ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2019 16:13 Auður Alfa, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, hefur safnað gögnum um verðhækkanir á gjaldskrám hjá ríki og borg. Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur undanfarið safnað saman upplýsingum um gjaldskrárhækkanir hjá ríki og sveitarfélögum fyrir næsta ár. Þetta er meðal annars gert í tengslum við lífskjarasamninganna sem gerðir voru síðasta vor þar sem ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5 prósentustig á næsta ári. Þá sendi Samband sveitarfélaga tilmæli til sveitarfélaga um sambærilega nálgun. Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ segir að einhverjar upplýsingar eigi enn eftir að berast. „Nú þegar er hins vegar komið í ljós að álagningarprósenta fasteignaskatts stendur í stað hjá Reykjavíkurborg. Í sumum hverfum hækkar fasteignamat langt umfram 2,5% og hækkanir á fasteignagjöldum verða eftir því sem stangast á við markmið lífskjarasamninganna. Þá verða hækkanir á fasteignamati í sumum hverfum í Hafnafirði, Kópavogi og Akureyri sem hefur svo þau áhrif að fasteignagjöld þar hækka umfram 2,5%,“ segir Auður. Hún segir að fasteignagjöldin séu stór hluti af þeim opinberu gjöldum sem leggjast á almenning því og vegi hækkanir eins og þessar þungt. „Það eru mörg sveitarfélög sem tóku þessi tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sín og héldu aftur að hækkunum á gjaldskrám. Svo erum við að sjá að einhver sveitarfélög tóku þetta ekki til sín,“ segir Auður. Hún gagnrýnir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að tilmæli sín hafi ekki gilt um fasteignagjöld. „Svo gaf Samband íslenskra sveitarfélaga það út rétt fyrir jól að tilmæli þeirra giltu ekki um fasteignagjöld sveitarfélaga. Það er mjög furðulegt því hækkanir á fasteignagjöldum vegna miklu þyngra en hækkanir á almennum gjaldskrám,“ segir Auður. Auður segir að ASÍ birti niðurstöðu sína um hækkanir hjá sveitarfélögum og ríkinu í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogi verða fasteignagjöld lækkuð úr 2,2% í 2,15% um áramótin og þá lækkar holræsisgjald nokkuð. Auður segir þrátt fyrir það nægi það ekki til að lækka fasteignagjöldin til samræmis við lífskjarasamninganna í sumum hverfum sveitarfélagsins. Ástæðan sé að fasteignamatið í þeim hækki sem hækki síðan fasteignagjöldin. Húsnæðismál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur undanfarið safnað saman upplýsingum um gjaldskrárhækkanir hjá ríki og sveitarfélögum fyrir næsta ár. Þetta er meðal annars gert í tengslum við lífskjarasamninganna sem gerðir voru síðasta vor þar sem ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5 prósentustig á næsta ári. Þá sendi Samband sveitarfélaga tilmæli til sveitarfélaga um sambærilega nálgun. Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ segir að einhverjar upplýsingar eigi enn eftir að berast. „Nú þegar er hins vegar komið í ljós að álagningarprósenta fasteignaskatts stendur í stað hjá Reykjavíkurborg. Í sumum hverfum hækkar fasteignamat langt umfram 2,5% og hækkanir á fasteignagjöldum verða eftir því sem stangast á við markmið lífskjarasamninganna. Þá verða hækkanir á fasteignamati í sumum hverfum í Hafnafirði, Kópavogi og Akureyri sem hefur svo þau áhrif að fasteignagjöld þar hækka umfram 2,5%,“ segir Auður. Hún segir að fasteignagjöldin séu stór hluti af þeim opinberu gjöldum sem leggjast á almenning því og vegi hækkanir eins og þessar þungt. „Það eru mörg sveitarfélög sem tóku þessi tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sín og héldu aftur að hækkunum á gjaldskrám. Svo erum við að sjá að einhver sveitarfélög tóku þetta ekki til sín,“ segir Auður. Hún gagnrýnir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að tilmæli sín hafi ekki gilt um fasteignagjöld. „Svo gaf Samband íslenskra sveitarfélaga það út rétt fyrir jól að tilmæli þeirra giltu ekki um fasteignagjöld sveitarfélaga. Það er mjög furðulegt því hækkanir á fasteignagjöldum vegna miklu þyngra en hækkanir á almennum gjaldskrám,“ segir Auður. Auður segir að ASÍ birti niðurstöðu sína um hækkanir hjá sveitarfélögum og ríkinu í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogi verða fasteignagjöld lækkuð úr 2,2% í 2,15% um áramótin og þá lækkar holræsisgjald nokkuð. Auður segir þrátt fyrir það nægi það ekki til að lækka fasteignagjöldin til samræmis við lífskjarasamninganna í sumum hverfum sveitarfélagsins. Ástæðan sé að fasteignamatið í þeim hækki sem hækki síðan fasteignagjöldin.
Húsnæðismál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira