Hafði samband eftir að viðtalið var sýnt og bauð fjölskyldunni íbúð yfir jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 10:42 Anna Kristbjörg Jónsdóttir ræðir hér við fréttamann eftir brunann á föstudag. Stöð 2 Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. Þau fá lykla að lánsíbúð afhenta í dag og segjast dolfallin yfir örlætinu sem ókunnugt fólk sýni þeim. Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í Vesturbergi þar sem eldurinn kviknaði á föstudag lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að óvíst væri hvar fjölskyldan gæti haldið jólin hátíðleg. Eftir að viðtalið var sýnt hafði ókunnugt fólk með lausar íbúðir samband við fjölskylduna og bauð henni afnot af þeim yfir jólin. „Ég þekki þetta fólk ekki neitt. Við eiginlega getum ekki lýst því hvernig okkur líður, þakklætið er að sjálfsögðu efst í huga. Maður er dolfallinn,“ segir Anna Kristbjörg í samtali við Vísi. Fjölskyldan tók einu tilboðinu þakklát og fær lykla að íbúð afhenta í dag. Þau sjá því fram á að ná að koma sér fyrir í tæka tíð fyrir jól. „Þetta er tímabundið núna fram yfir jól og áramót en þetta er samt smá vonarglæta,“ segir Anna Kristbjörg. „Og það eina sem við getum gert er að reyna að gera gott úr þessum jólum og hvíla okkur. Við erum búin á því.“ Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Anna gerir ráð fyrir því að þau verði að minnsta kosti þrjú saman í lánsíbúðinni á aðfangadagskvöld. Anna Kristbjörg segir allt enn óvíst með íbúð þeirra í Vesturbergi. Hún kveðst hafa rætt við tryggingafélag sitt í morgun en ekkert hafi verið hægt að gera að svo stöddu. „Þannig að við vitum ekkert stöðuna á því strax. Það hefur enginn komið þarna til að skoða svo ég viti til. Rafmagnstaflan gjöreyðilagðist þannig að ég veit ekki hvað tekur langan tíma að koma á rafmagni.“ Eldurinn kviknaði á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að grunur leiki á að kveikt hafi verið í húsinu. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Anna sést hér ásamt slökkviliðsmönnum við Vesturberg á föstudag.Vísir/vilhelm Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Fjölskylda sem verið hefur á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgi er nú komin með samastað yfir jólin. Þau fá lykla að lánsíbúð afhenta í dag og segjast dolfallin yfir örlætinu sem ókunnugt fólk sýni þeim. Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í Vesturbergi þar sem eldurinn kviknaði á föstudag lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að óvíst væri hvar fjölskyldan gæti haldið jólin hátíðleg. Eftir að viðtalið var sýnt hafði ókunnugt fólk með lausar íbúðir samband við fjölskylduna og bauð henni afnot af þeim yfir jólin. „Ég þekki þetta fólk ekki neitt. Við eiginlega getum ekki lýst því hvernig okkur líður, þakklætið er að sjálfsögðu efst í huga. Maður er dolfallinn,“ segir Anna Kristbjörg í samtali við Vísi. Fjölskyldan tók einu tilboðinu þakklát og fær lykla að íbúð afhenta í dag. Þau sjá því fram á að ná að koma sér fyrir í tæka tíð fyrir jól. „Þetta er tímabundið núna fram yfir jól og áramót en þetta er samt smá vonarglæta,“ segir Anna Kristbjörg. „Og það eina sem við getum gert er að reyna að gera gott úr þessum jólum og hvíla okkur. Við erum búin á því.“ Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Anna gerir ráð fyrir því að þau verði að minnsta kosti þrjú saman í lánsíbúðinni á aðfangadagskvöld. Anna Kristbjörg segir allt enn óvíst með íbúð þeirra í Vesturbergi. Hún kveðst hafa rætt við tryggingafélag sitt í morgun en ekkert hafi verið hægt að gera að svo stöddu. „Þannig að við vitum ekkert stöðuna á því strax. Það hefur enginn komið þarna til að skoða svo ég viti til. Rafmagnstaflan gjöreyðilagðist þannig að ég veit ekki hvað tekur langan tíma að koma á rafmagni.“ Eldurinn kviknaði á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að grunur leiki á að kveikt hafi verið í húsinu. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Anna sést hér ásamt slökkviliðsmönnum við Vesturberg á föstudag.Vísir/vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00 Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49 Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. 22. desember 2019 18:00
Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. 20. desember 2019 13:49
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38
Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45