Handbolti

Arnór með þrjú mörk í langþráðum sigri Bergischer

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór og félagar unnu langþráðan sigur í dag.
Arnór og félagar unnu langþráðan sigur í dag. vísir/getty

Eftir fimm töp í röð vann Bergischer langþráðan sigur á Nordhorn-Lingen, 31-18, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson lék ekki með liðinu í dag. Bergischer er í 10. sæti deildarinnar.

Geir Sveinsson er þjálfari Nordhorn sem er með tvö stig á botni deildarinnar.

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk, öll úr vítaköstum, þegar Lemgo laut í lægra haldi fyrir Kiel, 31-24. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla.

Kiel er með eins stigs forskot á toppi deildarinnar en Lemgo er í 14. sæti.

Eftir tvo sigra í röð töpuðu Viggó Kristjánsson og félagar í Wetzlar fyrir Magdeburg, 34-27. Viggó skoraði eitt mark í leiknum. Wetzlar er í 8. sæti deildarinnar.

Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Stuttgart sem tapaði naumlega fyrir Füchse Berlin, 32-33. Stuttgart hefur tapað þremur leikjum í röð og er í 16. sæti deildarinnar.

Strákarnir hans Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen töpuðu fyrir Melsungen, 25-30, á heimavelli. Þetta var þriðja tap Erlangen í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 11. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×