Gott að huga að vatnslögnum fyrir komandi frostgadd Eiður Þór Árnason skrifar 13. desember 2019 19:20 Frostið er ekkert á förum á næstunni. Vísir/Vilhelm Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga.Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. „Allt sem getur klikkað, það klikkar alltaf á versta tíma, það er bara þannig,“ segir Sigurður Ingvar Hannesson, formaður félags pípulagningameistara. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að það sé gjarnan mikill annatími hjá pípulagningarmeisturum í kringum kuldaköst líkt og nú. „Aðalhættan er núna í vatnslögnum. Við tölum um heitavatn og svo vatnslagnir en fólk gleymir kannski að taka slöngur af garðkrönum. Það er mjög hættulegt vegna þess að þá tæmir hann sig ekki og þá getur hann frosið og sprungið inn í veggjum.“ Mikilvægt að passa upp á slönguna Í ljósi þessa segir hann það eiga að vera fyrsta verk fólks að athuga með slönguna.„Ef þið erum með garðslönguna út í garði eða tengda við krana sem á að tæma sig út, takið það af.“ Einnig ef fólk sér eitthvað vatn úti þá hvetur Sigurður fólk til þess að tæma það ef hægt er. Sigurður segir að svokallaðir þrýstijafnarar eigi það oft til að gefa sig á þessum tíma eða þá að bilun komi í ljós þegar kalt er í veðri. Bilunin lýsi sér oftast í því að þrýstijafnarinn festist í ákveðinni stöðu og gefi þá ekki meiri hita en stillingin gaf til kynna áður en hann festist. Aðalmálið að loka fyrir neysluvatn Sumir sumarhúsaeigendur gætu einnig þurft að huga að sínum málum. Sigurður segir að ef hitaveitukerfið sé í lagi í húsinu þá þurfi fólk yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af komandi frosti. „Númer eitt og tvö er að loka fyrir neysluvatn.“ „Það er aðalmálið, að það sé ekki opið vatn inn í húsið þegar enginn er á staðnum.“ Þegar kemur að heitum pottum þá segir hann að ef gengið sé rétt frá þeim sé engin þörf á áhyggjum á þessum tíma. „Ef að menn opna fyrir frárennslið, vatnið á að vera sjálftæmandi eða með hitaþræði í. Þannig ef að það er rétt gengið frá þessu í upphafi þá á það ekki að skipta máli.“ Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12 Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. 12. desember 2019 07:03 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga.Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. „Allt sem getur klikkað, það klikkar alltaf á versta tíma, það er bara þannig,“ segir Sigurður Ingvar Hannesson, formaður félags pípulagningameistara. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að það sé gjarnan mikill annatími hjá pípulagningarmeisturum í kringum kuldaköst líkt og nú. „Aðalhættan er núna í vatnslögnum. Við tölum um heitavatn og svo vatnslagnir en fólk gleymir kannski að taka slöngur af garðkrönum. Það er mjög hættulegt vegna þess að þá tæmir hann sig ekki og þá getur hann frosið og sprungið inn í veggjum.“ Mikilvægt að passa upp á slönguna Í ljósi þessa segir hann það eiga að vera fyrsta verk fólks að athuga með slönguna.„Ef þið erum með garðslönguna út í garði eða tengda við krana sem á að tæma sig út, takið það af.“ Einnig ef fólk sér eitthvað vatn úti þá hvetur Sigurður fólk til þess að tæma það ef hægt er. Sigurður segir að svokallaðir þrýstijafnarar eigi það oft til að gefa sig á þessum tíma eða þá að bilun komi í ljós þegar kalt er í veðri. Bilunin lýsi sér oftast í því að þrýstijafnarinn festist í ákveðinni stöðu og gefi þá ekki meiri hita en stillingin gaf til kynna áður en hann festist. Aðalmálið að loka fyrir neysluvatn Sumir sumarhúsaeigendur gætu einnig þurft að huga að sínum málum. Sigurður segir að ef hitaveitukerfið sé í lagi í húsinu þá þurfi fólk yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af komandi frosti. „Númer eitt og tvö er að loka fyrir neysluvatn.“ „Það er aðalmálið, að það sé ekki opið vatn inn í húsið þegar enginn er á staðnum.“ Þegar kemur að heitum pottum þá segir hann að ef gengið sé rétt frá þeim sé engin þörf á áhyggjum á þessum tíma. „Ef að menn opna fyrir frárennslið, vatnið á að vera sjálftæmandi eða með hitaþræði í. Þannig ef að það er rétt gengið frá þessu í upphafi þá á það ekki að skipta máli.“
Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12 Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. 12. desember 2019 07:03 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. 13. desember 2019 08:12