Gísli Marteinn lét skera krabbameinið burt og tók strætó heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 09:09 Sjálfa sem Gísli Marteinn tók að bíða eftir strætó á leið heim frá lækninum. Gísli Marteinn Baldursson Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður greindist með grunnfrumukrabbamein í andliti í vor. Meinið var skorið burt skömmu síðar og hefur ekki bært á sér síðan. Þessu greinir Gísli Marteinn frá í fréttabréfi sem sent var á vini, vandamenn og aðra fylgjendur hans í gærkvöldi. Gísli byrjar skeytið á því að biðja fylgjendur póstlistans um að hafa engar áhyggjur – hann sé alveg hraustur. Grunnfrumukrabbamein sé ekki lífshættulegt og raunar svo saklaust að það sé ekki tekið með í tölum um nýgengi krabbameins á Íslandi. Grunnfrumukrabbamein er tegund húðkrabbameins og algengust þeirra meina í heiminum, að því er fram kemur í umfjöllun um þau á Vísindavefnum. Afar fáheyrt er að þau leiði til dauða og þau meinvarpast ekki. „Ég var greindur með þetta í vor og húðlæknir skar meinið burt skömmu síðar og þegar ég fór aftur í tékk núna í desember var allt í þessu fína. Ég var hinsvegar ekkert að segja frá þessu þá, Vikan var ennþá í loftinu ég vildi ekki vera að búa til einhverja dramatík út af einhverju sem er ekki neitt neitt,“ skrifar Gísli Marteinn. Þá lætur Gísli Marteinn fylgja mynd með skeytinu sem hann tók þar sem hann beið eftir strætó eftir að meinið var skorið burt. „Strætó er alltaf góður, en aldrei betri en þegar er nýbúið að skera burtu krabbamein af nefinu.“ Það eru þó ekki aðeins heilsufarsvandamál sem rata í fréttabréf Gísla Marteins í ár heldur minnir hann á jólaþátt Vikunnar sem sýndur er á RÚV 27. desember næstkomandi. Þá fagnaði Kaffihús Vesturbæjar, sem Gísli Marteinn rekur ásamt félögum sínum, fimm ára afmæli í vor. Gísli Marteinn greindi frá því í sambærilegu fréttabréfi í fyrra að hann hefði lagst undir hnífinn á árinu og látið frysta rafleiðslu við hjartað sem orsakaði hjartsláttarköst, sem honum þóttu orðin þreytandi. Heilbrigðismál Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður greindist með grunnfrumukrabbamein í andliti í vor. Meinið var skorið burt skömmu síðar og hefur ekki bært á sér síðan. Þessu greinir Gísli Marteinn frá í fréttabréfi sem sent var á vini, vandamenn og aðra fylgjendur hans í gærkvöldi. Gísli byrjar skeytið á því að biðja fylgjendur póstlistans um að hafa engar áhyggjur – hann sé alveg hraustur. Grunnfrumukrabbamein sé ekki lífshættulegt og raunar svo saklaust að það sé ekki tekið með í tölum um nýgengi krabbameins á Íslandi. Grunnfrumukrabbamein er tegund húðkrabbameins og algengust þeirra meina í heiminum, að því er fram kemur í umfjöllun um þau á Vísindavefnum. Afar fáheyrt er að þau leiði til dauða og þau meinvarpast ekki. „Ég var greindur með þetta í vor og húðlæknir skar meinið burt skömmu síðar og þegar ég fór aftur í tékk núna í desember var allt í þessu fína. Ég var hinsvegar ekkert að segja frá þessu þá, Vikan var ennþá í loftinu ég vildi ekki vera að búa til einhverja dramatík út af einhverju sem er ekki neitt neitt,“ skrifar Gísli Marteinn. Þá lætur Gísli Marteinn fylgja mynd með skeytinu sem hann tók þar sem hann beið eftir strætó eftir að meinið var skorið burt. „Strætó er alltaf góður, en aldrei betri en þegar er nýbúið að skera burtu krabbamein af nefinu.“ Það eru þó ekki aðeins heilsufarsvandamál sem rata í fréttabréf Gísla Marteins í ár heldur minnir hann á jólaþátt Vikunnar sem sýndur er á RÚV 27. desember næstkomandi. Þá fagnaði Kaffihús Vesturbæjar, sem Gísli Marteinn rekur ásamt félögum sínum, fimm ára afmæli í vor. Gísli Marteinn greindi frá því í sambærilegu fréttabréfi í fyrra að hann hefði lagst undir hnífinn á árinu og látið frysta rafleiðslu við hjartað sem orsakaði hjartsláttarköst, sem honum þóttu orðin þreytandi.
Heilbrigðismál Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“