„Hættuspil“ að vera með ótryggða sjálfboðaliða í vinnu Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. desember 2019 21:30 Mörg dæmi eru um að fólk komi til landsins sem sjálfboðaliðar og sé svo látið vinna meira og við önnur störf en lagt var upp með. Þá hafa atvinnurekendur kvartað til ASÍ vegna þess að samkeppnisaðilar eru með sjálfboðaliða í vinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til starfa á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar prófessora í félagsfræði við Háskóla Íslands sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. Næstum öll störfin eru störf sem um gilda kjarasamningar en þriðjungur sjálfboðaliðanna starfa í störfum tengdum ferðaþjónustunni. ASÍ fær nokkur slík mál inn á borð til sín á ári. Drífa Snædal segir að störfin séu ólögleg og að samtökin reyni að upplýsa fyrirtækin um það. „Og við viljum reyna að upplýsa líka þá sem standa í þessu, að vera með sjálfboðaliða í vinnu, að þetta er hættuspil að vera með einhverja sem eru ótryggðir.“ sTÖÐ 2 Atvinnurekendur hafi leitað til ASÍ og kvartað undan því að samkeppnisaðilar séu að ráða sjálfboðaliða. „Atvinnurekendum náttúrulega misbýður það þegar verið er að skekkja samkeppnisstöðuna og reka sín fyrirtæki án þess að þurfa að standa straum af launakostnaði.“ Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Drífa segir að hluti sjálfboðaliðanna sem hingað koma séu að flýja atvinnuleysi í heimalandinu. Þá sé mikilvægt að brugðist verði við. „Það þarf að sýna fram á á ferilskránni að það hafi verið unnið eitthvað. Þannig að það er ekki endilega fólk sem er að leita í ævintýramennsku heldur er þetta fólk sem vill gjarnan vinna og vill fá laun.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Mörg dæmi eru um að fólk komi til landsins sem sjálfboðaliðar og sé svo látið vinna meira og við önnur störf en lagt var upp með. Þá hafa atvinnurekendur kvartað til ASÍ vegna þess að samkeppnisaðilar eru með sjálfboðaliða í vinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til starfa á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar prófessora í félagsfræði við Háskóla Íslands sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. Næstum öll störfin eru störf sem um gilda kjarasamningar en þriðjungur sjálfboðaliðanna starfa í störfum tengdum ferðaþjónustunni. ASÍ fær nokkur slík mál inn á borð til sín á ári. Drífa Snædal segir að störfin séu ólögleg og að samtökin reyni að upplýsa fyrirtækin um það. „Og við viljum reyna að upplýsa líka þá sem standa í þessu, að vera með sjálfboðaliða í vinnu, að þetta er hættuspil að vera með einhverja sem eru ótryggðir.“ sTÖÐ 2 Atvinnurekendur hafi leitað til ASÍ og kvartað undan því að samkeppnisaðilar séu að ráða sjálfboðaliða. „Atvinnurekendum náttúrulega misbýður það þegar verið er að skekkja samkeppnisstöðuna og reka sín fyrirtæki án þess að þurfa að standa straum af launakostnaði.“ Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Drífa segir að hluti sjálfboðaliðanna sem hingað koma séu að flýja atvinnuleysi í heimalandinu. Þá sé mikilvægt að brugðist verði við. „Það þarf að sýna fram á á ferilskránni að það hafi verið unnið eitthvað. Þannig að það er ekki endilega fólk sem er að leita í ævintýramennsku heldur er þetta fólk sem vill gjarnan vinna og vill fá laun.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00