„Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 19:00 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. Miklir veikleikar birtust viðbragðsaðilum í Tetrakerfinu þegar óveðrið fór yfir landið í liðinni viku. Kerfið lá til dæmis niðri í sólarhring í Skagafirði og er það mat viðbragðsaðila að ekki sé hægt að treysta á það. Úrbóta sé þörf, fjölga þurfi sendum og búa þannig um hnúta að þó rafmagn fari þá endist varaflið lengur en sólarhring. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta kalla á víðtæka úttekt og hefur lagt fram fjölda fyrirspurna um málið á Alþingi. „Þegar Tetra-kerfið fer missa viðbragðsaðilar tæki til samskipta. Það lítur út fyrir að þetta hafi gerst með alvarlegum hætti í Skagafirði og full nauðsyn að fara vel og ítarlega yfir þetta,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tetrakerfið var ekki það eina sem datt út. Fjarskipti eins og þau lögðu sig rofnuðu á Norðurlandi. Almenningur hafði til dæmis ekki farsímasamband þegar rafmagnið fór. Njáll segir þetta dæmi um hversu viðkvæm nútímatækni getur verið. „Tækni á Íslandi hefur breyst gríðarlega frá veðrunum 91 og 95, þegar síðast urðu gríðarlegar raforkutruflanir, þá vorum við með koparsíma þá. Ég velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar,“ segir Njáll. Tryggja þurfi varaafl hjá farsímasendum og gera fjarskipta fyrirtækjum kleift að samnýta varaflsbúnað. Samkeppnislög koma þó í veg fyrir það í dag. „Við verðum að skoða hvort þjóðaröryggishagsmunir eiga að ná lengra en það sem snýr að samkeppnishagsmunum í landinu.“ Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. Miklir veikleikar birtust viðbragðsaðilum í Tetrakerfinu þegar óveðrið fór yfir landið í liðinni viku. Kerfið lá til dæmis niðri í sólarhring í Skagafirði og er það mat viðbragðsaðila að ekki sé hægt að treysta á það. Úrbóta sé þörf, fjölga þurfi sendum og búa þannig um hnúta að þó rafmagn fari þá endist varaflið lengur en sólarhring. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta kalla á víðtæka úttekt og hefur lagt fram fjölda fyrirspurna um málið á Alþingi. „Þegar Tetra-kerfið fer missa viðbragðsaðilar tæki til samskipta. Það lítur út fyrir að þetta hafi gerst með alvarlegum hætti í Skagafirði og full nauðsyn að fara vel og ítarlega yfir þetta,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tetrakerfið var ekki það eina sem datt út. Fjarskipti eins og þau lögðu sig rofnuðu á Norðurlandi. Almenningur hafði til dæmis ekki farsímasamband þegar rafmagnið fór. Njáll segir þetta dæmi um hversu viðkvæm nútímatækni getur verið. „Tækni á Íslandi hefur breyst gríðarlega frá veðrunum 91 og 95, þegar síðast urðu gríðarlegar raforkutruflanir, þá vorum við með koparsíma þá. Ég velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar,“ segir Njáll. Tryggja þurfi varaafl hjá farsímasendum og gera fjarskipta fyrirtækjum kleift að samnýta varaflsbúnað. Samkeppnislög koma þó í veg fyrir það í dag. „Við verðum að skoða hvort þjóðaröryggishagsmunir eiga að ná lengra en það sem snýr að samkeppnishagsmunum í landinu.“
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira