Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2019 14:17 Katrín bæjarstjóri á Dalvík ræðir við forsætisráðherra, samgönguráðherra, sjávarútvegsráðherra, dómsmálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísir/BirgirO Fimm úr ráðherrateymi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur funduðu með bæjarfulltrúum og fulltrúum úr atvinnulífinu á Dalvík klukkan tvö í dag. Fundurinn fór fram við kertaljós sem var bæði táknrænt í ljósi rafmagnsleysisins sem verið hefur í Fjallabyggð, Dalvík og nærliggjandi svæðum en sömuleiðis til að spara rafmagn. Fjölmiðlar fengu að fylgjast með upphafi fundar en síðan hafa umræður farið fram á lokuðum fundi. Ráðherrar hafa spurt Katrínu Sigurjónsdóttur út í ástandið undanfarna daga og hvernig viðbrögð hafa verið á svæðinu en ýmislegt hefur gengið á. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp fimm ráðuneyta sem verður falið að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að tryggja að slíkir grunninnviðir séu í stakk búnir til að takast á við ofsaveður á borð við það sem geysaði á landinu undanfarna sólarhringa. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu mun leiða vinnu starfshópsins. Miðað er við að hann skili tillögums ínum fyrir 1. mars 2020. Til viðbótar við öryggi í raforku og fjarskiptum mun hópurinn skoða samgöngur, byggðamál og dreifikerfi ríkisútvarpsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að það sé mat ríkisstjórnarinnar að tryggir samfélagslegir innviðir lúti að þjóðaröryggi. Starfshópurinn mun beina athygli sinni sérstaklega að afhendingaröryggi raforku. Þannig verður kallað eftir skýrslum og greiningum af hálfu Landsnets og dreifiveitna á því tjóni hlaust af óveðrinu á þiðjudag og miðvikudag. Ríkisstjórnin vill vita hvernig fyrirtækin undirbjuggu sig, hvernig unnið var í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna og hvað hefði mátt betur fara. Starfshópnum er falið að greina upplýsingar og koma fram með tillögur að úrbótum sem geta eflt flutnings- og dreifikerfi raforku þannig að það geti betur mætt ofsaveðrum og öðrum áföllum. Þar með verði unnt að lágmarka það samfélagslega- og efnahagslega tjón sem hlýst af langvarandi og víðtæku rafmagnsleysi á tilteknum landsvæðum. Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Fimm úr ráðherrateymi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur funduðu með bæjarfulltrúum og fulltrúum úr atvinnulífinu á Dalvík klukkan tvö í dag. Fundurinn fór fram við kertaljós sem var bæði táknrænt í ljósi rafmagnsleysisins sem verið hefur í Fjallabyggð, Dalvík og nærliggjandi svæðum en sömuleiðis til að spara rafmagn. Fjölmiðlar fengu að fylgjast með upphafi fundar en síðan hafa umræður farið fram á lokuðum fundi. Ráðherrar hafa spurt Katrínu Sigurjónsdóttur út í ástandið undanfarna daga og hvernig viðbrögð hafa verið á svæðinu en ýmislegt hefur gengið á. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp fimm ráðuneyta sem verður falið að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að tryggja að slíkir grunninnviðir séu í stakk búnir til að takast á við ofsaveður á borð við það sem geysaði á landinu undanfarna sólarhringa. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu mun leiða vinnu starfshópsins. Miðað er við að hann skili tillögums ínum fyrir 1. mars 2020. Til viðbótar við öryggi í raforku og fjarskiptum mun hópurinn skoða samgöngur, byggðamál og dreifikerfi ríkisútvarpsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að það sé mat ríkisstjórnarinnar að tryggir samfélagslegir innviðir lúti að þjóðaröryggi. Starfshópurinn mun beina athygli sinni sérstaklega að afhendingaröryggi raforku. Þannig verður kallað eftir skýrslum og greiningum af hálfu Landsnets og dreifiveitna á því tjóni hlaust af óveðrinu á þiðjudag og miðvikudag. Ríkisstjórnin vill vita hvernig fyrirtækin undirbjuggu sig, hvernig unnið var í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna og hvað hefði mátt betur fara. Starfshópnum er falið að greina upplýsingar og koma fram með tillögur að úrbótum sem geta eflt flutnings- og dreifikerfi raforku þannig að það geti betur mætt ofsaveðrum og öðrum áföllum. Þar með verði unnt að lágmarka það samfélagslega- og efnahagslega tjón sem hlýst af langvarandi og víðtæku rafmagnsleysi á tilteknum landsvæðum.
Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51