Slys varð á sjötta tímanum í gær þegar maður féll af millilofti í bílskúr í Árbæ þar sem hann hafði verið að sækja jólaskraut. Í dagbók lögreglu, þar sem tilkynnt er um málið, segir að maðurinn hafi verið mikið kvalinn. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en ekki er vitað um áverka.
Karlmaður var handtekinn í verslun í Kópavogi grunaður um þjófnað á kjötstykkjum. Maðurinn hafði tekið fjögur slík stykki að verðmæti 33 þúsund krónur, að því er segir í dagbók lögreglu. Hann var laus að lokinni skýrslutöku.
Þá var par handtekið í verslun í miðbænum í gær grunað um þjófnað. Parið var vistað í fangageymslu.
