Jólagjafir fyrirtækjanna: Gjafakort, búsáhöld og frídagar Sylvía Hall skrifar 25. desember 2019 15:00 Fyrir mörgum snýst jólahátíðin um að gleðja sína nánustu vini og ættingja. Þá vilja flest fyrirtæki einnig gera vel við starfsmenn sína í tilefni jólanna og eru gjafirnar jafn mismunandi og þær eru margar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér að neðan: Bankarnir gefa gjafabréf Starfsmenn Arion banka fengu 40 þúsund króna gjafabréf og teppi frá As We Grow. Landsbankinn gaf starfsfólki sínu 45 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair en starfsfólk Íslandsbanka fékk 30 þúsund króna gjafabréf í Smáralind.Síminn gaf starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort í 66° Norður. Starfsfólk Sýnar fékk val á milli Le Creuset grillpönnu, JBL Charge 4 hátalara og göngubakpoka frá GG sport. Torg gaf starfsfólki sínu gjafaöskju með Omnom súkkulaði og gjafakort í Samkaup upp á 20 þúsund krónur. Árvakur gaf starfsfólki sínu ekki jólagjöf í ár vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Starfsfólk VÍS fékk matarkörfu og pönnu frá Líf og List. Starfsfólk Icelandair fékk 20 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og húfu frá sama fyrirtæki og Isavia gaf starfsfólki sínu 15 þúsund króna bankagjafakort og fjölskylduferð í Wonders of Iceland í Perlunni. Modus gaf starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og Bláa lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og vörur frá Bláa lóninu. Leikhúsferðir og 66° Norður vörur vinsælar Efla leyfði starfsfólki sínu að velja bakpoka eða íþróttatösku frá 66° Norður, starfsfólk LOGOS fékk Garmin úr og Origo gladdi sína starfsmenn með veglegri matarkörfu, steikarpotti, Iittala skeið og viskustykki. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna en Samherji gaf starfsfólki AirPods frá Apple og veglega matarkörfu. Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Hrafnista gaf starfsfólki sínu 7.500 króna gjafakort í Kringluna og inneign í 66° Norður fyrir tösku, Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu Blitz salatskál úr Líf og List og hlutastarfsfólk 66° Norður fékk gjafakort í Laugar spa ásamt vörum frá Laugar spa. Þá gaf Reykjavíkurborg starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið. Starfsfólk Háskóla Íslands fékk 7.500 króna gjafabréf í bóksölu stúdenta og starfsfólk Landspítalans fékk 8.500 króna inneign í Kokku. Starfsmenn hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna fengu 20 þúsund króna inneignarkort og rauðvínsflösku í jólagjöf og Hafrannsóknarstofnun gaf starfsfólki tvo frídaga milli jóla og nýárs í jólagjöf. Heilbrigðisstofnun Suðurlands gladdi starfsfólk sitt með gjafabréfi fyrir tvo í Borgarleikhúsið og Rangárþing eystra gaf öllum starfsmönnum frítt í sund og líkamsrækt á Hvolsvelli 2020.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta. Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fyrir mörgum snýst jólahátíðin um að gleðja sína nánustu vini og ættingja. Þá vilja flest fyrirtæki einnig gera vel við starfsmenn sína í tilefni jólanna og eru gjafirnar jafn mismunandi og þær eru margar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér að neðan: Bankarnir gefa gjafabréf Starfsmenn Arion banka fengu 40 þúsund króna gjafabréf og teppi frá As We Grow. Landsbankinn gaf starfsfólki sínu 45 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair en starfsfólk Íslandsbanka fékk 30 þúsund króna gjafabréf í Smáralind.Síminn gaf starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort í 66° Norður. Starfsfólk Sýnar fékk val á milli Le Creuset grillpönnu, JBL Charge 4 hátalara og göngubakpoka frá GG sport. Torg gaf starfsfólki sínu gjafaöskju með Omnom súkkulaði og gjafakort í Samkaup upp á 20 þúsund krónur. Árvakur gaf starfsfólki sínu ekki jólagjöf í ár vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Starfsfólk VÍS fékk matarkörfu og pönnu frá Líf og List. Starfsfólk Icelandair fékk 20 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og húfu frá sama fyrirtæki og Isavia gaf starfsfólki sínu 15 þúsund króna bankagjafakort og fjölskylduferð í Wonders of Iceland í Perlunni. Modus gaf starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og Bláa lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og vörur frá Bláa lóninu. Leikhúsferðir og 66° Norður vörur vinsælar Efla leyfði starfsfólki sínu að velja bakpoka eða íþróttatösku frá 66° Norður, starfsfólk LOGOS fékk Garmin úr og Origo gladdi sína starfsmenn með veglegri matarkörfu, steikarpotti, Iittala skeið og viskustykki. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna en Samherji gaf starfsfólki AirPods frá Apple og veglega matarkörfu. Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Hrafnista gaf starfsfólki sínu 7.500 króna gjafakort í Kringluna og inneign í 66° Norður fyrir tösku, Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu Blitz salatskál úr Líf og List og hlutastarfsfólk 66° Norður fékk gjafakort í Laugar spa ásamt vörum frá Laugar spa. Þá gaf Reykjavíkurborg starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið. Starfsfólk Háskóla Íslands fékk 7.500 króna gjafabréf í bóksölu stúdenta og starfsfólk Landspítalans fékk 8.500 króna inneign í Kokku. Starfsmenn hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna fengu 20 þúsund króna inneignarkort og rauðvínsflösku í jólagjöf og Hafrannsóknarstofnun gaf starfsfólki tvo frídaga milli jóla og nýárs í jólagjöf. Heilbrigðisstofnun Suðurlands gladdi starfsfólk sitt með gjafabréfi fyrir tvo í Borgarleikhúsið og Rangárþing eystra gaf öllum starfsmönnum frítt í sund og líkamsrækt á Hvolsvelli 2020.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta.
Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52