Sigmundur segir brugðist við loftslagsvandanum með kolröngum hætti Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. desember 2019 11:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Guðmundur Andri Thorsson og Sólveig Anna Jónsdóttir voru gestir Sprengisands í morgun. vísir/vilhelm Formaður Miðflokksins segir lausnir vanta á loftslagsvandanum og verið sé að bregðast við honum með kolröngum hætti. Ef fer sem horfir stefnir í mestu manngerðu kreppu sögunnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði upp árið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og þingmanni Samfylkingarinnar Guðmundi Andra Thorssyni. Talið barst snemma að loftslagsmálum sem allir voru sammála um að væri eitt af stærstu málum ársins. Sigmundur Davíð sagði lausnir vanta í þá umræðu og verið væri að bregðast við vandanum með kolröngum hætti. „Þau markmið sem menn hafa talað fyrir eins og í þessum mótmælum, Extinction Rebellion og barnanna sem tala um að þurfi að hætta nettólosun kolefnis fyrir 2025. Ef að menn ætluðu að reyna þetta, sem er auðvitað óframkvæmanlegt, þá myndi það skapa mestu manngerðu kreppu sögunnar og bitna auðvitað lang mest á tekjulægra fólki,“ sagði Sigmundur Davíð. „Margar af þessum aðgerðum eru til þess gerðar að færa okkur aftur í tímann varðandi hluti eins og almenn lífsgæði og jafnræði. Fátækara fólk hefði ekki lengur efni á að ferðast til útlanda vegna þess að það er verið að refsa fólki fyrir það sem telst vera eðlileg hegðun og hluti af nútíma lífsgæðum.“ Sólveig Anna sagði kapítalískt kerfi við líði sem lifi á því að arðræðan verkafólk. Staðan væri sú að átta manns eigi jafn mikið og fátækasti hlutinn. „Vandamál veraldarinnar er ekki það að það sé ekki til nóg handa öllum heldur það að örfáir fá að taka sér allt sem þeir þurfa og miklu meira til, algjörlega án þess að líta einu sinni á fólkið sem hýrist á botni allra okkar fjölmörgu stigvelda. Ef réttlætissjónarmiðið er sett ofar á listann um hvað skiptir okkur máli í mannlegum samskiptum held ég að það sé algjörlega augljóst að ekki aðeins munum við finna lausn heldur bara verðum við að gera það,“ sagði Sólveig Anna. Guðmundur Andri sagði nauðsynlegt að hafa orkuskipti eins hratt og unnt er. „Ég hef þá trú líka að í kapítalismanum búi ákveðið afl, búi ákveðnir möguleikar, sé honum stýrt. Sé markaðsöflunum stýrt og séu virk og öflug stjórnvöld með skýra stefnu sem beinir þessu afli í tiltekna átt þá sé hægt að gera ótrúlega hluti ótrúlega hratt. Ég er bjartsýnn á að ef það myndast enn þá ríkari skilningur á alþjóðavísu þá muni þjóðir heims geta snúið þessari þróun við og geta framkvæmt þessi orkuskipti frekar hratt.“ Loftslagsmál Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir lausnir vanta á loftslagsvandanum og verið sé að bregðast við honum með kolröngum hætti. Ef fer sem horfir stefnir í mestu manngerðu kreppu sögunnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði upp árið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og þingmanni Samfylkingarinnar Guðmundi Andra Thorssyni. Talið barst snemma að loftslagsmálum sem allir voru sammála um að væri eitt af stærstu málum ársins. Sigmundur Davíð sagði lausnir vanta í þá umræðu og verið væri að bregðast við vandanum með kolröngum hætti. „Þau markmið sem menn hafa talað fyrir eins og í þessum mótmælum, Extinction Rebellion og barnanna sem tala um að þurfi að hætta nettólosun kolefnis fyrir 2025. Ef að menn ætluðu að reyna þetta, sem er auðvitað óframkvæmanlegt, þá myndi það skapa mestu manngerðu kreppu sögunnar og bitna auðvitað lang mest á tekjulægra fólki,“ sagði Sigmundur Davíð. „Margar af þessum aðgerðum eru til þess gerðar að færa okkur aftur í tímann varðandi hluti eins og almenn lífsgæði og jafnræði. Fátækara fólk hefði ekki lengur efni á að ferðast til útlanda vegna þess að það er verið að refsa fólki fyrir það sem telst vera eðlileg hegðun og hluti af nútíma lífsgæðum.“ Sólveig Anna sagði kapítalískt kerfi við líði sem lifi á því að arðræðan verkafólk. Staðan væri sú að átta manns eigi jafn mikið og fátækasti hlutinn. „Vandamál veraldarinnar er ekki það að það sé ekki til nóg handa öllum heldur það að örfáir fá að taka sér allt sem þeir þurfa og miklu meira til, algjörlega án þess að líta einu sinni á fólkið sem hýrist á botni allra okkar fjölmörgu stigvelda. Ef réttlætissjónarmiðið er sett ofar á listann um hvað skiptir okkur máli í mannlegum samskiptum held ég að það sé algjörlega augljóst að ekki aðeins munum við finna lausn heldur bara verðum við að gera það,“ sagði Sólveig Anna. Guðmundur Andri sagði nauðsynlegt að hafa orkuskipti eins hratt og unnt er. „Ég hef þá trú líka að í kapítalismanum búi ákveðið afl, búi ákveðnir möguleikar, sé honum stýrt. Sé markaðsöflunum stýrt og séu virk og öflug stjórnvöld með skýra stefnu sem beinir þessu afli í tiltekna átt þá sé hægt að gera ótrúlega hluti ótrúlega hratt. Ég er bjartsýnn á að ef það myndast enn þá ríkari skilningur á alþjóðavísu þá muni þjóðir heims geta snúið þessari þróun við og geta framkvæmt þessi orkuskipti frekar hratt.“
Loftslagsmál Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45
Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12
Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26