Elsti hjúkrunarfræðingur landsins er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2019 19:00 Elsti hjúkrunarfræðingur landsins, sem fagnar aldarafmæli sínu í dag hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Þá fagnar hún því hvað ungir karlmenn eru að koma sterkt inn í stéttina.Sigrún Hermannsdóttir á 100 ára afmæli í dag en hún er eftir sem best er vitað elsti núlifandi hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík en það var slegið upp afmælisveislu í dag í tilefni tímamótanna.Eiginmaður Sigrúnar var Bjarni Einarsson, handritasérfræðingur. Saman áttu þau fimm börn. Sigrún byrjaði að læra hjúkrunarfræði 22 ára gömul og starfaði við fagið allan sinn starfsferil.Hún er stálminnug enda á hún auðvelt með að rifja upp atvik úr vinnunni. Hún segir að samstarf á milli lækna og hjúkrunarfræðinga hafi verið lítið sem ekkert.„Það var ansi mikil stéttaskipting og satt að segja margt til skammar, sem gekk yfir fólk“, segir Sigrún.Litu læknarnir niður á hjúkrunarfræðinga?„Það held ég, svona yfirleitt“. Sigrún, sem á 100 ára afmæli í dag. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltún í Reykjavík. Hún er elsti núlifandi hjúkrunarfræðingur landsins, sem vitað er um.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sigrún hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Hún vann aldrei með karlkyns hjúkrunarfræðingi en fagnar því að karlmenn sé að útskrifast í auknu mæli sem hjúkrunarfræðingar.„Þeir eru góðir í því, mjög“, segir hún.Sigrún segist vera mjög hissa á því hvað hún sé orðin gömul.En hvernig líst henni á að hún sé elsti hjúkrunarfræðingur landsins?„Er það virkilega, er ekki einhver eldri en ég ekki á lífi. Nei, ég hélt að þær væru svo gamlar, hvað ertu að setja, þetta vissi ég ekki. Ég er ekki stolt af því að vera elst því mér finnst þetta alveg galið bara“, segir Sigrún með hissa.Sigrún er að lokum spurð að því hvort hún eigi sér uppáhaldsstað á Íslandi, hún var aðeins í vafa með svarið en sagði svo;„Seyðisfjörður í góðu veðri eins og margir aðrir staðir er alveg dásamlegur af fegurð“. Heilbrigðismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Elsti hjúkrunarfræðingur landsins, sem fagnar aldarafmæli sínu í dag hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Þá fagnar hún því hvað ungir karlmenn eru að koma sterkt inn í stéttina.Sigrún Hermannsdóttir á 100 ára afmæli í dag en hún er eftir sem best er vitað elsti núlifandi hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík en það var slegið upp afmælisveislu í dag í tilefni tímamótanna.Eiginmaður Sigrúnar var Bjarni Einarsson, handritasérfræðingur. Saman áttu þau fimm börn. Sigrún byrjaði að læra hjúkrunarfræði 22 ára gömul og starfaði við fagið allan sinn starfsferil.Hún er stálminnug enda á hún auðvelt með að rifja upp atvik úr vinnunni. Hún segir að samstarf á milli lækna og hjúkrunarfræðinga hafi verið lítið sem ekkert.„Það var ansi mikil stéttaskipting og satt að segja margt til skammar, sem gekk yfir fólk“, segir Sigrún.Litu læknarnir niður á hjúkrunarfræðinga?„Það held ég, svona yfirleitt“. Sigrún, sem á 100 ára afmæli í dag. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltún í Reykjavík. Hún er elsti núlifandi hjúkrunarfræðingur landsins, sem vitað er um.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sigrún hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Hún vann aldrei með karlkyns hjúkrunarfræðingi en fagnar því að karlmenn sé að útskrifast í auknu mæli sem hjúkrunarfræðingar.„Þeir eru góðir í því, mjög“, segir hún.Sigrún segist vera mjög hissa á því hvað hún sé orðin gömul.En hvernig líst henni á að hún sé elsti hjúkrunarfræðingur landsins?„Er það virkilega, er ekki einhver eldri en ég ekki á lífi. Nei, ég hélt að þær væru svo gamlar, hvað ertu að setja, þetta vissi ég ekki. Ég er ekki stolt af því að vera elst því mér finnst þetta alveg galið bara“, segir Sigrún með hissa.Sigrún er að lokum spurð að því hvort hún eigi sér uppáhaldsstað á Íslandi, hún var aðeins í vafa með svarið en sagði svo;„Seyðisfjörður í góðu veðri eins og margir aðrir staðir er alveg dásamlegur af fegurð“.
Heilbrigðismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira