Grunur um íkveikju: „Þetta er bara martröð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 18:00 Anna Kristbjörg Jónsdóttir býr í húsinu en fjölskylda hennar er á hrakhólum eftir brunann. Vísir/Sigurjón Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. Fjölskyldan býr á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Vestubergi í Breiðholti en eldur kom upp í húsinu á föstudaginn. Í dag fóru hjónin inn í húsið til að kanna aðstæður. Sterka brunalykt leggur um allt húsið, stigagangurinn er illa farinn eftir eldinn og veggirnir svartir af sóti. „Þetta lítur mjög illa út. Íbúðin er samt heil. Mikil lykt inni og það sem við erum að gera núna er að fara aðeins yfir föt og hvort við getum tekið með okkur einhvern fatnað en ég er nú ekki alveg að sjá það ske af því að lyktin er alveg yfirþyrmandi,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í húsinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Anna segir bæði þau hjónin og húsfélagið vera með tryggingar. Erfiðlega hafi gengið að nálgast upplýsingar hjá tryggingarfélögunum um helgina um hvað þau fái bætt og hvernig staðið verði að málum. „Það hefur enginn komið til þess að meta eða hreinsa eða neitt,“ segir Anna. Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Þau sjá ekki fyrir sér að geta dvalið aftur heima hjá sér fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin. Stigagangurinn og flest sem var á honum er illa farið eftir eldinn.Vísir/Sigurjón „Ég held að það séu allir bara í áfalli enn þá. Þetta er, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það. Þetta er bara martröð. Búin að vera matröð síðan á föstudaginn. Ég er illa sofin og áhyggjufull,“ segir Anna og að þau taki bara einn dag í einu. Eldurinn kom upp á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að rannsókn málsins en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Anna segir óvíst hvar þau haldi jólin hátíðleg. „Það er þá einna helst hjá mömmu en hún er náttúrlega með mjög litla íbúð. Spurning hvort við getum reynt að gera eitthvað gott úr því. Ég veit það ekki en ég er ekkert rosalega bjartsýn sko því miður,“ segir Anna. Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda er á hrakhólum eftir bruna í fjölbýlishúsi í Breiðholti fyrir helgina og er óvíst hvar hún getur haldið jólin hátíðleg. Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu. Fjölskyldan býr á annarri hæð í fjölbýlishúsi í Vestubergi í Breiðholti en eldur kom upp í húsinu á föstudaginn. Í dag fóru hjónin inn í húsið til að kanna aðstæður. Sterka brunalykt leggur um allt húsið, stigagangurinn er illa farinn eftir eldinn og veggirnir svartir af sóti. „Þetta lítur mjög illa út. Íbúðin er samt heil. Mikil lykt inni og það sem við erum að gera núna er að fara aðeins yfir föt og hvort við getum tekið með okkur einhvern fatnað en ég er nú ekki alveg að sjá það ske af því að lyktin er alveg yfirþyrmandi,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir íbúi í húsinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í Anna segir bæði þau hjónin og húsfélagið vera með tryggingar. Erfiðlega hafi gengið að nálgast upplýsingar hjá tryggingarfélögunum um helgina um hvað þau fái bætt og hvernig staðið verði að málum. „Það hefur enginn komið til þess að meta eða hreinsa eða neitt,“ segir Anna. Anna og maðurinn hennar eiga tvö stálpuð börn og hefur fjölskyldan þurft að skipta sér upp og dvelja hjá ættingjum og vinum síðan á föstudaginn. Þau sjá ekki fyrir sér að geta dvalið aftur heima hjá sér fyrr en í fyrsta lagi eftir áramótin. Stigagangurinn og flest sem var á honum er illa farið eftir eldinn.Vísir/Sigurjón „Ég held að það séu allir bara í áfalli enn þá. Þetta er, ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það. Þetta er bara martröð. Búin að vera matröð síðan á föstudaginn. Ég er illa sofin og áhyggjufull,“ segir Anna og að þau taki bara einn dag í einu. Eldurinn kom upp á jarðhæðinni þar sem geymslur eru. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið að rannsókn málsins en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Anna segir óvíst hvar þau haldi jólin hátíðleg. „Það er þá einna helst hjá mömmu en hún er náttúrlega með mjög litla íbúð. Spurning hvort við getum reynt að gera eitthvað gott úr því. Ég veit það ekki en ég er ekkert rosalega bjartsýn sko því miður,“ segir Anna.
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira