Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 15:45 Lárus Helgi Ólafsson. Mynd/S2 Sport Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Framara í Olísdeild karla í handbolta, hefur að eigin sögn fengið fimmtán skot í höfuðið á þessu tímabili. Guðjón Guðmundsson hitti Lárus Helga og ræddi áhyggjur hans af því að veta ítrekað skotinn niður í markinu. Mikil umræða um höfuðmeiðsli í íslenskum íþróttum hefur vakið mikla athygli síðustu vikur. Lárus Helgi Ólafsson, sem ver mark Fram í Olís deild karla, vill að málið verði skoðað betur. „Miðað við að þetta er farið að gerast svona oft og miðað við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið, þá þarf virkilega að skoða þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í dag. Hvað hefur breyst í handboltanum að mati Lárusar Helga? „Það er góð spurning. Ég er búinn að vera renna svolítið yfir þetta í huganum. Það getur vel verið að þetta sé einhver óheppni og ég sé bara að fá boltann extra mikið í höfuðið miðað við aðra markmenn. Það getur vel verið að það séu markmenn sem séu búnir að fá boltann lítið sem ekkert í höfuðið,“ sagði Lárus Helgi. „Ég er að velta fyrir mér alls konar hlutum eins og hvort ég sá opnari á höfðið en aðrir markmenn. Þjálfararnir eru kannski að segja: Lalli, er opinn á haus, skjótum þar. Það er einn af þessum punktum sem ég er búinn að hugsa um. Ég held samt að það sér erfitt að finna útskýringar á þessu,“ sagði Lárus Helgi. Lárus vill að það verði beitt refsingum skjóti leikmenn í höfuðið á markmanni í opnum leik. „Ég átta mig á því að flækjustigið á þessu yrði þokkalegt. Það er hægt að skoða þetta út frá því að það er rautt spjald fyrir að skjóta í höfuðið á markverði í vítakasti. Ef þú skýtur í andlit varnarmanns í aukakasti þá er það einnig rautt,“ sagði Lárus Helgi „Mér finnst bara að ef leikmenn eru að koma úr opnum leik, hvort sem það eru úr horni, línu eða hraðaupphlaupi og skotið fer í haus á markmanni þá finnst mér að það eigi að vera rautt spjald,“ sagði Lárus Helgi. „Ég átta mig á því að það yrði ekkert hlaupið að þessu og það eru örugglega margir sem hafa skoðanir á þessum hlutum. Ég held bara að með allri þessari vakningu varðandi höfuðmeiðsli undanfarin misseri þá gætum við verðið í fararbroddi að koma með þessa hugmynd inn á alþjóðlega sviðið,“ sagði Lárus Helgi. Það má sjá viðtal og umfjöllun Gaupa um málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Framara í Olísdeild karla í handbolta, hefur að eigin sögn fengið fimmtán skot í höfuðið á þessu tímabili. Guðjón Guðmundsson hitti Lárus Helga og ræddi áhyggjur hans af því að veta ítrekað skotinn niður í markinu. Mikil umræða um höfuðmeiðsli í íslenskum íþróttum hefur vakið mikla athygli síðustu vikur. Lárus Helgi Ólafsson, sem ver mark Fram í Olís deild karla, vill að málið verði skoðað betur. „Miðað við að þetta er farið að gerast svona oft og miðað við umræðuna í þjóðfélaginu undanfarið, þá þarf virkilega að skoða þetta,“ sagði Lárus Helgi Ólafsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í dag. Hvað hefur breyst í handboltanum að mati Lárusar Helga? „Það er góð spurning. Ég er búinn að vera renna svolítið yfir þetta í huganum. Það getur vel verið að þetta sé einhver óheppni og ég sé bara að fá boltann extra mikið í höfuðið miðað við aðra markmenn. Það getur vel verið að það séu markmenn sem séu búnir að fá boltann lítið sem ekkert í höfuðið,“ sagði Lárus Helgi. „Ég er að velta fyrir mér alls konar hlutum eins og hvort ég sá opnari á höfðið en aðrir markmenn. Þjálfararnir eru kannski að segja: Lalli, er opinn á haus, skjótum þar. Það er einn af þessum punktum sem ég er búinn að hugsa um. Ég held samt að það sér erfitt að finna útskýringar á þessu,“ sagði Lárus Helgi. Lárus vill að það verði beitt refsingum skjóti leikmenn í höfuðið á markmanni í opnum leik. „Ég átta mig á því að flækjustigið á þessu yrði þokkalegt. Það er hægt að skoða þetta út frá því að það er rautt spjald fyrir að skjóta í höfuðið á markverði í vítakasti. Ef þú skýtur í andlit varnarmanns í aukakasti þá er það einnig rautt,“ sagði Lárus Helgi „Mér finnst bara að ef leikmenn eru að koma úr opnum leik, hvort sem það eru úr horni, línu eða hraðaupphlaupi og skotið fer í haus á markmanni þá finnst mér að það eigi að vera rautt spjald,“ sagði Lárus Helgi. „Ég átta mig á því að það yrði ekkert hlaupið að þessu og það eru örugglega margir sem hafa skoðanir á þessum hlutum. Ég held bara að með allri þessari vakningu varðandi höfuðmeiðsli undanfarin misseri þá gætum við verðið í fararbroddi að koma með þessa hugmynd inn á alþjóðlega sviðið,“ sagði Lárus Helgi. Það má sjá viðtal og umfjöllun Gaupa um málið í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Lárus vill að Ísland verði í fararbroddi þegar kemur að skotum í höfuð markvarða
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira