Þórdís ræddi börnin og barnabörnin við forstjóra Samherja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 14:01 Hópurinn Jæja á Facebook birti myndina á síðu sinni í gær. Hefur myndin vakið nokkra athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir aðeins tilviljun hafa ráðið því að hún sat við sama borð og Björgólfur Jóhannsson í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli fyrir helgi. Jæja-hópurinn hefur dreift myndinni á Facebook undir yfirskriftinni „Samstaða flokksins með Samherja“. Þar stóð að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja allt undir til að verja Samherja og spillinguna, en Þórdís er ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að neðan má sjá færslu Jæja-hópsins en samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar, ekki staddur á flugvellinum ólíkt því sem fram kemur í póstinum. DV gerði sér mat úr myndinni og birti frétt með fyrirsögninni „Þórdís og Samherji gómuð saman“. Vökull borgari hefði tekið myndina en aðdragandi hennar væri óljós. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Fréttablaðið að myndin sé á engan hátt óheppileg og ekki hafi verið um neins konar fund að ræða. Hún hafi fengið sér sæti við borð og Björgólfur sest þar við hliðina. Málefni Samherja hafi að sjálfsögðu ekki borið á góma. Þau Björgólfur þekkist enda hafi þau unnið saman í Stjórnstöð ferðamála undanfarin þrjú ár. „Ég var að bíða eftir fluginu mínu. Ég fékk mér sæti í flugstöð og las tölvupóstana mína. Ég veit ekki hvað annað er um það að að segja,“ segir Þórdís. „Við ræddum meðal annars jólafrí og barnabörnin hans og börnin mín.“ Þórdís var á ferð um Norðurlandið með ráðherrum á föstudaginn þar sem hús var meðal annars tekið á Dalvíkingum. Samherji er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu og Angóla. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið til hliðar sem forstjóri á meðan málið er til skoðunar og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri. Ráðherrar hafa verið settir af í Namibíu vegna málsins og verið handteknir ásamt fleiri háttsettum aðilum. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir aðeins tilviljun hafa ráðið því að hún sat við sama borð og Björgólfur Jóhannsson í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli fyrir helgi. Jæja-hópurinn hefur dreift myndinni á Facebook undir yfirskriftinni „Samstaða flokksins með Samherja“. Þar stóð að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja allt undir til að verja Samherja og spillinguna, en Þórdís er ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að neðan má sjá færslu Jæja-hópsins en samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar, ekki staddur á flugvellinum ólíkt því sem fram kemur í póstinum. DV gerði sér mat úr myndinni og birti frétt með fyrirsögninni „Þórdís og Samherji gómuð saman“. Vökull borgari hefði tekið myndina en aðdragandi hennar væri óljós. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Fréttablaðið að myndin sé á engan hátt óheppileg og ekki hafi verið um neins konar fund að ræða. Hún hafi fengið sér sæti við borð og Björgólfur sest þar við hliðina. Málefni Samherja hafi að sjálfsögðu ekki borið á góma. Þau Björgólfur þekkist enda hafi þau unnið saman í Stjórnstöð ferðamála undanfarin þrjú ár. „Ég var að bíða eftir fluginu mínu. Ég fékk mér sæti í flugstöð og las tölvupóstana mína. Ég veit ekki hvað annað er um það að að segja,“ segir Þórdís. „Við ræddum meðal annars jólafrí og barnabörnin hans og börnin mín.“ Þórdís var á ferð um Norðurlandið með ráðherrum á föstudaginn þar sem hús var meðal annars tekið á Dalvíkingum. Samherji er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu og Angóla. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið til hliðar sem forstjóri á meðan málið er til skoðunar og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri. Ráðherrar hafa verið settir af í Namibíu vegna málsins og verið handteknir ásamt fleiri háttsettum aðilum.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30
Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00