Þórdís ræddi börnin og barnabörnin við forstjóra Samherja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 14:01 Hópurinn Jæja á Facebook birti myndina á síðu sinni í gær. Hefur myndin vakið nokkra athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir aðeins tilviljun hafa ráðið því að hún sat við sama borð og Björgólfur Jóhannsson í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli fyrir helgi. Jæja-hópurinn hefur dreift myndinni á Facebook undir yfirskriftinni „Samstaða flokksins með Samherja“. Þar stóð að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja allt undir til að verja Samherja og spillinguna, en Þórdís er ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að neðan má sjá færslu Jæja-hópsins en samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar, ekki staddur á flugvellinum ólíkt því sem fram kemur í póstinum. DV gerði sér mat úr myndinni og birti frétt með fyrirsögninni „Þórdís og Samherji gómuð saman“. Vökull borgari hefði tekið myndina en aðdragandi hennar væri óljós. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Fréttablaðið að myndin sé á engan hátt óheppileg og ekki hafi verið um neins konar fund að ræða. Hún hafi fengið sér sæti við borð og Björgólfur sest þar við hliðina. Málefni Samherja hafi að sjálfsögðu ekki borið á góma. Þau Björgólfur þekkist enda hafi þau unnið saman í Stjórnstöð ferðamála undanfarin þrjú ár. „Ég var að bíða eftir fluginu mínu. Ég fékk mér sæti í flugstöð og las tölvupóstana mína. Ég veit ekki hvað annað er um það að að segja,“ segir Þórdís. „Við ræddum meðal annars jólafrí og barnabörnin hans og börnin mín.“ Þórdís var á ferð um Norðurlandið með ráðherrum á föstudaginn þar sem hús var meðal annars tekið á Dalvíkingum. Samherji er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu og Angóla. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið til hliðar sem forstjóri á meðan málið er til skoðunar og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri. Ráðherrar hafa verið settir af í Namibíu vegna málsins og verið handteknir ásamt fleiri háttsettum aðilum. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir aðeins tilviljun hafa ráðið því að hún sat við sama borð og Björgólfur Jóhannsson í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli fyrir helgi. Jæja-hópurinn hefur dreift myndinni á Facebook undir yfirskriftinni „Samstaða flokksins með Samherja“. Þar stóð að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja allt undir til að verja Samherja og spillinguna, en Þórdís er ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að neðan má sjá færslu Jæja-hópsins en samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar, ekki staddur á flugvellinum ólíkt því sem fram kemur í póstinum. DV gerði sér mat úr myndinni og birti frétt með fyrirsögninni „Þórdís og Samherji gómuð saman“. Vökull borgari hefði tekið myndina en aðdragandi hennar væri óljós. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Fréttablaðið að myndin sé á engan hátt óheppileg og ekki hafi verið um neins konar fund að ræða. Hún hafi fengið sér sæti við borð og Björgólfur sest þar við hliðina. Málefni Samherja hafi að sjálfsögðu ekki borið á góma. Þau Björgólfur þekkist enda hafi þau unnið saman í Stjórnstöð ferðamála undanfarin þrjú ár. „Ég var að bíða eftir fluginu mínu. Ég fékk mér sæti í flugstöð og las tölvupóstana mína. Ég veit ekki hvað annað er um það að að segja,“ segir Þórdís. „Við ræddum meðal annars jólafrí og barnabörnin hans og börnin mín.“ Þórdís var á ferð um Norðurlandið með ráðherrum á föstudaginn þar sem hús var meðal annars tekið á Dalvíkingum. Samherji er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu og Angóla. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið til hliðar sem forstjóri á meðan málið er til skoðunar og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri. Ráðherrar hafa verið settir af í Namibíu vegna málsins og verið handteknir ásamt fleiri háttsettum aðilum.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30
Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00