Íslenskur róðrakappi vekur heimsathygli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 15:06 Róðrakapparnir velktust um í köldum sjónum. ap/Discovery Íslenski róðrakappinn Fiann Paul lauk merkisáfanga í siglingum í hópi sex manna en þeir reru yfir Drekasund á Suðurskautslandinu en það hefur aldrei áður verið gert án utanaðkomandi aðstoðar. Kapparnir kláruðu verkið á þrettán dögum en róið var allan sólarhringinn svo báturinn hvolfdist ekki í köldum sjónum. Árabáturinn sem þeir reru er um níu metrar á lengd og lár þannig að kaldur sjór gekk yfir mennina allan tímann. Lítill svefnfriður var á bátnum og þurftu mennirnir að kasta af sér í litla fötu sem þeir höfðu meðferðis. Þá skiptu þeir með sér róðravöktum, þrír menn reru í níutíu mínútur í senn á meðan hinir þrír reyndu að hvíla sig. Róðrinum lauk á jóladag og lögðu sexmenningarnir af stað frá syðsta odda Suður-Ameríku. Afrekið hefur vakið athygli á heimsvísu enda er hafsvæðið talið eitt það hættulegasta í heimi. Áhöfnin fékk nánast engan svefn í þá þrettán daga sem þeir reru.aðsend Fiann skrifar á heimasíðu sinni að hann hafi ákveðið að leggja í þessa ferð í apríl 2017 og fyrsti áhafnarmeðlimurinn var fundinn í september 2017. Áhöfnin var svo fullskipuð í apríl á þessu ári. Bandaríski jarðfræðingurinn Wayne Ranney hefur farið þessa leið á vélknúnum báti meira en fimmtíu sinnum en hann sagði í samtali við Time tímaritið að það væri með ólíkindum að þeim hafi tekist að fara þarna yfir með handafli. Þá er haft eftir Colin O‘Brady, einum sexmenninganna, að þeir séu mjög eftir sig. „Þetta var frekar svakalegt. Við misstum allir mikla líkamsþyngd og vorum með óráði sökum svefnleysis,“ sagði O‘Brady. Fiann leiddi leiðangurinn.aðsend Fiann hefur verið búsettur á Íslandi í rúman áratug og siglir hann undir íslenskum fána. Hann er einn fremsti róðrakappi heims og hefur sett mörg met. Í fyrradag skrifaði hann á vefsíðu sinni að vegna svefnleysis hafi þeir fengið ofskynjanir og þá heyri þeir helst í hundum gelta. „Ég hef oft reynt að skilja hvað veldur því að heilinn okkar velur þetta sérstaka hljóð en hef aldrei fundið vísindalega skýringu.“ Íslendingar erlendis Suðurskautslandið Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Íslenski róðrakappinn Fiann Paul lauk merkisáfanga í siglingum í hópi sex manna en þeir reru yfir Drekasund á Suðurskautslandinu en það hefur aldrei áður verið gert án utanaðkomandi aðstoðar. Kapparnir kláruðu verkið á þrettán dögum en róið var allan sólarhringinn svo báturinn hvolfdist ekki í köldum sjónum. Árabáturinn sem þeir reru er um níu metrar á lengd og lár þannig að kaldur sjór gekk yfir mennina allan tímann. Lítill svefnfriður var á bátnum og þurftu mennirnir að kasta af sér í litla fötu sem þeir höfðu meðferðis. Þá skiptu þeir með sér róðravöktum, þrír menn reru í níutíu mínútur í senn á meðan hinir þrír reyndu að hvíla sig. Róðrinum lauk á jóladag og lögðu sexmenningarnir af stað frá syðsta odda Suður-Ameríku. Afrekið hefur vakið athygli á heimsvísu enda er hafsvæðið talið eitt það hættulegasta í heimi. Áhöfnin fékk nánast engan svefn í þá þrettán daga sem þeir reru.aðsend Fiann skrifar á heimasíðu sinni að hann hafi ákveðið að leggja í þessa ferð í apríl 2017 og fyrsti áhafnarmeðlimurinn var fundinn í september 2017. Áhöfnin var svo fullskipuð í apríl á þessu ári. Bandaríski jarðfræðingurinn Wayne Ranney hefur farið þessa leið á vélknúnum báti meira en fimmtíu sinnum en hann sagði í samtali við Time tímaritið að það væri með ólíkindum að þeim hafi tekist að fara þarna yfir með handafli. Þá er haft eftir Colin O‘Brady, einum sexmenninganna, að þeir séu mjög eftir sig. „Þetta var frekar svakalegt. Við misstum allir mikla líkamsþyngd og vorum með óráði sökum svefnleysis,“ sagði O‘Brady. Fiann leiddi leiðangurinn.aðsend Fiann hefur verið búsettur á Íslandi í rúman áratug og siglir hann undir íslenskum fána. Hann er einn fremsti róðrakappi heims og hefur sett mörg met. Í fyrradag skrifaði hann á vefsíðu sinni að vegna svefnleysis hafi þeir fengið ofskynjanir og þá heyri þeir helst í hundum gelta. „Ég hef oft reynt að skilja hvað veldur því að heilinn okkar velur þetta sérstaka hljóð en hef aldrei fundið vísindalega skýringu.“
Íslendingar erlendis Suðurskautslandið Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira