis og hefur lítið með hraða að gera og þannig ekkert til að hafa áhyggjur af. En auðvitað læt ég taka vel á þessu,“ sagði John en hann heldur til Pakistan eftir um tvær vikur. „En ég fékk fullt út úr þessu æfingalega séð. Ég er búinn að vera í fjallinu í roki og kulda í rúmlega 18 tíma sem er góður tími til að undirbúa andlegu hliðina. En auðvitað er einn þáttur í svona þjálfun að taka réttar ákvarðanir og láta kappið ekki koma sér í vandræði,” segir John. Hann bætir við að hann muni hvíla sig í sólarhring og hefja síðan lokaundirbúning fyrir ferðina til Pakistan 2. janúar. Esjan Fjallamennska Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur ákvað rétt í þessu að láta staðar numið í Esju maraþon göngunni sinni eftir 8 ferðir. Hann hóf gönguna klukkan 18 í gærkvöldi. „Ég fann orðið til í hægra hné þegar ég var á áttundu ferðinni upp Esjuna og verkirnir jukust jafnt og þétt. Það væri í sjálfu sér ekkert tiltökumál en þar sem það eru bara tvær vikur í brottför til Pakistan þá fannst mér ekki skynsamlegt að leggja í neina óþarfa áhættu. Þessir sprettir upp Esjuna í gær og í dag voru fyrst og fremst hugsaðir sem æfing og fjáröflun til að vekja athygli á verkefninu en ekki til að stefna því í hættu,“ segir John Snorri í tilkynningu til fjölmiðla. View this post on Instagram A post shared by John Snorri (@john.snorri) on Dec 17, 2019 at 6:19am PST En telur hann sig þá geta tekist á við K2 strax í janúar. „Já ég hef engar efasemdir um það, þetta sem er að hrjá mig núna er hraðaálag. Ferðin upp K2 er allt annars eðlis og hefur lítið með hraða að gera og þannig ekkert til að hafa áhyggjur af. En auðvitað læt ég taka vel á þessu,“ sagði John en hann heldur til Pakistan eftir um tvær vikur. „En ég fékk fullt út úr þessu æfingalega séð. Ég er búinn að vera í fjallinu í roki og kulda í rúmlega 18 tíma sem er góður tími til að undirbúa andlegu hliðina. En auðvitað er einn þáttur í svona þjálfun að taka réttar ákvarðanir og láta kappið ekki koma sér í vandræði,” segir John. Hann bætir við að hann muni hvíla sig í sólarhring og hefja síðan lokaundirbúning fyrir ferðina til Pakistan 2. janúar.
Esjan Fjallamennska Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira