Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2019 01:00 Þessa mynd úr umdæminu birti lögreglan á Norðurlandi eystra á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld. Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, eru björgunarsveitir að störfum í öllu umdæminu, sem er ansi víðfeðmt. „Hér á Akureyri er búið að snjóa mikið af blautum snjó og það er þungfært víða í bænum. Rafmagn hefur þó haldist á bænum. Lögregla og björgunarsveitir hafa verið að sinna þjónustuverkefnum, koma heilbrigðisstarfsfólki á milli og svoleiðis,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Allir vegir í umdæminu eru meira og minna lokaðir og þá hefur verið rafmagnsóregla víða, eins og Jóhannes orðar það. „Það er að segja rafmagn hefur farið og komið inn aftur. Rafmagnið er inni á Tröllaskaga eins og er, það er að segja á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Það eru björgunarsveitir að störfum á öllum þessum stöðum. Á Ólafsfirði hefur verið aðeins fok og það hafa fokið þakplötur af tveimur húsum. Það er þannig að það er ekki hægt að eiga við að hemja það eins og er það er of mikil áhætta að setja mannskap í það eins og aðstæður eru núna,“ segi Jóhannes. Raflínan hangir lágt yfir veginum Á Siglufirði hafa björgunarsveitarmenn verið að keyra heilbrigðisstarfsmenn til og frá vinnu og á Dalvík hefur björgunarsveitin verið að sinna ýmsu. „Eins og til dæmis núna þá eru þeir að huga að rafmagnslínu sem er búið að hlaðast mikill ís og hún hefur farin að sligast yfir veginn þarna skammt sunnan við Dalvík við afleggjarann inn í Svarfaðardal. Hún hangir lágt yfir veginum. Það er verið að bíða eftir starfsmönnum frá RARIK til að bregðast við þessu en björgunarsveitarmenn vakta línuna eins og er.“ Þá eru líka vandræði með rafmagnslínur í Ljósavatnsskarði. „Laxárlína 1 heitir hún sem er þarna farin að nálgast veginn óþægilega þannig að menn frá RARIK eru á leiðinni þangað. Það hleðst ís á línurnar þannig að þær síga mikið og staurar hafa brotnað sums staðar,“ segir Jóhannes. Þannig hafa til dæmis fjórtán stæður brotnað á Kópaskerslínu 1 samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Þar er tjónið töluvert en ekki verður farið í á meðan veðrið gengur yfir. RARIK keyrir varaafl á Raufarhöfn, Bakkafirði, Kópaskeri og Þórshöfn. Fjarskiptaendurvarpi að verða rafmagnslaus Í Öxarfirði er síðan fjarskiptaendurvarpi að verða rafmagnslaus að sögn Jóhannesar. „Það er ekki rafmagn á honum og hann hefur verið á varaafli. Hann er það sem heldur GSM-kerfinu og Tetra-talstöðvunum okkar lifandi þannig ef hann dettur út þá er dottið út gsm og talstöðvasamband viðbragðsaðila. Það eru menn á leiðinni frá Húsavík til að skoða þetta. Menn eru að brjótast áfram í brjáluðu veðri og mikilli ófærð svo þetta tekur allt sinn tíma þannig að það kann að verða að hann verði straumlaus,“ segir Jóhannes. Þá er búið að gefa það út í flestum skólum í umdæminu að það verði ekki skólahald á morgun, miðvikudag, í það minnsta fram að hádegi. Jóhannes bendir foreldrum og forráðamönnum á að fylgjast vel með heimasíðum sveitarfélaganna, leikskólanna og grunnskólanna. „En síðan má kannski segja það að fólk hefur tekið til greina viðvaranir og ekki verið á ferðinni. Við höfum ekki verið mikið að aðstoða fólk sem hefur verið að ana út í einhverja vitleysu þannig að það hefur blessunarlega ekki þurft að sinna svoleiðis hlutum.“ Aðgerðastjórn verður mönnuð fyrir norðan í nótt og fram á morgun. Akureyri Fjallabyggð Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Netverjar grínast með vonskuveður: „Ófærð season 4“ "Ófærð season 4: Pólski sendiherrann er myrtur af fagmanni. Borgin lokast útaf veðri. Andri verður að leysa málið í blindbyl og áður en því slotar. Dóttir hans skemmir fyrir og er glötuð every step of the way.“ 11. desember 2019 00:42 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Veðurofsinn á Norðurlandi: „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér“ Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. 10. desember 2019 19:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, eru björgunarsveitir að störfum í öllu umdæminu, sem er ansi víðfeðmt. „Hér á Akureyri er búið að snjóa mikið af blautum snjó og það er þungfært víða í bænum. Rafmagn hefur þó haldist á bænum. Lögregla og björgunarsveitir hafa verið að sinna þjónustuverkefnum, koma heilbrigðisstarfsfólki á milli og svoleiðis,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Allir vegir í umdæminu eru meira og minna lokaðir og þá hefur verið rafmagnsóregla víða, eins og Jóhannes orðar það. „Það er að segja rafmagn hefur farið og komið inn aftur. Rafmagnið er inni á Tröllaskaga eins og er, það er að segja á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Það eru björgunarsveitir að störfum á öllum þessum stöðum. Á Ólafsfirði hefur verið aðeins fok og það hafa fokið þakplötur af tveimur húsum. Það er þannig að það er ekki hægt að eiga við að hemja það eins og er það er of mikil áhætta að setja mannskap í það eins og aðstæður eru núna,“ segi Jóhannes. Raflínan hangir lágt yfir veginum Á Siglufirði hafa björgunarsveitarmenn verið að keyra heilbrigðisstarfsmenn til og frá vinnu og á Dalvík hefur björgunarsveitin verið að sinna ýmsu. „Eins og til dæmis núna þá eru þeir að huga að rafmagnslínu sem er búið að hlaðast mikill ís og hún hefur farin að sligast yfir veginn þarna skammt sunnan við Dalvík við afleggjarann inn í Svarfaðardal. Hún hangir lágt yfir veginum. Það er verið að bíða eftir starfsmönnum frá RARIK til að bregðast við þessu en björgunarsveitarmenn vakta línuna eins og er.“ Þá eru líka vandræði með rafmagnslínur í Ljósavatnsskarði. „Laxárlína 1 heitir hún sem er þarna farin að nálgast veginn óþægilega þannig að menn frá RARIK eru á leiðinni þangað. Það hleðst ís á línurnar þannig að þær síga mikið og staurar hafa brotnað sums staðar,“ segir Jóhannes. Þannig hafa til dæmis fjórtán stæður brotnað á Kópaskerslínu 1 samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Þar er tjónið töluvert en ekki verður farið í á meðan veðrið gengur yfir. RARIK keyrir varaafl á Raufarhöfn, Bakkafirði, Kópaskeri og Þórshöfn. Fjarskiptaendurvarpi að verða rafmagnslaus Í Öxarfirði er síðan fjarskiptaendurvarpi að verða rafmagnslaus að sögn Jóhannesar. „Það er ekki rafmagn á honum og hann hefur verið á varaafli. Hann er það sem heldur GSM-kerfinu og Tetra-talstöðvunum okkar lifandi þannig ef hann dettur út þá er dottið út gsm og talstöðvasamband viðbragðsaðila. Það eru menn á leiðinni frá Húsavík til að skoða þetta. Menn eru að brjótast áfram í brjáluðu veðri og mikilli ófærð svo þetta tekur allt sinn tíma þannig að það kann að verða að hann verði straumlaus,“ segir Jóhannes. Þá er búið að gefa það út í flestum skólum í umdæminu að það verði ekki skólahald á morgun, miðvikudag, í það minnsta fram að hádegi. Jóhannes bendir foreldrum og forráðamönnum á að fylgjast vel með heimasíðum sveitarfélaganna, leikskólanna og grunnskólanna. „En síðan má kannski segja það að fólk hefur tekið til greina viðvaranir og ekki verið á ferðinni. Við höfum ekki verið mikið að aðstoða fólk sem hefur verið að ana út í einhverja vitleysu þannig að það hefur blessunarlega ekki þurft að sinna svoleiðis hlutum.“ Aðgerðastjórn verður mönnuð fyrir norðan í nótt og fram á morgun.
Akureyri Fjallabyggð Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Netverjar grínast með vonskuveður: „Ófærð season 4“ "Ófærð season 4: Pólski sendiherrann er myrtur af fagmanni. Borgin lokast útaf veðri. Andri verður að leysa málið í blindbyl og áður en því slotar. Dóttir hans skemmir fyrir og er glötuð every step of the way.“ 11. desember 2019 00:42 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Veðurofsinn á Norðurlandi: „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér“ Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. 10. desember 2019 19:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Netverjar grínast með vonskuveður: „Ófærð season 4“ "Ófærð season 4: Pólski sendiherrann er myrtur af fagmanni. Borgin lokast útaf veðri. Andri verður að leysa málið í blindbyl og áður en því slotar. Dóttir hans skemmir fyrir og er glötuð every step of the way.“ 11. desember 2019 00:42
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37
Veðurofsinn á Norðurlandi: „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér“ Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. 10. desember 2019 19:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent