Rússneskum stjórnarandstæðingi rænt af hernum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 10:25 Shaveddinov (f.m.) með Navalny (t.v.). instagram Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur gagnrýnt rússnesk yfirvöld harðlega vegna fangelsunar eins samflokksmanns hans í herstöð við norðurhafsstrendur í Rússlandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ruslan Shaveddinov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu á mánudag og flogið var með hann rúma tvö þúsund kílómetra norður á Novaya Zemlya eyjaklasann. Navalny, sem var fangelsaður í sumar fyrir að hafa hvatt til mótmæla, sakaði yfirvöld um að hafa rænt aðgerðasinnanum sem hann segir að hafi verið undanþeginn herþjónustu. Talsmaður hersins hefur hins vegar sakað Shaveddinov um að hafa svikist undan herþjónustu.Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiTólf mánaða herþjónusta er skyldug fyrir alla rússneska menn á aldrinum 18 til 27 ára en undanþágur eru veittar meðal annars vegna heilsu. Shaveddinov hefur unnið sem verkefnisstjóri hjá samtökum sem vinna gegn spillingu (FBK) sem Navalny stofnaði undanfarin misseri. Segir Shaveddinov hafa svikist undan herþjónustu Á mánudaginn var áfrýjun Shaveddinov um að sleppa undan herþjónustu vegna heilsu neitað hjá dómstólum í Moskvu. Sama kvöld var hann handtekinn í íbúð sinni og sími hans aftengdur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum. Hvarf hans var tilkynnt af FBK. Samkvæmt Navalny fékk Shaveddinov lánaðan síma á miðvikudag og segir Navalny að hann hafi hringt í sig og sagt að honum væri haldið í herstöð 33. herdeildar flughersins sem er staðsett í Rogachovo á Novaya Zemlya. Þá hafi hann sagt að hann væri undir stöðugu eftirliti og að honum fylgdi hermaður hvert sem hann færi, þar á meðal á salernið. Sími Shaveddinov var tekinn af honum þrátt fyrir að hermenn mættu vera með síma svo lengi sem þeir væru ekki nettengdir. Þá væri Shaveddinov frjáls ferða sinna innan herstöðvarinnar en að 27 gráðu frost væri þar. Samkvæmt Navalny vinna lögmenn nú að því að frýja hann undan hernaðarskildu og segir Navalny að honum hafi verið rænt og honum sé haldið ólöglega. Þá sé Shaveddinov með sjúkdóm sem undanskilji hann frá herþjónustu. Maxim Loktev, herofursti í Moskvu, sagði í samtali við rússnesku fréttastofuna Itar-Tass að aðgerðasinninn hafi lengi vel svikist undan herþjónustu og hafi verið sóttur til þjónustu löglega. Þá bætti hann við að staðsetning hans hafi verið ákveðin í samræmi við læknisgreiningu. Fjölmiðlafulltrúi helsta stjórnarandstöðuleiðtogans Auk þess að vera verkefnisstjóri sér Shaveddinov um YouTube síðu Navalny. Hann starfaði einnig sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Navalny þegar hann reyndi að bjóða sig fram til forseta í fyrra þegar Vladimir Putin var endurkjörinn. Navalny, einn helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Rússlands hefur í meira en áratug unnið gegn spillingu í Rússlandi og er einn helsti gagnrýnandi stjórnar Putin. Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur gagnrýnt rússnesk yfirvöld harðlega vegna fangelsunar eins samflokksmanns hans í herstöð við norðurhafsstrendur í Rússlandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ruslan Shaveddinov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu á mánudag og flogið var með hann rúma tvö þúsund kílómetra norður á Novaya Zemlya eyjaklasann. Navalny, sem var fangelsaður í sumar fyrir að hafa hvatt til mótmæla, sakaði yfirvöld um að hafa rænt aðgerðasinnanum sem hann segir að hafi verið undanþeginn herþjónustu. Talsmaður hersins hefur hins vegar sakað Shaveddinov um að hafa svikist undan herþjónustu.Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiTólf mánaða herþjónusta er skyldug fyrir alla rússneska menn á aldrinum 18 til 27 ára en undanþágur eru veittar meðal annars vegna heilsu. Shaveddinov hefur unnið sem verkefnisstjóri hjá samtökum sem vinna gegn spillingu (FBK) sem Navalny stofnaði undanfarin misseri. Segir Shaveddinov hafa svikist undan herþjónustu Á mánudaginn var áfrýjun Shaveddinov um að sleppa undan herþjónustu vegna heilsu neitað hjá dómstólum í Moskvu. Sama kvöld var hann handtekinn í íbúð sinni og sími hans aftengdur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum. Hvarf hans var tilkynnt af FBK. Samkvæmt Navalny fékk Shaveddinov lánaðan síma á miðvikudag og segir Navalny að hann hafi hringt í sig og sagt að honum væri haldið í herstöð 33. herdeildar flughersins sem er staðsett í Rogachovo á Novaya Zemlya. Þá hafi hann sagt að hann væri undir stöðugu eftirliti og að honum fylgdi hermaður hvert sem hann færi, þar á meðal á salernið. Sími Shaveddinov var tekinn af honum þrátt fyrir að hermenn mættu vera með síma svo lengi sem þeir væru ekki nettengdir. Þá væri Shaveddinov frjáls ferða sinna innan herstöðvarinnar en að 27 gráðu frost væri þar. Samkvæmt Navalny vinna lögmenn nú að því að frýja hann undan hernaðarskildu og segir Navalny að honum hafi verið rænt og honum sé haldið ólöglega. Þá sé Shaveddinov með sjúkdóm sem undanskilji hann frá herþjónustu. Maxim Loktev, herofursti í Moskvu, sagði í samtali við rússnesku fréttastofuna Itar-Tass að aðgerðasinninn hafi lengi vel svikist undan herþjónustu og hafi verið sóttur til þjónustu löglega. Þá bætti hann við að staðsetning hans hafi verið ákveðin í samræmi við læknisgreiningu. Fjölmiðlafulltrúi helsta stjórnarandstöðuleiðtogans Auk þess að vera verkefnisstjóri sér Shaveddinov um YouTube síðu Navalny. Hann starfaði einnig sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Navalny þegar hann reyndi að bjóða sig fram til forseta í fyrra þegar Vladimir Putin var endurkjörinn. Navalny, einn helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Rússlands hefur í meira en áratug unnið gegn spillingu í Rússlandi og er einn helsti gagnrýnandi stjórnar Putin.
Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36
Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32
Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09