Norðmaðurinn ætlar að enda Meistaradeildarvonir Liverpool í kvöld með bros á vör Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 09:30 Erling Braut Håland hefur raðað inn mörkum á tímabilinu. Getty/David Geieregger Norðmaðurinn Erling Braut Håland hefur skotist á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í Meistaradeildinni á þessu tímabili og leikmenn Liverpool þurfa heldur betur að passa sig á honum í kvöld. Erling Braut Håland og félagar í austurríska liðinu Red Bull Salzburg geta nefnilega sent Liverpool niður í Evrópudeildina með sigri í leik liðanna sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.55 í dag. Leikmenn Red Bull Salzburg líta á sætið í sextán liða úrslitum sem bónus því liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni sem var markmið liðsins. Salzburg hotshot Erling Haaland has warned Liverpool he’s ready to end their Champions League hopes... and will do it with a smile on his facehttps://t.co/yi5UGj7twupic.twitter.com/LDj50uyugM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 9, 2019 Erling Braut Håland hefur skorað í öllum fimm Meistaradeildarleikjum sínum í vetur og samtals átta mörk. Hann skoraði eitt mark í fyrri leiknum á móti Liverpool sem enska liðið vann 4-3 á Anfield. Nú er Erling Braut Håland hins vegar á heimavelli þar sem hann hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Við höfum engu að tapa í þessum leik. Við förum því út á völlinn til þess að njóta þess að spila þennan leik,“ sagði Erling Braut Håland á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta verður stærsti fótboltaleikurinn á minni ævi og ég hlakka til að spila hann. Ég er að upplifa drauminn minn og það er einmitt svona leikir sem fyrirfinnast í draumum manns,“ sagði Håland. Erling Håland hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu og meðal annars bæði Manchester United og Liverpool. Hann lætir slíka umræðu ekki trufla sig en hann hefur skorað 28 mörk í 21 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Ég einbeiti mér bara að því að skila minni vinnu og njóta hvers dags fyrir sig. Þetta snýst um að hafa gaman að hverju augnabliki og núna er öll mín einbeiting á Salzburg liðið,“ sagði Håland. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Norðmaðurinn Erling Braut Håland hefur skotist á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í Meistaradeildinni á þessu tímabili og leikmenn Liverpool þurfa heldur betur að passa sig á honum í kvöld. Erling Braut Håland og félagar í austurríska liðinu Red Bull Salzburg geta nefnilega sent Liverpool niður í Evrópudeildina með sigri í leik liðanna sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.55 í dag. Leikmenn Red Bull Salzburg líta á sætið í sextán liða úrslitum sem bónus því liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni sem var markmið liðsins. Salzburg hotshot Erling Haaland has warned Liverpool he’s ready to end their Champions League hopes... and will do it with a smile on his facehttps://t.co/yi5UGj7twupic.twitter.com/LDj50uyugM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 9, 2019 Erling Braut Håland hefur skorað í öllum fimm Meistaradeildarleikjum sínum í vetur og samtals átta mörk. Hann skoraði eitt mark í fyrri leiknum á móti Liverpool sem enska liðið vann 4-3 á Anfield. Nú er Erling Braut Håland hins vegar á heimavelli þar sem hann hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Við höfum engu að tapa í þessum leik. Við förum því út á völlinn til þess að njóta þess að spila þennan leik,“ sagði Erling Braut Håland á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta verður stærsti fótboltaleikurinn á minni ævi og ég hlakka til að spila hann. Ég er að upplifa drauminn minn og það er einmitt svona leikir sem fyrirfinnast í draumum manns,“ sagði Håland. Erling Håland hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu og meðal annars bæði Manchester United og Liverpool. Hann lætir slíka umræðu ekki trufla sig en hann hefur skorað 28 mörk í 21 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Ég einbeiti mér bara að því að skila minni vinnu og njóta hvers dags fyrir sig. Þetta snýst um að hafa gaman að hverju augnabliki og núna er öll mín einbeiting á Salzburg liðið,“ sagði Håland.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira