Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 15:45 Lárus Helgi Ólafsson. Mynd/S2 Sport Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Framara í Olísdeild karla í handbolta, hefur að eigin sögn fengið fimmtán skot í höfuðið á þessu tímabili. Guðjón Guðmundsson hitti Lárus Helga og ræddi áhyggjur hans af því að veta ítrekað skotinn niður í markinu. Mikil umræða um höfuðmeiðsli í íslenskum íþróttum hefur vakið mikla athygli síðustu vikur. Lárus Helgi Ólafsson, sem ver mark Fram í Olís deild karla, vill að málið verði skoðað betur. „Miðað við að þetta er farið að gerast svona oft og miðað við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið, þá þarf virkilega að skoða þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í dag. Hvað hefur breyst í handboltanum að mati Lárusar Helga? „Það er góð spurning. Ég er búinn að vera renna svolítið yfir þetta í huganum. Það getur vel verið að þetta sé einhver óheppni og ég sé bara að fá boltann extra mikið í höfuðið miðað við aðra markmenn. Það getur vel verið að það séu markmenn sem séu búnir að fá boltann lítið sem ekkert í höfuðið,“ sagði Lárus Helgi. „Ég er að velta fyrir mér alls konar hlutum eins og hvort ég sá opnari á höfðið en aðrir markmenn. Þjálfararnir eru kannski að segja: Lalli, er opinn á haus, skjótum þar. Það er einn af þessum punktum sem ég er búinn að hugsa um. Ég held samt að það sér erfitt að finna útskýringar á þessu,“ sagði Lárus Helgi. Lárus vill að það verði beitt refsingum skjóti leikmenn í höfuðið á markmanni í opnum leik. „Ég átta mig á því að flækjustigið á þessu yrði þokkalegt. Það er hægt að skoða þetta út frá því að það er rautt spjald fyrir að skjóta í höfuðið á markverði í vítakasti. Ef þú skýtur í andlit varnarmanns í aukakasti þá er það einnig rautt,“ sagði Lárus Helgi „Mér finnst bara að ef leikmenn eru að koma úr opnum leik, hvort sem það eru úr horni, línu eða hraðaupphlaupi og skotið fer í haus á markmanni þá finnst mér að það eigi að vera rautt spjald,“ sagði Lárus Helgi. „Ég átta mig á því að það yrði ekkert hlaupið að þessu og það eru örugglega margir sem hafa skoðanir á þessum hlutum. Ég held bara að með allri þessari vakningu varðandi höfuðmeiðsli undanfarin misseri þá gætum við verðið í fararbroddi að koma með þessa hugmynd inn á alþjóðlega sviðið,“ sagði Lárus Helgi. Það má sjá viðtal og umfjöllun Gaupa um málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Framara í Olísdeild karla í handbolta, hefur að eigin sögn fengið fimmtán skot í höfuðið á þessu tímabili. Guðjón Guðmundsson hitti Lárus Helga og ræddi áhyggjur hans af því að veta ítrekað skotinn niður í markinu. Mikil umræða um höfuðmeiðsli í íslenskum íþróttum hefur vakið mikla athygli síðustu vikur. Lárus Helgi Ólafsson, sem ver mark Fram í Olís deild karla, vill að málið verði skoðað betur. „Miðað við að þetta er farið að gerast svona oft og miðað við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið, þá þarf virkilega að skoða þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í dag. Hvað hefur breyst í handboltanum að mati Lárusar Helga? „Það er góð spurning. Ég er búinn að vera renna svolítið yfir þetta í huganum. Það getur vel verið að þetta sé einhver óheppni og ég sé bara að fá boltann extra mikið í höfuðið miðað við aðra markmenn. Það getur vel verið að það séu markmenn sem séu búnir að fá boltann lítið sem ekkert í höfuðið,“ sagði Lárus Helgi. „Ég er að velta fyrir mér alls konar hlutum eins og hvort ég sá opnari á höfðið en aðrir markmenn. Þjálfararnir eru kannski að segja: Lalli, er opinn á haus, skjótum þar. Það er einn af þessum punktum sem ég er búinn að hugsa um. Ég held samt að það sér erfitt að finna útskýringar á þessu,“ sagði Lárus Helgi. Lárus vill að það verði beitt refsingum skjóti leikmenn í höfuðið á markmanni í opnum leik. „Ég átta mig á því að flækjustigið á þessu yrði þokkalegt. Það er hægt að skoða þetta út frá því að það er rautt spjald fyrir að skjóta í höfuðið á markverði í vítakasti. Ef þú skýtur í andlit varnarmanns í aukakasti þá er það einnig rautt,“ sagði Lárus Helgi „Mér finnst bara að ef leikmenn eru að koma úr opnum leik, hvort sem það eru úr horni, línu eða hraðaupphlaupi og skotið fer í haus á markmanni þá finnst mér að það eigi að vera rautt spjald,“ sagði Lárus Helgi. „Ég átta mig á því að það yrði ekkert hlaupið að þessu og það eru örugglega margir sem hafa skoðanir á þessum hlutum. Ég held bara að með allri þessari vakningu varðandi höfuðmeiðsli undanfarin misseri þá gætum við verðið í fararbroddi að koma með þessa hugmynd inn á alþjóðlega sviðið,“ sagði Lárus Helgi. Það má sjá viðtal og umfjöllun Gaupa um málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira