Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 11:53 Björgunarsveitarfólk hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi var við björgunarstörf norður í landi í gær. Instagram/Hjálparsveit skáta í Kópavogi „Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir landið í vikunni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Þórdísi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við því ofsaveðri sem gengið hefur yfir landið og þær afleiðingar sem það hefur haft. „Nú hafa margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, bændur og fleiri verið án rafmagns í nokkra sólarhringa og eru margir hverjir enn. Bændur hafa þurft að hella niður mjólk, fyrirtæki hafa ekki getað sett vélar sínar í gang til að framleiða vörur, vatn fæst ekki til þess að brynna skepnum eða fólki,“ sagði Gunnar Bragi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm Spurði hann hvort eðlilegt væri að staðan væri þessi árið 2019. „Hvernig má það vera að við séum þannig stödd að þó að rafmagnið fari af að þá séu ekki til varaafl til að keyra helstu þéttbýlisstaði jafnvel á þessu landsvæði?“ spurði hann meðal annars. Þórdís tók undir með Gunnari Braga um að flutnings- og dreifikerfi raforku á Íslandi væri ekki nægilega sterkt. Ráðast þurfi í frekari framkvæmdir til að treysta kerfið og byggja það upp. „Höfum við lagt áherslu á að treysta flutningskerfi raforku? Erum við með augun á þeim boltum? Erum við að reyna að gera það sem við getum til að flýta fyrir því og koma þeim framkvæmdum sem þarf að koma á áfram? Svarið við því er já,“ sagði Þórdís. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ljóst sé þó að veður hafi verið mjög óvenjulegt. „Til að mynda ef þú horfir á Þeistareykjalínu eitt sem er topp lína í kerfinu okkar, glæný og mjög sterk. Hún fer samt út sem segir okkur það að veðrið var greinilega mjög átakamikið og vont,“ sagði Þórdís. „Það er auðvitað þannig, að á meðan við erum bæði með frekar flókið regluverk utan um það hvernig við komum svona framkvæmdum á koppinn, það er hægt að gera betur í því og minn vilji stendur til þess. Og það hefur tekið of langan tíma að byggja upp til að mynda, gera þær mikilvægu breytingar á meginflutningskerfinu sem hefur þurft að gera,“ sagði Þórdís. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira
„Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir landið í vikunni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Þórdísi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við því ofsaveðri sem gengið hefur yfir landið og þær afleiðingar sem það hefur haft. „Nú hafa margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, bændur og fleiri verið án rafmagns í nokkra sólarhringa og eru margir hverjir enn. Bændur hafa þurft að hella niður mjólk, fyrirtæki hafa ekki getað sett vélar sínar í gang til að framleiða vörur, vatn fæst ekki til þess að brynna skepnum eða fólki,“ sagði Gunnar Bragi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm Spurði hann hvort eðlilegt væri að staðan væri þessi árið 2019. „Hvernig má það vera að við séum þannig stödd að þó að rafmagnið fari af að þá séu ekki til varaafl til að keyra helstu þéttbýlisstaði jafnvel á þessu landsvæði?“ spurði hann meðal annars. Þórdís tók undir með Gunnari Braga um að flutnings- og dreifikerfi raforku á Íslandi væri ekki nægilega sterkt. Ráðast þurfi í frekari framkvæmdir til að treysta kerfið og byggja það upp. „Höfum við lagt áherslu á að treysta flutningskerfi raforku? Erum við með augun á þeim boltum? Erum við að reyna að gera það sem við getum til að flýta fyrir því og koma þeim framkvæmdum sem þarf að koma á áfram? Svarið við því er já,“ sagði Þórdís. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ljóst sé þó að veður hafi verið mjög óvenjulegt. „Til að mynda ef þú horfir á Þeistareykjalínu eitt sem er topp lína í kerfinu okkar, glæný og mjög sterk. Hún fer samt út sem segir okkur það að veðrið var greinilega mjög átakamikið og vont,“ sagði Þórdís. „Það er auðvitað þannig, að á meðan við erum bæði með frekar flókið regluverk utan um það hvernig við komum svona framkvæmdum á koppinn, það er hægt að gera betur í því og minn vilji stendur til þess. Og það hefur tekið of langan tíma að byggja upp til að mynda, gera þær mikilvægu breytingar á meginflutningskerfinu sem hefur þurft að gera,“ sagði Þórdís.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51